Æskan

Årgang

Æskan - 01.04.1972, Side 40

Æskan - 01.04.1972, Side 40
w að mun enginn í öllum heiminum kunna elns margar sögur og hann Óli Lokbrá, eða segja elns vel frá og hann. Þegar liðið er á kvöldið, þá kemur hann Óli Lokbrá — kemur svo hægt, því að hann gengur alltaf á sokkaleist- unum. Hann lýkur upp dyrunum með mestu gætni og sáldrar dufti i augu barnanna, svo fínu, að þau fá ekki haldið opnum augunum, og geta fyrir þá sök ekki séð hann. Hann læðist rétt á eftir þeim og púar hægt í hnakka þeirra, og kenna þau þá þunga nokkurs í Jiöfðinu, en ekki fylgir því neinn verkur, því að Óla Lokbrá gengur ekki nema gott eitt til, sérstaklega við litlu börnin. Hann vill aðeins, að þau séu sem spökust, og það verða þau svo bezt að þeim verði komið í rúmið. Þau eiga að hafa hægt um sig, til þess að hann geti sagt þeim sögur. Þegar börnin eru sofnuð, sezt Óli Lokbrá á rúmstokkinn. Hann er vel til fara. Hann er á silkifrakka, en ómögulegt er að segja, hvernig frakkinn er litur, því að það bregður á hann grænum, rauðum eða bláum lit, eftir þvi sem hann snýr sér við. Hann hefur tvær regnhlífar, sína undir hvorri hendi, önnur regnhlífin er með myndum á, og hann þenur hana út yfir góðu börnunum> og ber þá hinar fegurstu sögur fyrlr þau I draumi. Á hinni regh' hlífinni er ekki neitt, og hana þenur hann út yfir óþekku börnin. Þau sofa þá eins og kjánar, og þegar þau vakna næsta morgun, þá hefur þau ekkert dreymt. Hér verður sagt frá heimsókn Óla Lokbrár I heila viku til l!f"s drengs, er Hjálmar hét, og skemmti hann honum með sögum sínum. Sögurnar eru sjö, eins og dagar vikunnar. MANUDAGUR „Heyrðu nú,“ sagði Óli Lokbrá um kvöidið, hann var búinn hátta Hjálmar litla ofan í rúmið sitt, ,,nú ætla ég að prýða Þj^ okkur,“ og urðu þá öil blómin I jurtapottunum að stórum trjám, sem seildust með langar greinar allt upp undir loft og fram með veggjunum, og allar greinarnar voru fullar af blómum, og hvert blóm var fegurra en rós, og vildi maður eta það, þá var Þa® hverju sætmeti Ijúffengara. Ávextirnir glóðu sem guil, og bollar voru þar líka úttroðnar af rúsínum — það var nú fagnaður heldur en ekki. En allt í einu byrjaði einhver hræðilegur jarmur, sem kom úr borðskúffunni, þar sem skólabækurnar hans Hjálmars litla voru. „Hvað er nú þetta?" sagði ÓIi LokÞrá, gekk að þorðinu o9 dró út skúffuna. Það var þá taflan; henni var orðið svo bumbtd*’ af því að það hafðl slæðzt vitiaus tala í reikningsdæmlð, svo við lá að hún dytti í sundur. Griffillinn hoppaði og ólmaðist I se9*' garnstjóðri sínu eins og hann væri lítill hvolpur; hann vildl hjálp3 til með dæmið, en það gat hann ekki. Og svo var það líka skrifbók Hjálmars litla, það var mikill eymdarsónn innan í henni; þaö var verulega Ijótt að heyra. Langsetis niður eftir hverri blaðsíðe stóðu allir stóru stafirnir, hver með lítinn staf við hiið sér, he'' röð ofan f gegn, það var sem sé forskrift. Hjá þeim stóðu l',ka aftur nokkrlr stafir, sem héldu að þeir væru alveg eins útlítand og hinir, því að þá stafi hafði Hjálmar skrifað; þeir lágu Þar nærri því eins og þeir hefðu oltið um blýantsstrikið, sem Þeir áttu að standa á. 38

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.