Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.04.1972, Qupperneq 52

Æskan - 01.04.1972, Qupperneq 52
 Skipbrotsmennirnir Framhaldssaga, sögð í myndum og máli Sveinn, Páll og Gerða höfðu fengið að fara með stóru kaup- skipi til Suðurhafseyja i sum- arleyfinu sínu. Átti skipið að koma við i mörgum höfnum. Skipstjórinn var frændi Sveins og lét krökkunum liða vel, og þau voru glöð og ánægð yfir öllu því óvænta, sem þau sáu og heyrðu um borð, því að þau höfðu aldrei komið á sjó fyrr, en voru ekki sjóveik. En eina nóttina skall á fárviðri. Skipið rak upp á kóralrif og strand- aði þar. Skipstjórinn lét þegar kanna lestina, og kom þá á daginn, að hún var óskemmd og að enginn leki hafði komið að skipinu. Afréð hann því að leita til næstu eyja og fá hjálp til þess að bjarga skipinu og farminum. Vélbátur skipsins var settur út og lagði innan skamms upp með skipstjóra og nokkurn hluta áhafnarinn- ar um borð. Sveinn, Páll og Gerða urðu eftir ásamt fáein- um mönnum, sem áttu að gæta skipsins. Þegar þau höfðu beðið heil- an dag eftir vélbátnum, fór þeim að leiðast tilbreytingar- leysið, og þess vegna datt þeim í hug að flytja sig upp á eyj- una og vera þar, þangað tii skipstjórinn kæmi, og leyfðu varðmennirnir þeim það, með því skilyrði, að þau héldu sig þeim megin á eyjunni, sem að skipinu vissi, svo að þau gætu séð, þegar báturinn kæmi. Þau bjuggu sér til fleka, og sjórinn var ekki dýpri en svo, að þau gátu stjakað sér í iand. Höfðu þau með sér vistir og suðu- áhöld. Sveinn og Páll voru skátar og hugsuðu sér nú gott til glóðar- innar að kynna sér eyjuna. Þeir fundu helii niðri við fjöruna og ákváðu að hafa bækistöð sína þar og tóku.nú til óspilltra málanna að smíða girðingu fyr- ir hellismunnann, svo að villi- dýr gætu ekki ruðzt inn til þeirra, ef þau kynnu að vera til á eyjunni. Þeim var margt i hug krökk- unum, þegar þau lögðust fyrir i skútanum fyrsta kvöldið. En ekki datt þeim i hug að fara um borð. Verið gat, að báturinn kæmi daginn eftir, og þá mundi þeim ekki verða leyft að leika sér i landi, nema þá að ein- hver fullorðinn væri með þeim. — Þau settu upp stöng og drógu upp neyðarveifu, og til þess að alit yrði sem fullkomn- ast var ákveðið, að Sveinn skyldi halda vörð fyrstu nótt- ina. Þegar dagaði, datt Páli i hug að fara út að skipinu til þess að sjá, hvernig mönnunum liði og segja þeim frá, livernig þau höfðu búið um sig á eyjunni. Hann skaut timburflekanum út og stjakaði sér af stað, en Sveinn varð eftir til þess að skoða umhverfið kringum hell- inn. Þau höfðu nóg að skoða, Sveinn og Gerða. Þau komust brátt að raun um, að eyjan var óbyggð — sennilegast fannst þeim, að þar hefði aldrei nokkur maður stigi® fæti sinum. En merkileg fannst þeim þessi eyja, og af því a® þeim þótti sjálfsagt, að hún fengi eitthvert nafn, þá skirðu þau hana „Sjóræningjaeyjuna > án þess að vita, að þetta nafn var sérstakiega vel til fundið' Tíminn leið fljótt, og þegar skyggja fór, var Páll enn ókom' inn aftur. Þeim varð ekki um sel, en svo varð þeim rórra, ar þau sáu, að skipið lá kyrrt og að ljós voru í kýraugunum- — Hann hefur orðið ánæg®' ur af því að sofa hérna, sagð' Sveinn, — og nú skríður hann víst í bólið sitt um borð. En samt voru þau hálf óró- leg og sváfu ekki mikið um nóttina. Og undir eins og sólín kom upp, fór Sveinn ofan ' fjöru. Og hissa varð hann, þegar hann sá þarna ókunnugt sk'p. með kinversku djúnkulagi, vi* hliðina á hinu skipinu. Hann var farinn að hugsa, hvort þetta væri hjálparskipið, seIT1 væri komið svona fljótt, Þe8' ar hann heyrði hund gelta. Þa var skipshundurinn, Bob, sein var þarna úti í sjónum, undir eins og Sveinn kalls®1’ þá kom hann til hans. Þegar hann kom nær, Sveinn, að böggull var bunó inn við hálsbandið á hundin um. Hvað hafði gerzt á skip' inu um nóttina? HverS vegna var Páll ekki kom inn og hvað var fes* vl? hálsbandið á hundinum- Það færðu að vita n*at' Skátastarf hófst á Húsavik um áramót- in. Einn flokkur hóf starf, og er vonazt til að stofna megi félag f haust. Frumkvöðull þess var Andrés Þórarinsson. Áhugl virðlst mikill á Húsavík og sóttu fleiri um en að komust vegna forlngjaskorts. Skátafélagið Ægisbúar, Rvlk, fór ásamt skátahöfðingja Páli Glslasyni helgina 13.— 14. febrúar s.l. austur að Hvolsvelll til þess að kynna þar skátastarf. Flutti skátahöfð- ingi erindi um skátastarf, sem að öðru ieyti var kynnt með flokksfundakerfi o. fl. Ferð þessi var farin að áeggjan Guðrúnar Ormsdóttur, en hún hefur um skeið veri skátaforingi i Borgarnesi, sótti á sínum tíma foringjaskóla B.I.S. og hefur ávall haft brennandi áhuga á skátastarfi- 50
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.