Æskan - 01.04.1972, Qupperneq 66
REYKINGAR
ERU
HÆTTULEGAR
Landlæknir Bandaríkjanna,
Jesse L. Steinfeld, hefur nýlega
gefið út fimmtu skýrslu sína
um reykingar, og þar gefur
hann í skyn, að reykingar geti
líka verið skaðlegar þelm, sem
reykja ekkl. Því rannsóknir gefa
til kynna, að menn, sem ekki
reykja, en eru í stofu með
reykjandi mönnum^ verði fyrir
mjög hættulegum áhrifum af
kolsýringsmengun. Einkum er
þetta slæmt fyrir menn, sem
þjást af lungna- eða hjarta-
sjúkdómum.
APINN
Bóndi nokkur var að plœgja
akur sinn í dögun. Svitinn
rann af honum meðan hann
stritaði. Allir vissu, að hann
var duglegur starfsmaður, og
nágrannarnir, sem gengu fram
hjá, köiluðu til lians vingjarn-
legri röddu: „Vel gert, félagi.
Gangi þér vel.“
Apinn heyrði jiessi hrósyrði,
og hann langaði til að svipað
væri sagt við hann. Hann vildi
líka vinna. Þá mundu menn-
irnir stanza til að hrósa hon-
um fyrir dugnaðinn.
Apinn fann þungan trjá-
drumb og fór að bisa við að
velta honum til og fram, þang-
að til svitinn bogaði af honum.
Allt var það árangurslaust.
Enginn nam staðar til að hrósa
honum.
Og það er ekkert undarlegt,
api iitli. Vinna ])ín gerir eng-
um gagn.
V.
Dæmisögur
Kriloffs.
BJÖSSI BOLLA
Texti: Johannes FarestvelL
Teikn.: Solveig M. Sanden
1. Skógar-Óli er veiðimaður og var einmitt að koma>úr njósnarför i skóginum,
þegar hann hittir Bjössa og bjargar honum frá hundinum. Óli er nú á heimleið
með Bjössa á bakinu og segir við hann: „Ég var einriiitt á leið heim til að sækja
byssuna mína, því að ég sá nýja slóð eftir rehba inni í skógi.“ — 2. „Má ég koma
með þér, þegar þú ferð aftur inn í skóginn?“ spyr Bjössi. Óli lofar því, „en fyrst
verður þú að hlýja þér dálítið og fara i lilýja sokka og skó.“ Bjössi segir nú
móður sinni frá óförum sinum og hvernig Óli hafi bjargað sér, svo að hún lofar
honum að fara í veiðiferðina, og brátt er hann kominn í skó og sokka og gripur
veiðiboga sinn. „Þú finnur svo týndu skóna og sokkana þína á leiðinni heim,
Bjössi minn,“ segir mamma hans um leið og hann kveður. -— 3. Nú eru þeir fé-
lagar á leið inn i sk’óginn og Óli segir: „Við hefðum verið fljótari á skiðum,
en sums staðar er leiðin óslétt, og betra er að rekja dýraslóðir gangandi." — 4.
Þeir liafa nú fundið slóð rebba og liggur hún upp eftir dálítilli brekku. „Ég er
nú helzt á þvi, að rebhi sé ekki langt undan, þvi þetta er alveg ný slóð,“ segir
Óli. — 5. Þetta reynast orð að sönnu, þvi yzt i skógarjaðrinum sjá þeir rebbn
bregða fyrir. Óli er fljótur að lyfta byssunni og Bjössi spennir boga sinn; þeir
skjóta, en rebbi sleppur, og nú stefnir hann til fjalls. — 6. Þeir elta, en eftxr
nokkra stund fer að hvessa og snjóa, svo þeir leita skjóls undir stórum steim
í fjallshlíðinni. Skyggni er litið, en allt i einu birtist einhver stór þúst fram-
undan í kófinu. „Hvað getur þetta verið?“ hvislar Bjössi. „Heldurðu, Óli,
þetta geti verið bjarndýr?“