Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1975, Blaðsíða 47

Æskan - 01.09.1975, Blaðsíða 47
i t ;fe. v ’■ ■ Flugbátur Flugfélags (slands, TF-ISP fór þrjár ferSir til útianda sumariS 1945 og flutti samtals 56 farþega og póst milli landa. Hér er þessi fyrsta „millilandaflugvél“ Sslendinga í erlendri flugbátahöfn. Enda þótt 30 ár séu séu stuttur kafli ( lífi þjóðar, er það þó ærinn tími í þróunarsögu flugsins. Nú á 30 ára afmæli millilandaflugs okkar íslendinga næg- lr að þera saman farkost, sem nýttur var til fyrstu !llJgferðar frá íslandi með farþega, Katalina-flugvél- lea TF-ISP og þotur íslensku f’lugfélaganna, Flug- f®lags íslands og Loftleiða. Fyrsta ferðin frá Reykja- vfk til Largs, hinn 11. júlí 1945, tók 6 klukkustundir. tekur flug þessa leið rúma eina og hálfa klukku- stand. Og áfram heldur þróunin í flugtækni. Innan skamms verða hljóðhverfar þotur í flugi yfir heims- nöfin. Þá verður hægt að ferðast til baka í tímanum. annig getur viljað til, að sá sem leggur upp í ferð 1 da9, komi á ákvörðunarstað í gær! . Nú þegar 30 ár eru liðin frá upphafi millilandaflugs sl®ndinga, eiga eflaust margir erfitt með að setja Sl9 í spor þeirra, sem stóðu að fyrsta millilandaflug- lnu- Heimsstyrjöldin síðari stóð enn, þótt vopnahlé ^ri komið á I Evrópu. Allar samgöngur milli landa utu lögmáli stríðsins. Á þetta ráku þeir sig, Örn Ó. °nnson og samstarfsmenn hans hjá Flugfélagi ís- nds, er þeir hófu undirbúning fyrsta millilanda- u9sins í ársbyrjun 1945. Eftir að breska stjórnin leyfði tilraunaflug frá íslandi til Skotlands, varð að svara mörgum og flóknum spurningum um áhöfn, farþega og væntanlegan farkost. Það var skilyrði, að Bretar yrðu með í áhöfn flugvélarinnar. Flugfélag íslands hafði haustið áður keypt flugbát af banda- ríska flughernum. Sá hlaut einkennisstafina TF-ISP. Þessi flugvél var innréttuð í Reykjavík með sætum fyrir 22 farþega. Máltækið segir, að oft isé mjór mikils vísir. Segja má, að það hafi sannast á flugmálum okkar íslend- inga. Sá þáttur í samgöngusögu þjóðarinnar, sem hófst 11. júlí 1945, hefur vaxið og dafnað örar en nokkurn gat grunað. Samtímis hófst einnig annar þáttur og ekki ómerkari: nýr þáttur í atvinnusögu landsmanna. Nú starfa hátt á annað þúsund manna við flugið og þar að auki er fjöldi fólks tengdur því að einhverju leyti. Gjaldeyristekjur af starfsemi (s- lensku áætlunarflugfélaganna nema á síðari árum miklum fjárhæðum og síðast en ekki síst hefur milli- landaflug íslensku flugfélaganna tryggt okkur íslend- ingum forræði í samgöngumálum landsins við um- heiminn. 45

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.