Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1975, Blaðsíða 14

Æskan - 01.09.1975, Blaðsíða 14
SMALADRENGURINN Út um græna grundu gakktu hjörðin mín; yndi vorsins undu, ég skal gæta þín. Sól og vor ég syng um, snerti gleðistreng; leikið, lömb, í kringum lítinn smaladreng. Steingrímur Thorsteinsson. inu sinni leitaði smali kinda, er hann sakn- aði við hýsingu á vetrarkvöldi, í dimmu og illviðri. En af því að hann var atgerfismaður og rösk- ur vel, þá heldur hann áfram leitinni, uns hann vill- ist. Verður þá fyrir honum dalur, sem hann þekkir eigi. Og litlu síðar heyrir hann hljóðfæraslátt, dans- þyt og læti mikil. Hann gengur á hljóðið og kemur þá að mörgum húsum og einu sérlega vönduðu og fögru. Var þar inni stiginn dansinn og slegið hljóð- færið óvenjulega vel. Hann hugsar með sér, að þótt hann sé þreyttur og illa klæddur, þá verði hann að forvitnast betur um þetta og leita þar náttbóls. Hann gengur þá inn í anddyrið og stansar þar. En innar af var dansglaumurinn. Eftir örlitla stund kemur fram til hans stúlka svo skrautbúin og fögur sýnum, að hann hefur engan hennar líka séð. Fannst honum allar aðrar sem fölski hjá þessari. Hún heilsaði hon- um glaðlega og tekur í hönd hans og segir: „Þú skalt fylgja mér inn I danssalinn, heldur en standa hér einn.“ Hann svarar, að hann sé eigi við því búinn, lú- inn og illa til fara, að vera með heldra fólki, sem hér muni vera. Hún svarar: „Hér er ekki það fólk, sem gerir gys að þér eða öðrum fyrir það.“ Hann var hrifinn af fegurð stúlku þessarar og fram- komu hennar, alúð og lltillæti, og segir að hún skuli ráða þessu. Leiðir hún hann þá inn í danssalinn- Var þar allt á flugferð og mikill mannfjöldi. Þau stöns- uðu frammi við dyrnar. Hann virðir nú fólkið fyrir sér. Þykist hann hvergi komið hafa, að hann hafi séð jafnfagurt, góðlegt, vel búið og siðað fólk, sem þar var. En þó bar stúlkan, sem leiddi hann inn, af öIIli að fegurð og kurteisi sem gull af eiri. Og það sá hann fljótt, að allir þar virtu hana sem drottningu og sýndu henni hlýjan hug. Allir litu vingjarnlega og bróðurlega til hans. Hann var nú nærri utan við sig af áhrifum stúlkunnar við hlið sér, hinu fagra fóiki, töfrandi sönghljómi og kveðandi hljóðfærisins og dansinum. Það fann hann fljótt, að þótt hann væri eigi vel vanur dansmaður, þá langaði hann til þess að vera með í hinum fríða hópi. Og af því að hann þóttist sjá, að þarna yrði ekki tekið til þess, þótt hann væri verr klæddur en aðrir, og hann væri kom- inn þarna meðal huldufólks af betra tagi. Hann herð- ir upp hugann allt í einu, snýst að stúlkunni fögru og kvað vísu þessa: „Má ég ekki, drottning dýra, dansinum hérna með þér stýra? Má ég ei við mund þér, hýra meyjan, dansa til og frá? Hvar mun fegra fólk að sjá? — Leyfðu mér þá skemmtan skýra í skara þinna röðum. Huldufólks og hérna bý í stöðum." „Því ertu nú hér kominn,“ segir fríða stúlkan, það er ekki á móti mínum vilja, og skal því veita Þ^r þessa ánægju." Tók hún þá í hönd hans og sveifluðu þau sér inh í danshópinn og liðu áfram hring eftir hring, töfruo af ánægju, uns leiknum var hætt. Þá tók stúlka11 12

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.