Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1975, Blaðsíða 17

Æskan - 01.09.1975, Blaðsíða 17
 ..Hver skyldi sá vera?“ sagði Tennington við Rokoff. ^egar augu Rússans mættu gráum augum apamannsins, riðaði hann og fölnaði. »t>jöfullinn!“ hrópaði hann, og áður en Tennington áttaði sig á, hver ætlun hans var, hafði Rússinn miðað byssu sinni beint á brjóst Tarzans og hleypt af. En Eng- 'endingurinn var fast hjá — svo nærri, að hönd hans Sriart hlaupið broti úr sekúndu áður en perlan sprakk, °g kúlan, sem ætluð var hjarta Tarzans, þaut skaðlaus yfir höfuð hans. Aður en Rússinn gat skotið áftur, hafði Tarzan stokk- á hann og þrifið af honum byssuna. Dufrane skipstjóri, ^Arnot og nokkrir sjómenn höfðu hlaupið til við skot- og nú afhenti Tarzan þeim þegjandi Rússann. Hann 'ar búinn að skýra Frökkunum frá málavöxtum, og' gaf f°ringinn jafnskjótt skipun um að færa Rokoff í fjötra °§ Oytja hann á skipsfjöl. Rétt áður en farið var með fangann út í bátinn, bað arzan leyfis að mega leita á honum, og sér til mikillar fann hann stolnu skjölin á honum. Skotið hafði lokkað Jane Porter og þau hin út úr °fanum, og þegar uppþotið var búið, heilsaði hún Tenn- lrigton, sem ekki varð lítið hissa. Tarzan kom til þeirra, er hann hafði tekið skjölin af Rokoff, og er hann nálg- a®‘st, kynnti Jane hann fyrir Tennington lávarði. »John Clayton, lávarður af Greystoke," sagði hún. hnglendingurinn var sýnilega hissa, þó hann reyndi að '<ra kurteis, og þau Jane Porter og d’Arnot þurftu oft ^ Segja söguna af Tarzan, áður en þau gátu sannfært ennington um, að þau væru ekki orðin geggjuð. ^ Við sólarlag jörðuðu þau William Cecil Clayton við ^ _ na á ættingjum hans, foreldrum Tarzans. Og eftir e*ðni Tarzans var þremur fallbyssuskotum skotið yfir ^bf „ágætismanns, sem tók hugrakkur dauða sínum." fJorter prófessor, sem á yngri árum hafði tekið prest- 'jgslu, framkvæmdi athöfnina. Umhverfis gröfina stóð e‘nkennilegt samsafn af fólki. Franskir herforingjar og 'Jðliðar, Ameríkumenn, tveir enskir lávarðar og hópur ^ afrískum villimönnum. för Efti lr greftrunina bað Tarzan Dufrane að fresta burt- , skipsins um nokkra daga, meðan hann færi eftir „dóti“ ltlU’ °g fékkst það. Seint næsta dag kom Tarzan og Wazirimenn hans með S[n klyfjarnar af „dóti“ hans. Þegar hópurinn sá gull- ^gfrnar, ætlaði hann að kæfa Tarzan í spurningum. hann var þögull sem gröfin — hann neitaði að gefa j_|Uar minnstu upplýsingar um, hvar fjársjóðurinn væri ^ lnn. „Þúsund stangir eru eftir,“ sagði hann, „fyrir , Verja eina, er ég flyt með mér, og þegar þessar eru búnar, arf ég að sækja meira." Tatzaft Daginn eftir kom hann með það, sem eftir var af gullinu, og þegar það hafði verið flutt á skipsfjöl, sagði Dufrane, að sér fyndist hann vera skipstjóri á spænskri galeiðu, er flytti gull frá hinum auðugu borgum Aztek- anna. „Ég veit ekki, hvenær skipshöfnin tekur hausinn af mér og leggur skipið undir sig,“ bætti hann við. Morguninn eftir, þegar þau ætluðu að stíga á skips- fjöl, ræddi Tarzan við Jane Porter. „Það er álitið, að villdýr séu ekki tilfinninganæm," sagði hann, „en ég vildi samt helst giftast í kofanum þar sem ég fæddist, hjá gröfum foreldra minna og um- kringdur af skóginum, sem ætíð hefur verið heimkynni mitt.“ „Væri það viðeigandi, ástin mín?“ spurði hún. „Því ef svo er, kýs ég engan stað fremur til þess að ganga á hönd skógarguði mínum, en einmitt í skuggum skógar hans.“ Og þegar þau spurðu hin að því, spgðu þau það við- eigandi vera og bættu því við, að það væri ekki ó- viðeigandi endir á ævintýrinu. Hópurinn safnaðist því saman í kofanum og utan dyra til þess að vera viðstaddur aðra athöfnina, sem Porter prófessor framkvæmdi á þrem- ur dögum. d’Arnot átti að vera svaramaður og Hazel Strong brúðar- mær. En þá umturnaði Tennington lávarður öllu sam- an með einni af sínum ljósu „hugmyndum." „Ef ungfrú Strong samþykkir," sagði hann og tók i hönd brúðarmærinnar, „þá höldum við Hazel, að það væri smellið að hafa þetta tvöfalda hjónavígslu." Daginn efdr var lagt af stað, og þegar herskipið seig frá landi og stefndi til hafs, hallaði stór maður í hvítum flónelsfötum sér fram á öldustokkinn. Við hlið hans stóð ung og falleg stúlka. Þau horfðu til strandarinnar. Á henni dönsuðu tuttugu svartir hermenn. Þeir veifuðu spjótum sínum yfir höfðum sér og æptu kveðjuorð dl konungs síns, er var 'á förum. „Ég gæti ekki hugsað til þess að líta nú frumskóginn augum í síðasta sinn, ásdn mín,“ sagði hann, „ef ekki væri vegna þess að ég er á leið með þér til nýs gæfuheims," og Tarzan apabróðir laut ofan að konu sinni og kyssti hana á munninn. (Framh.) 15

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.