Æskan - 01.04.1972, Side 42
gj jaallarhliðlð var opnað upp á gátt
jpaaiJ' fyrir vagnl konungsins. Varð-
\*/ l* mennirnir hellsuðu með byss-
unum. Skyndilega prjónuðu
hestarnir og rykktu i gulldrifin beizlin.
Konungurinn rak höfuðið út úr skraut-
vagni sínum og mælti: „Hver dirfist að
hefta för vora?“ Hann litaðist um reiðileg-
ur mjög.
Hirðþjónn hneigði sig djúpt og sagði:
„Það var — fyrirgefið yðar hágöfgi —
prinsessan! Hún kom ríðandi á fola, og
reið berbakt."
Konungurinn náfölnaði af reiði.
„Skipið henni að fara inn i hásætlssal-
inn, og samstundis," sagði konungurinn
við þjóninn.
Þegar konungur kom inn í salinn, kom
prinsessan þjótandi eins og hvirfilþylur.
Hún kyssti á nefbrodd konungs og dans-
aði um gólfið.
Konungurinn andvarpaði, hagræddl kór-
ónunni á höfðinu og setti upp vandlæt-
ingarsvip.
Hann mælti: „Hættu! Nú er nóg komlð
hjá þér af ungæðlsskap og hrekkjabrögð-
um. Ætlar þú aldrei að hegða þér sem
konungsdóttur sæmir? Ætlarðu alltaf að
koma fram eins og götustrákur?"
Prinsessan svaraði ekki.
Konungur héit áfram máli sinu: „Hvers
vegna glftir þú þlg ekki? Þú hefur þó
fengið biðla svo hundruðum sklptir."
Prinsessan sagði: „Já, pabbi. En þelr
hafa ekki verið að minu skapi. Mundlr þú
vilja fá einhvern af þeim ösnum sem eftir-
mann þinn?“
Konungurinn svaraði: „Einhver þelrra
hlýtur að vera fær um það.“
Prinsessan sagði: „Jæja, pabbl. Ég sé
þá enga aðra leið en þá að ég fari I þiðlls-
leit."
„Prinsessa í biðilsleit! Nei, nei. Hættu
þessari vitleysu. Þú veizt, að ég er dá-
lítlð hjartabilaður." Konungurinn hristi höf-
uðið.
Hún mælti: „Vertu rólegur, pabbl. Þetta
er hættulaust." Svo fór prinsessan út úr
salnum.
Konungurinn andvarpaði.
Lotta prinsessa hugsaði málið. Hún hafði
sagt þetta um þiðilsleltina bæði í gamni
og alvöru. En við nánari athugun vlrtlst
henni þetta ekki athugavert. Hún ætlaði
sjálf að velja sér mann. Leita þar til hún
fyndi hann, og biðja hann að giftast sér.
Prinsessan gaf fyrirskipun um að söðla
hvíta hestinn sinn. Hún kvaðst engan fyigd-
armann vilja hafa. Hún bað að segja
föður sínum, að hún hefði riðið á fund guð-
móður slnnar.
OLGA GRAVÉ:
Prinsessan
U
i
biðilsleit
Lævlrkinn söng og jörðin ilmaði i sól-
skininu.
Kóngsdóttirin reið mikinn. Hún hélt út
í sveit. Þá sá hún ungan bónda er plægðl
akur. Hann var berhöfðaður og þerraði
svitann af enninu með hendinnl. Kóngs-
dóttirin sá, að maðurinn hafði hlminblá
augu og var friður sýnum. Hún mælti við
bóndann:
„Þetta plógfar er hlykkjótt hjá þér.“
„Þá er það eins og þú,“ svaraði bónd-
inn vingjarnlega. Prinsessan roðnaðl af
gremju. Hún var enn á hestbaki.
„Veiztu, hver ég er?“ spurði prinsessan
valdsmannslega. Bóndinn leit upp og sá
hið gullsaumaða fangamark hennar á söð-
ulklæðinu.
Hann svaraði: „Það varðar mig ekkert
um.“
Kóngsdóttirin horfði á eftir manninum
öldungis forviða. Hann hélt áfram að
plægja.
Þegar hann næst kom á móts við hana,
laut hún niður I söðlinum og mælti: „Viltu
giftast mér?“ Hún sagði þetta lágt og
roðnaði um lelð.
„Nei. Ég vil fá duglega konu. En þú
ert liðleskja, þó að þú sért, ef til vill, prins-
essa. — Þú ert ekki fögur." Hann hélt
áfram að plægja.
Prinsessan reiddist og reið á braut.
Hvernig dirfist bóndi þessi að segja þetta
við mig? hugsaðl hún. Kóngsdóttirin reið
á stúlku, er hún mætti á veginum. Hestur-
inn snerti stúlkuna, svo að hún datt i ræsið.
Kóngsdóttirin sagði: „Meiddirðu þig?“
,,Nei,“ svaraði stúlkan og skreið upp úr
ræsinu með pokann sinn.
„Hvað hefurðu þarna meðferðis?" spurðl
kóngsdóttirin.
„Það eru hversdagsfötin mfn. Ég ®tia
að fara i vinnumennsku."
Nú kom prinsessunni ráð til hugar. Hún
mælti: „Viltu skipta fötum við mig? ^
skalt fá hálsfesti mína og hringa ( kaup-
bæti.“ Augu stúlkunnar Ijómuðu. Hún trúðl
varla sinum eigin eyrum. Þetta var óvana-
legt tilboð. Að fá föt kóngsdóttur fyrir
gamla gauðslitna ræfla! Það var ótrúlegt-
Þær skiptu svo á fötum. Prinsessan var
ekkert fln, er hún var komin í gömlu fötin-
En hún var ánægð. Hún tók upp Htinn
hníf og losaði dálítlnn börk af tré, sem
stóð við veginn. Svo ritaði hún nokkur orð
á börkinn með llndarpenna sínum.
hann var úr gulli. Hún festi börkinn við söð-
ulinn. Orðsendingin var svohljóðandi: „Ó*1"
izt ekki um mig. Lotta.“
Við hestinn sagði hún: „Þú ratar heim,
vinur rninn." Gæðingurinn horfði á hús-
móður sína. Hann hafði greindarleg augu.
og var sem hann skildi, hvað hún sagði-
Prlnsessan klappaði hestinum, ýtti honum
frá sér, og hann hljóp heim á leið.
Þá tók Lotta prinsessa brúnan leir °9
neri honum á andlit og hendur. Að Þvi
þúnu speglaði hún slg I lind og hélt
bóndabæjarlns.
Er kóngsdóttirin kom þangað, falaði hún
vlnnu. Bóndinn var að borða kvöldmatinn-
Hann leit upp og mæltl:
„Já, þú getur fengið að vera léttastúlka
hérna."
Þannig var þetta mál leitt tll lykta.
Það var eitt af verkum léttastúlkunnaf
að þjóna bóndanum. Og Lotta gerði a1'1,
sem í hennar valdi stóð til þess að hon-
um félli vel við hana.
Það heppnaðist. Innan skamms virtist
bóndanum ekki hægt að vera án Lottu. Hus-
bóndinn sá, að hún var dugleg og hugs'
unarsöm. Framkoma hennar var einnlg
prýðileg.
Bóndinn horfði vlngjarnlega á Lottu^
hvenær sem hann sá hana. Og ekki I®1®
löngu þar til hann bað hana að verða hús
freyju á bænum. Með öðrum orðum a
giftast sér.
Lotta varð hrifin. Hún hafði sigrað. Svo
hélt hún heim til hallarinnar. Hélt hún
svo aftur til bóndabæjarins með fríðu förU'
neyti. Sjálf reið hún I broddl fylklngar-
Hún var klædd sem kóngsdóttur haefði-
Reið hún hvlta gæðingnum, er bruddi guii
mélin. Lotta steig af baki á hlaði bónda
bæjarins. Bóndinn kom út. Sá hann nu,
að léttastúlkan og prinsessan voru sama
persónan.
Prinsessan mælti: „Stendur þú við i0
40