Æskan

Volume

Æskan - 01.04.1972, Page 31

Æskan - 01.04.1972, Page 31
' ÍNGIBJÖRG ÞORBERGS: tal og tónar U^gur maður skrifaði einu sinni bréf (til Stefáns Einarssonar) þar sem m. a. stóð: "Einhver dýpsta sorg, sem ég hef mætt ^ar sú, að móðir mín brendi einu sinni ynr mér miklum skrifum, sögum og Ijóð- um, sem ég lá æfinlega yfir að semja, þá eitthvað 7 ára gamall. Eftir það fór ég altaf rt1er5 skrif mín eins og mannsmorð, — Var altaf skrifandi, en læsti.alt niður jafn- °ðum, einginn lifandi maður fékk að sjá P93, og ég talaði ekki um það við neinn, 'vorki leiksystkini min né fullorðna. Ég 1 alveg mínu eigin lífi, sískrifandi, hugs- andi og lesandi —. Ég skrifaði þúsundir af blaðsíðum heima í Laxnesi og átti fullar jstur af útskrifuðum stílabókum, — skáld- ae9ur, smásögur, Ijóð, tímarit og blöð Sem ég gaf út fyrir sjálfan mig), ritgerðir um trú, stjórnmál, heimspeki — alt milli Jmins og jarðar og loks dagbækur. Mest- 0 ||J þessu brendi ég á báli úti á túni áður en ég fór fyrSt til Reykjavíkur, af ótta við a einhverjir kæmust í það. — Veturinn 5~~16, áður en ég var fermdur, var ég Um tíma l Reykjavlk.11 ^'3 hafig nú eflaust áttað ykkur á, að er Halldór Laxness, sem þetta skrif- aði. Og það verð ég að segja, að miklð sé ég eftir öllum þeim blaðsíðum, er á bálið fóru. — Sé eftir hverrl línu, sem þar var rituð. — Þó verður önnur tilfinning sterkari. Það er þakklætistilfinningin. — Öll þjóðin hlýtur að þakka, að þetta frjósama skáld hélt áfram að skrifa, — og sýndi það heiminum. Og nú spyr ég ykkur: — Hver er þá Halldór Laxness? Ég er viss um, að þið getið öll svarað því. En kannski ættu sum ykkar að kynnast honum betur. Ef ég á að svara spurningunni, er mitt álit þetta: — Hann er stórkostlegasti rit- höfundur okkar tíma. — Ef þið trúið mér ekki, ráðlegg ég ykkur að lesa eftir hann allt, sem þið getið. Auk þess bið ég ykkur að lesa um hann. Þið fáið gott tækifæri til þess nú, því þessi stórmeistari andans verður sjötugur um þessar mundir, eða 23. apríl. Að sjálfsögðu eru því tónarnir, sem fylgja þessu tali, við Ijóð eftir hann. Ljóðið er úr smásögu, sem heitir „Nýja ísland". Og i tilefni afmælisins sendi ég Halldóri, fyrir hönd ungra aðdáenda hans, hjartan- Þessi mynd er tekin á æskuárum skálds- ins. Hér er hann ásamt móSur sinni, Sig- riSi Halldórsdóttur. legar hamingjuósklr og vona, að hann elgl eftir að skrlfa mikið enn. Þó að sagt sé, að ekki eigi að gefa bak- arabörnum brauð, sendl ég skáldinu visu! Freyr og Óðinn frægir hér, fornmenn æðsta töldu þá. Meðal guða minna er maður, Laxness heitlr sá. GLEÐILEGT SUMAR! INGIBJÖRG. Halldór Laxness. ------------— -\i 1. Búkolla mín bububu, Búkolla í fjósinu, hún er með stóru hornin sín, lnin er með stóru augun sín, hlessuð ver ún Búkolla og ún Búkolla mín. 2. Hún mamma sín fór burt burt burt, burtu fór ún mamma. Hún mamma er farin hvurt hvurt hvurt, hvurt er ún farin ún mamma? Hún kemur eftir jólin og jólin og jólin, kemur með nýa kjólinn minn og kjólinn og kjólinn. 3. Ekki skulum við skæla og skæla og skæla, skal ún ekki koma ún mamma og ún mamma, ún mamma okkar góða og góða og góða, guð bless ana mömmu og ana mömmu ans litla bróða. V --* 29

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.