Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1975, Blaðsíða 3

Æskan - 01.09.1975, Blaðsíða 3
,||»||||||||||||„|,||,||,|| |„ iiiiiiaiiiiiiiil|||iiiii|||||iiiiiiiaiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiii|iiiiiiiiiiiiiiiiiiiii,iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiliiiiiiiii'iiiiilliliilitliiliilllliiBllliliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii|iiiitiiiii;iiiiiiiiiiiiiiiiiii Ritstjóri: GRÍMUR ENGILBERTS, ritstjórn og skrifstofa: Laugavegi 56, síml 10248, heimasími 12042. Framkvœmda- stjóri: KRISTJÁN GUÐMUNDSSON, heimasími 23230. AfgreiSslumaSur: SIGURÐUR KÁRI JÓHANNSSON, heimasíml 76. árn 18464. Afgreiðsla: Laugavegi 56, sími 17336. Árgangur kr. 1.500,00 innanlands. Gjalddagi er 1. apríl. í lausa- o ... 9' sölu kr. 200.00 elntaklö. — Utanáskrlft: ÆSKAN, pósthólf 14, Reykjavík. Póstgfró 14014. Útgefandi: Stórstúka [slands. September ,bl' 1975 æsku minni kom það stundum í minn hlut að sækja póstinn, sem kallað var, en það var að fara heiman frá mér í Selsundi á Rangárvöllum, fram að Heiði, eða um 25 k!lómetra vegalengd, til að nálgast póstinn, sem kom frá póstafgreiðslunni á Strönd. Þá varð hver og einn að nálgast sinn póst, en nú hefurMengi verið bréfhirðing á Heiði og land- póstur flytur þaðan póst á efstu bæi Rangárvalla. Oft hef ég tekið eftir því á síðari árum, er ég hef átt leið þarna um í bíl, hversu allt öðruvísi maður ■ítur á landslagið, en þegar þarna var farið um á hestum fyrir tæpum 40 árum. Einn var sá bær, er mér varð oft starsýnt á, hand- an árinnar í Landsveit. í daglegu tali kölluðum við hann Helli, en vissum reyndar, að hann hét Hrólfs- staðahellir. Óljósa hugmynd hafði ég sem strák- hnokki um, að þaðan væri eitt af skáldum þjóðar- innar, en á þeim árum var ég ekki að eyða miklum tíma í slíkar bollaleggingar. Mér fannst miklu merki- legra hversu vel reistur og málaður bærinn var og skar sig fallega úr landslaginu. Húsið stóð efst í háum klappakambi, sem reis upp frá ánni og mikil rækt var í kring. Staðarlegt og fallegt heim að líta. Þó hefur maður aðeins hugmynd um Hrólfsstaða- helli, þegar heim sér austan ár. Sé komið vestan að, stendur húsið á sléttu hraunjaðarsins, sem hylur Landsveit nær alla, eitt hinna miklu Þjórsárhrauna. Það var svo ekki fyrr en undir fermingu, er ég fór að ganga til prestsins, að mér auðnaðist að kynnast því betur, hver þarna var upprunninn, og Guðmundur Guðmundsson. hvað hann hafði eftir sig látið. Það var séra Ragnar Ófeigsson í Fellsmúla, sem mig fermdi, og vorum við öll spurningabörnin nokkurn tíma á prestssetrinu eða í Skarði, meðan á spurningum stóð. Ég átti lengst að og bjó því hjá prestinum. Ræddum við margt saman þann tíma, þekktumst við vel áður, því hann brá aldrei þeim vana sínum, að húsvitja hvert heimili í sókninni árlega. Var séra Ragnar með afbrigðum Ijúfur maður og hvers manns hugljúfi. Var hann fyrst aðstoðarprestur hjá föður sínum, séra Ófeigi Vigfússyni og ráku þeir um langt árabil sam- an skóla fyrir ungmenni sveitarinnar á heimili sínu, þar sem þeir kenndu fólki allt til stúdentsprófs. Var þessi kennsla með slíkum ágætum, að margir sem höfðu fallið oftar en einu sinni í borginni, náðu prófi eftir að hafa átt vetursetu hjá þeim. Eitt af því, sem við séra Ragnar ræddum, heima [ Fellsmúla og áaöngu okkar upp að Skarði á morgn- um og heim að kvöldi, var skáldskapur. Tók hann þá að segja mér frá skáldinu frá Hrólfsstaðahelli. Þegar ég eitt sinn spurði hann, hvers konar maður þetta hefði eiginlega verið, Joví ekki fór á milli mála hve góður skáldskapur hans var, sagði séra Ragnar: „Hvernig heldur þú að sá maður sé er yrkir: Eitt hlýjubros, eitt ástúðleikans orð, eitt ylríkt handtak stundum meira vegur, en pyngja full og borin krás á borð og bikar veiga dýr og glæsilegur. 1

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.