Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1975, Blaðsíða 11

Æskan - 01.09.1975, Blaðsíða 11
Æ, já. Það var eyðilegt og tómlegt fyrir Tim að Vera ein með Önnu og Kát og sjálfri sér. Þegar hún ^°ni heim, borðaði hún miðdegismatinn í eldhúsinu ^eð Önnu og sagði henni frá atburðum dagsins. ^eðan Anna þvoði upp og hitaði kaffi, skrapp hún út með Kát. Síðan hlustuðu þær á útvarpið eða Tim á slaghörpuna og raulaði undir. Stundum lagði ^nna spil fyrir hana. Oft skrapp hún aftur út með ^at> og svo var kominn háttatími. Heldur var það tilbreytingarlítið. Einu sinni í hverri V|ku leyfði hún sér að fara í bíó, það var regla. Og ^Un bauð Önnu með sér. Það var of dýrt að fara oftar. »Þú lifir eins og nunna í klaustri," sagði Anna 6|nn daginn og var gröm. ,,Þeir, sem eru ungir, eiga að skvetta sér upp og vera með jafnöldrum sínum. ^inhvern hlýturðu að geta fundið, sem þú getur haft 9aman af að vera ineð, eða ertu orðin svona stór UPP á þig?“ »Mikil ósköp, ég skal svei mér ekki vera þér til 'e'ðinda. Ég ætlaði líka hvort sem var að fara út með Og þú skalt ekki vera hrædd um mig, þó að e9 verði nokkuð lengi, það getur verið, að ég fari lnn í borgina." Tim hreytti þessu út úr sér og bjó S|9 í snatri og þaut út með hundinn eins og hvirfil- oyiur. -Ja, þessi ást,“ sagði Anna upphátt, þegar hún Var orðin ein. „Það er aumi ófögnuðurinn. Ekkert hefst af henni annað en vandræði og volæði. Það er svo sem ekki um auðugan garð að gresja í ver- 0|dinni, ef á að finna sæmilegan karlmann, en varla er þó slíkt hallæri, að systurnar þurfi endilega að e9gja báðar hug á sama manninn. Og Tim hefði ar®iðanlega nægt einn, hún var nú þannig gerð, nogsaði Anna. Bara að hún talaði um þetta. En það Var nú rétt svo. Steinþagði. Og nú minntist hún a^rei á leikaragrillurnar sínar. Aldrei sagði hún fram Kv®ði eða neitt annað. Þetta var þvættingur, að nokk- u® væri niðrandi í því að vera leikari, eins og talið Var í ungdæmi Önnu. Nú vissi hún, að það kostaði [b'kla vinnu og ærlegt erfiði að ná leikni í þeirri list. as hafði hún frá þjónustustúlkunni hjá hjónunum, sem bæði voru leikarar og bjuggu í stóra húsinu r°tt hjá járnbrautarstöðinni. Anna hafði séð með eigin augum, hve leikkonan arst á í klæðnaði, og hún hjálpaði til við störfin bæði í eldhúsinu og garðinum, þó að hún léki á hverju kvöldi langt fram á nótt og væri oft á æfingum á daginn. Og nú fannst Önnu rangt, að Tim skyldi ekki fá að gera eina tilraun að minnsta kosti. Hver heiðarleg atvinna var jafngóð annarri, ef hægt var að lifa af henni. Þegar Tim kom út, var hiiðið opið, og áður en Tim náði í Kát til þess að festa tauminn á hann, var hann þotinn út í buskann. Hún heyrði hann gjamma af mestu kátínu langt í burtu, og hún tók til fótanna og hljóp til að reyna ná í hann. Auðvitað hafði hann þefað upp einhvern annan hund, hugsaði hún með sér. Bara að þeir lendi nú ekki í áflogum. Það var sleipt á veginum, því að asahláka hafði gengið í tvo daga og fryst á eftir, og þegar Tim hafði hlaupið og skrik- að á hlákunni í einn stundarfjórðung, kom hún auga á Kát og annan hund og þeir léku sér af mestu hunda- kæti. Þeir þefuðu af hvorum öðrum í krók og kring og ráku upp bofs og tóku svo viðbragð og hentust í stóra hringi hvor í kringum annan til skiptis. „Káturl" hrópaði Tim, því nú sá hún stóran hund, erkióvin Káts, koma skokkandi álengdar. Eftir að fundum þeirra bar síðast saman, varð Tim að fara með Kát til dýralæknis til þess að láta sauma sam- an skrámurnar á honum. En Kátur lét sem hann sæi ekki né heyrði húsmóður sína. Og því miður sá hann ekki heldur óvininn á næstu grösum. Hvaða fífl gat átt þennan hund, sem Kátur var svona vitlaus eftir, að hann gegndi henni ekki? Tim var alveg örvilnuð. En í sömu svifum kom ungur maður hlaupandi á næstu krossgötum og tókst að grípa órabelgina sinn í hvora hendi, en Tim reiddi hundasvipuna, sem hún var með, og rak stóra varg- inn á flótta, þó að hann urraði og reisti kambinn. „Það var fallega gert af yður að hjálpa mér. Það var þessi hundskratti, sem æsti hvolpinn svo, að hann gegndi mér ekki. Ég veit ekki, hvað fífl það er, sem á hann og lætur hann flækjast svona um göturnar í reiðuleysi." Hún laut niður og festi taum- inn í hálsbandið á Kát, á meðan hún rausaði þetta. „Ég ætlaði rétt aðeins að lofa Lóló að viðra sig, en hún stalst frá mér. Hún er alveg galin eftir Kát, og ég held, að þau séu bálskotin hvort í öðru, þó að kunningsskapurinn sé ekki orðinn langur,“ sagði hann. (Framh.) 9

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.