Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1975, Blaðsíða 35

Æskan - 01.09.1975, Blaðsíða 35
 Leo Sayer. hans. Hljómsveitina skipa: Dave Rose hljómborð, John Lingwood trommur, Frank Farrel bassi og Huw Lloyd g!tar. Leo er mjög ánægður með þessa nýju ^eðlimi og bindur miklar vonir við þá. Hann hefur sýnt fram á það með útgáfu nýjustu Plötu si'nnar sem ber nafnið „Just a boy“, að gagn- rýnendur eru ekki alltaf sannspáir, en þeir höfðu sPáð því að Leo gæti aldrei gefið út eins frábæra Plötu og „Silverbird“-plötuna. Platan „Just a boy“ 9efur „Silverbird" hvergi eftir hvað snertir tónlist og gæði. FUGL byggir sína eigin Utungunarvél I Ástralíu lifir fugl einn, sem hefur yfir þeim vís- öómi að ráða, að hann byggir sína eigin útungunar- vél. Það fer þannig fram: Þegar varptími kemur, færir karlfuglinn að efni úr sandi og jurtaleifum. Úr þessu gerir hann bing nokk- Urn, aldrei hærri en 1 metra. Síðan segir hann við kvenfuglinn: Gerðu svo vel! Og hún verpir eggjum s'num í holu I bingnum. Þegar bingurinn fer að gerja, eins og hey gerir, þá myndast notalegur klakhiti. Og ^ennan hita mælir kvenfuglinn með nefinu og tung- ynni. Verði varminn of mikill, þynnir hún veggi bings- lns> verði aftur of kalt, bætir hún meira í veggina. Ritchle Blackmore. Ritchie Blackmore núverandi gítarleikari í Deep Purple var aðeins sextán ára þegar hann komst að þeirri niðurstöðu að hann langaði til að gera gítar- leik að atvinnu sinni. Hann byrjaði þá í nokkrum bílskúrsgrúppum. En fljótlega fór að bera meira á honum er hann fór að spila sem aðstoðarhljóðfæra- leikari við hljóðupptökur hjá mönnum eins og Töm Jones. Honum þótti lítið líf í að vera aðstoðarhljóðfæra- leikari, þar sem hann varð að spila eftir nótum sem hann hafði ekki samið og mátti ekki leika neina vitlausa nótu. í rauninni líkar honum best við lífið þegar hann spilar á hljómleikum og getur gert þær kúnstir sem hann vill, en þarf ekki alltaf að passa að gera ekki einhvern feil í spilinu sem einhver tek- ur eftir. Hin nýja liðskipan og tónlistaráform þeirra sem nú eru í Deep Purple eru honum mjög að skapi. Hljómsveitin virðist vera mitt á milli popp og blues í tónlistarstefnu sinni, og er kallað heavy rock. Hann telur sig og D. P. með þeim bestu í þessari tón- listarstefnu, sem má örugglega fullyrða að rétt sé. Hann nýtur þess sem hann er að gera, þó að hann hefði ekkert á móti því að hafa meira frelsi. Áform hans fyrir framt.ðina eru nokkuð á reiki en helst dettur honum í hug að farast í flugslysi, þá yrði framkvæmdastjórinn að minnsta kosti ánægður (því að eins og við höfum séð fara plötur popp- stjarnanna verulega að seljast eftir andlát þeirra). 33

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.