Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1975, Blaðsíða 33

Æskan - 01.09.1975, Blaðsíða 33
Undur Hér verður sagt frá nokkrum ó- venjulegum heimsmetum. Indverski fakírinn Zjane Azzar lá nýlega 160 mínútur á naglaoddum i verslunarhúsi einu í Sydney í Ástralíu. Mike Shannon í San Jose í Kali- forníu, 60 ára gamall, lét nýlega grafa sig lifandi og lá 77 sólar- hringa í kistunni. Peter Schell í Munchen í Þýska- landi stóð ekki alls fyrir löngu 168 klukkustundir í steypibaði. Finnanum Yrjo Pentikainen tókst nýlega að halda glóðinni lifandi í ♦---------------------------------- reykjarpípu sinni í 253 mínútur og 28 sekúndur með tilstyrk einnar eldspýtu. Nýlega settu tveir Englendingar, Harvey Mattinson og Roger Dearna- ley, met í barnavagnaakstri. Þeir óku vagninum látlaust 151 km og 424 m á 24 klst. Tveir menn, Graham Bryant og Peter Hale, settu nýlega met í því að vega salt. Þeir vógu salt í 76 klst. samfleytt í Oxfam búðinni í Regentstræti í Lundúnum. Charles Hunter í Rochdale í Eng- landi vann nýlega það einstæða af- rek að tala 416 orð á mínútu. Arah Ann Henley, 24 ára gömul stúlka, stökk 18. maí 1885 niður af Cliftonbrúnni yfir Avonána, en það voru 76 m. Tekið var fram, að síði kjóllinn hennar og nærpilsið, sem hún var í, hefðu létt henni fallið líkt og fallhlíf gerir. Elsta heimsmet, sem mannkyns- sagan segir frá, mun vera það, að munkur einn, St. Daníel, dvaldist 33 ár og 3 mánuði uppi á steinsúlu í Sýríu. Munkur þessi lifði á árunum 409—493. Stærsti íþróttavöllur heimsins er Strahov íþróttavöllurinn í Prag. Hann var gerður árið 1934 vegna Sokol-mótsins mikla, sem um 40.- 000 íþróttamenn tóku þátt í. Völlur- inn rúmar 240.000 áhorfendur. Þróttmesta dráttarvél í heimi er K-205 Pacemaker með 1260 hest- afla vél. Hún vegur 145 lestir og er smíðuð af R. G. le Tourneau Inc. í Longview í Texas. -----------------------------------♦ PlPER PA-23-180. Hreyflar: Tveir 180 ha. Lycoming '360-A1D. Vænghaf: 11.35 m. Lengd: 8.88 m. Hæð: 2.90 ■ ^aengflötur: 19.25 m2. Farþegafjöldi 4. Áhöfn: 1. Tóma- ^n9d: 1.1335 kg. Hámarksflugtaksþyngd: 1.690 kg. ^ðfarmur: 290 kg. Farflughraði 335 km/t. Flugdrægi: •1°0 km. Þjónustuflughæð: 6.665 m. Aðrar athugasemdir: ®ronimo er endursmíðuð Apache af Seguin Aviation og a f- d. nefna endurbætta vængenda, lengra nef, aukinn r°farm og vandaðri innréttingu. 210 TF-1REH ISLANDER ^32JA). Fyrir skrásetningu (frá 18.8.—29.9.) hafði henni flogið hér með bandarískum skrásetningarstöfum. ^ ^kráð hér 29. sept. 1971 sem TF-REH, eign Vængja hf. nn var keypt af Skyway Rental & Service Corp., Virginia. verig & Jíún var smíðuð hjá Britten-Norman Ltd., Isle of Wight. a°númer: 19. 6).4')úni’ 1972 lést farþegi á leið að flugvélinni á Akranesi, ann gekk á aðra skrúfuna, sem snerist. rg espi flugvél var búin leitartæki vegna jarðfræðilegra h^.^^kna fyrir Dani, bæði á Grænlandi og svo Borgundar- 'oirrii. Lycr'tten'Norman Islander BN-2: Hreyflar: Tveir 260 ha. h| 0-540-E4B5. Vænghaf: 14.94 m. Lengd: 10.87 m. • 4-16 m. Vængflötur 30.2 m2. Farþegafjöldi: 8. Áhöfn: Ljósm.: Skúli Jón SigurSarson. 1—2. Tómaþyngd: 1.677 kg. Hámarksflugtaksþyngd: 2.720 kg. (2.854 kg.) Arðfarmur 620 kg. Farflughraði: 250 km/t. Hámarksflughraði: 335 km/t. Flugdrægi: 1.300 km. (1.700 km.) Hámarksflughæð: 4.940 m. Þjónustuflughæð: 4.450 m. 31

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.