Æskan

Årgang

Æskan - 01.04.1972, Side 4

Æskan - 01.04.1972, Side 4
Lán í óláni gili nokkru hátt, hátt upp til heiða hafði kyrk- ingsl'eg fura fest rætur og búið sér ævilangan dvalarstað. Jarðvegur sá, sem hún hafði til að nærast af, var harla lítill og kostarýr, og oft var hún hætt komin í hríðarbyljum og óveðrum heiðar- innar. En furan hélt alltaf velli, hvað sem yfir dundi. Hún varð að-vísu kvistóttari og kyrkingslegri eftir því sem árin liðu, en hún var ákveðin í að láta lífskjörin ekki buga sig. Eina rót sína hafði hún teygt þvert yfir sprungu í gilinu, og þar hafði hún grafið sig fasta innan um grjót og mold. Hinar ræturnar hafði hún einnig teygt fram 'eftir beztu getu, og sumar alveg undralangt. Fagran vordag í aprílmánuði komu refahjón ráfandi upp eftir fjallshlíðinni. Þau voru að svipast um eftir húsnæði og námu staðar við fúruna kyrkingslegu. Refa- pabbi gægðist niður í sprunguna undir trjárótinni og sagði við konu sína: „Heldurðu ekki, að við gætum búið okkur út gott heimili héma? Við getum sem bezt lokið því, áður en þú eignast yrðlingana." Furan hlustaði gaumgæfilega. Hún hreyfði lítið eitt krónuna sína, sem var sorglega kræklótt af völdum veð- urs og vinda, og sagði: „Ef þið eruð að leita ykkur að húsnæði, þá skuluð þið bara ganga inn og líta í kringum ykkur. Opið undir rótinni minni gæti orðið inngangur í heimili ykkar. Ég er fús til að taka við leigjendum, það er svo þreytandi til lengdar að vera alltaf einn.“ „Já, þökk fyrir, en við ætlum nú fyrst að líta á að- stæðurnar," sagði refapabbi. „Komdu, kona, við skulum ganga inn.“ Furan lyfti rótinni ofurlítið upp, og refirnir smeygðu sér undir hana. Eftir nokkra stund komu þeir út aftur, gengu í kringum tréð og horfðu í allar áttir. „Við skulum nú sjá, — þarna er suður og þarna norður! Já, aðstaðan er alls ekki sem verst,“ sagði refapabbi. „En er ekki mikill veðrahamur hérna? Mér sýnist þú vera svo kræklótt og þreytuleg, mín kæra fura." „Allir láta á sjá og verða þreytulegir, ef stormar og andstreymi mætir þeim á leiðum lífsins," sagði ftu-an. „Jú, satt er það, — hér er mikill veðrahamur. En við verðum bara sterkari og þolnari, ef við erum úti í hörð- um veðrum. Ég hef líka átt hér marga yndislega sólskin*" daga, — og þá man ég bezt. Annars vildi ég mega segja það, að fyrst ég hef getað spjarað mig hér ofan jarðar i fimmtíu ár, þá hlýtur þú að geta komizt hér af neðan jarðar." „Já, það má vel vera," sagði refapabbi. „En segðu ®ér eitt, — fara menn oft um þessar slóðir? Ef svo væri, er þetta 'ekki réttur staður handa okkur." „Eins og ég hef þegar sagt, hef ég nú verið hér í fimn1' tíu ár, og ég hef næstum aldrei séð neitt annað en skóga> fjöll og himin. Menn hafa aðeins örsjaldan farið hér um. Og þeir hafa ætíð verið góðlegir og farið friðsamleg2' svo að þú þarft 'ekki að vera hræddur við þá.“ „Já, en ég er nú samt hræddur við þá,“ sagði refa' pabbi. „Menn eru mesta illþýði, sem til er.“ „Já, einmitt það! Er það þín reynsla?" sagði furan- „Þú hefur þá vafalaust ástæðu til að vera hræddur þá, — en mér hafa þeir aldrei gert n’eitt." „Ég hef enga aðra ástæðu en þá, að ég er neyddur til að hafa eitthvað til að lifa af, eins og aðrir,“ sagði refa' pabbi. „Mennirnir geta tæpast unnt mér matarbita og reyna að svipta mig lífi, hvenær sem þeir sjá sér færi é- Og þó hlýt ég að hafa jafnmikinn rétt til að lifa °S þeir, fyrst ég er nú einu sinni kominn hingað til jar^ arinnar. Ekki hef ég heldur skapað mig sjálfur, svo a^ ekki á ég neina sök á því!“ „Já, er þessu þannig varið?" sagði ftrran. „Vissuleg2 hefur þú jafnmikinn rétt til að lifa og mennimir, a. m• get ég ekki skilið annað. Flyttu bara hingað til mín m®® konu þína, og láttu heiminn vera eins og hann er. getum ekki hvort sem er, hvorki þú né ég, breytt p31 nokkru til bóta.“ „Þakka þér fyrir,“ sagði refapabbi. „En svo var þa® eitt enn að lokum: Við eigum von á sjö til átta yrðlingu110 í maí. Ég vildi bara segja frá því með fyrirvara, svo a^ okkur yrði ekki fleygt út, þegar þar að kemur." „Nei, hvað heyri ég! Koma hingað líka ofurlitlir yr®‘ lingar?" sagði furan. „En hvað það er gaman! Þá verður nú fjörugt og skemmtilegt hér. Já, þið eruð öll hjartan- lega velkomin!" „Ég flyt þér aftur beztu þakkir," sagði refapabbi- „Hvað finnst þér, mamma? Ættum við 'ekki bara að setj* ast hér að?" „Jú, eins og þú getur nærri, þá er ég fús til þess," sag®1 refamamma. „Það er ekki algengt nú á tímum, að fj^' skylda með mörg börn skuli vera velkomin." „Jæja, þá er réttast, að við flytjum hingað straX é morgun. Við þurfum bara að sækja matinn okkar °S fleira smávegis. Vertu nú sæl á meðan!“ Því næst héldu refahjónin leiðar sinnar, og furan horfði á eftir þeim. Það var ekki algengt, að svo mar£t 2

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.