Æskan - 01.04.1972, Page 26
'----------------------------------------------------
Tveggja ára gömul telpa á italíu er
að þvl komin að borða foreldra sína
út á húsgang, og allt tll þess að bjarga
sínu eigin lífi. Lidia Manca, sem borð-
ar á við þrjá fullorðna, þjáist af mjög
óvenjulegum meltingarsjúkdóml, og
ekki er hægt að lækna hana með lyfja-
gjöf, og þar við bætist, að telpan er of
ung til þess að hægt sé að skera hana
upp til þess að lækna hana á þann
hátt. Sérfræðingur I Róm hefur skrifað
sérstakan matarlista, sem á að tryggja
henni nægilegt magn af vítamínum og
eggjahvítuefnum, og mundi þessi matur
nægja þremur fullorðnum til framfæris.
Á hverjum degi þarf Lidia 1 kg af
kjúklingum, kálfakjötl eða kanínukjöti.
Hún þarf auk þess að borða sex egg,
fjögur pund af banönum og svo þarf hún
að drekka tvo lítra af mjólk. Siðan
drekkur hún þrjá lítra af vatni og borðar
gulrætur, sellerí, spínat, smjör, jógurt,
ost, baunir og fleira og fleira.
Telpan borðar þrjár meginmáltlðir á
dag, og aðra hverja klukkustund verð-
ur hún að fá sér aukablta. Fjölskyldan
er óskaplega fátæk, og faðirinn er at-
vinnulaus alltaf annað veifið, en þrátt
fyrir það getur hann enga aðstoð fengið
til þess að sjá fjölskyldu sinni farborða.
Börnin eru þrjú, þ. e. tvö auk Lldiu, og
svo langt gengur það stundum, að loka
verður hin börnin tvö inni á meðan hún
er að borða matinn slnn, vegna þess
að þau hafa svo lítið fenglð, að þau
gætu ekki horft upp á systurina háma
matinn f sig.
Koparketillinn
sem söng
angt uppi í sveit bjó gömul kona í kofa, og hún átti fósturdóttuh
sem var svo falleg, að fólk furðaði sig á þvl. Þær voru mjög
fátækar, og fósturdóttirin, sem hét Agnes, varð alltaf að sópa
og þvo, skúra gólf og fægja glugga, eða annars varð hún a®
moka í garðinum og tina ber og hnetur til þess að þær g®tlJ
lifað á þelm. Dag nokkurn kom konan og sagði:
„Ég þarf að fara ( burtu um nokkurn tíma, þú verður að vera hér og g®ta
hússins og garðsins, en eltt máttu ekkl gera — þú mátt ekki sjóða neitt •
stóra koparkatlinum. Mundu það!“
Agnes iofaði að muna það, og konan fór svo í burtu, og nú var falleg3
stúlkan eln eftir. Fyrst hafði hún nóg að gera að þrífa til I húsinu, en þegar
öllu var lokið, settist hún niður og fór að hugsa:
„Ég þyrfti í rauninni að þvo fötln mín, en þá þarf ég að nota mikið af sjóð-
andi heitu vatni — og ketillinn minn er of lítill!"
Svo varð henni litið á koparketilinn, og hún sagði:
„Ég get soðið vatn í honum — ketillinn getur varla skemmzt af því, og ég
skal gljáfægja hann á eftir.“
Og Agnes hugsaðl sig ekki um tvisvar, heldur fyllti ketilinn af vatni og set11
hann yfir eldinn, svo settist hún fyrir framan eldstóna.
Allt í einu heyrði hún dlmmt hljóð, ekki eins og þegar fer að sjóða I katli'
en næstum þvl eins og rödd, sem ætlar að fara að syngja, og eftir dálit|a
stund fór hann líka að syngja:
Rikir I kóngsins rauðu borg
reginkvíði og mikil sorg:
Prinsinn heiman horfinn er.
Hann nú töfraviðjar ber,
sem nornin hefur bölvuð bundið.
En brátt þú getur hann samt fundið.
Hjá vatnsins bakka steinn einn stendur.
Á steinlnn legðu þínar hendur
og hugrökk þlna hjálp þá lætur
og hrópar: „Á fætur! Á fætur!"
Þá er prins úr töfraviðjum tekinn
og tröllagaldur allur burtu rekinn.
24