Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1975, Blaðsíða 16

Æskan - 01.09.1975, Blaðsíða 16
Daginn eftir lögðu þau af stað til kofa Tarzans. Fjórir Wazirimenn báru líkið af Englendingnum. Það var ætlun Tarzans að jarða Clayton við hliðina á foreldrum sínum í skógarjaðrinum, skammt frá kofanum. Jane Porter þótti vænt um það. Og innst í hjarta sínu furðaði hana á þeirri einstöku prúðmennsku, er þessi dásamlegi maður sýndi, þótt hann hefði alist upp meðal villidýra. Þau voru komin hálfa leið til kofans, þegar Waziri- mennirnir stönsuðu allt í einu og bentu undrandi á ó- kunnan mann, sem nálgaðist þau eftir ströndinni. Hann var með silkihatta og gekk hægt, álútur, með hendur und- ir frakkalöfunum. Þegar Jane Porter sá hann, rak hún upp lágt gleðióp og hljóp á undan á móti manninum. Þegar gamli mað- urinn heyrði til hennar, leit hann upp, og er hann sá, hver þar var, sem kom til móts við hann, æpti hann líka feginsamlega. Þegar Porter prófessor vafði dóttur sína örmum, streymdu tárin niður hrukkótt andlitið, og hann gat um stund engu orði upp komið. Þegar hann svo sá Tarzan líka, veittist þeim erfitt að sannfæra hann um, að sorg hans hefði ekki gert hann ærðan, því að svo viss var hann um það, að apamaðurinn hefði drukknað af skipinu. „Ég skil þetta ekki,“ sagði Porter. „Thuran sagði okk- ur, að þú værir löngu dauður." „Er Thuran hjá ykkur?" spurði Tarzan. „Já, hann hitti okkur nýlega og fylgdi okkur til kofa þíns. Við héldum til rétt fyrir norðan hann. Það held ég að Thuran verði glaður, þegar hann sér ykkur." „Og hissa,“ tautaði Tarzan. Rétt á eftir kom þessi skrítni hópin: að rjóðrinu hjá kofanum. Þar var margt manna á ferð og flugi, og meðal þeirra fyrstu, sem Tarzan þekkti, var d’Arnot. „Paul!“ kallaði hann, „Hvern grefilinn ertu að gera hér? Eða erum við öll vitskert?” Á þessu fékkst þó brátt skýring eins og mörgu fleiru. Skip d’Arnots hafði verið á sveimi fram með ströndinni, þegar það eftir áeggjun hans varpaði akkerum á víkinni. Hann og ýmsir fleiri af foringjunum og hásetum skipsins höfðu tveim árum áður ratað hér í ævintýri sem fyrr er frá sagt. Þegar þeir stigu á land rákust þeir á hóp Tenn ingtqns, og var nú verið aðundirbúa það, að skip1 flytti hann aftur til menningarinnar. ^ Hazel Strong og móðir hennar, Esmeralda og Samu T. Philander urðu frá sér numin af fögnuði yfir þvl’ a Jane var heimt úr helju. Þeim fannst sem kraftaver hefði bjargað henni, og álitið var, að Tarzan apabróðir hefði átt ekki lítinn þátt í þvf. Þau hlóðu lofi og dáun á Tarzan, þangað til hann óskaði sér inn í aPa rjóðrið aftur. Wazirimenn hans voru skoðaðir í krók og kring °& leystir út með alls konar gjöfum af vinum konungs sín^ en þegar þeir heyrðu, að hann ætlaði að sigla burtu stóra eintrjáningnum, sem lá úti á læginu, urðu þelf mjög hryggir. Ennþá höfðu komumenn ekki séð þá Thuran og Ten ington. Þeir höfðu farið á veiðar um morguninn. „Hann verður hissa, maðurinn, sem þú segir að helU Rokoff, þegar hann sér þig,“ sagði Jane við Tarzan- „Það verður skammvinn undrun,” svaraði apan>aður inn grimmilega, og hljómurinn í röddinni kom hennl til að líta upp. Það, sem hún las f svip hans, staðfest ótta hennar, því hún lagði höndina á handlegg hans °S bað hann að afhenda frönskum yfirvöldum Rússann- „í þykkni skógarins,” mælti hún, „þar sem þu 8etU.. ekki náð rétti þínum, nema með vöðvastyrk þínum, mu° þér leyfast að láta manninn sæta ábyrgð eins og hann skilið, en það væri morð að drepa hann, þegar þu 8' etur sig náð til yfirvalda. Jafnvel vinir þínir yrðu að sætta við fangelsun þína, eða ef þú streittist á móti, munul aftur gera okkur ógæfusöm. Ég þoli ekki að missa P aftur, Tarzan minn. Lofaðu mér því, að þú skulir auCl^ afhenda Dufrane skipstjóra hann, og láttu lögin úrslitin — dýrið er ekki þess virði, að við hættum 8^ okkar hans vegna.” , • Hann fann hyggindi í beiðni hennar og lofaði. Ha stundu síðar komu þeir Tennington og Rokoff frain ^ skóginum. Þeir gengu samsíða. Tennington varð fyrrl^_ að sjá gestina í búðunum. Hann sá svarta hermenn an um hermennina af skipinu, og tröllvaxinn, hru mann á tali við d’Arnot og Dufrane skipstjóra. 14 eaa

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.