Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1975, Blaðsíða 8

Æskan - 01.09.1975, Blaðsíða 8
Bardagi við Rangá. „Kolur féll þá dauðr niðr. En er þetta sér Egill, faðir hans, hleypr hann at Gunnari, ok höggur til hans. Gunnarr leggr i móti atgeirnum, ok kom á Egil miðjan. Gunnarr vegur hann upp á atgeirinum ok kastar honum út á Rangá.“ Njáls saga. Skammkel og vegur hann upp og kastar honum í leirgötuna að höfðinu. Auðúlfur austmaður þreif upp spjót og skaut að Gunnari. Gunnar tók á lofti spjót- ið og skaut aftur þegar, og fló í gegnum skjöldinn og austmanninn og niður í völlinn. Otkell heggur með sverði til Gunnars og stefnir á fótinn fyrir neð- an hné. Gunnar hljóp í loft upp, og missir Otkell hans. Gunnar ieggur atgeirnum til hans og í gegn- um hann. Þá kemur Kolskeggur að og hleypur þeg- ar að Hallkatli og heggur hann banahögg með sax- inu. Þar vega þeir þá átta. Kona hljóp heim, er sá, og sagði Merði og bað hann skilja þá. „Þeir einir munu vera,“ segir hann, „að ég hirði aldrei, þó að drepist." „Eigi munt þú það vilja mæla,“ segir hún, „þar mun vera Gunnar frændi þinn og Otkell vinur þinn.“ „Klifar þú nokkuð jafnan, mannfýlan þin,“ segir hann, og lá inni, meðan þeir börðust. Gunnar reið heim og Kolskeggur eftir verk þessi, og riða þeir hart upp eftir eyrunum og stökk Gunn- ar af baki og kom standandi niður. Kolskeggur mælti: „Hart ríður þú nú, frændi." Gunnar mælti: „Það lagði Skammkell mér til orðs, er ég mælti svo: ,þér ríðið á mig ofan‘.“ „Hefnt hefur þú nú þess,“ segir Kolskeggur. „Hvað ég veit,“ segir Gunnar, „hvort ég mun því óvaskari maður en aðrir menn, sem mér þykir meira fyrir en öðrum mönnum að vega menn.“ Heilræði Njáls Nú spyrjast tíðindin, og mæltu það margir, að eigi þætti þetta fyrr fram koma en líklegt var. Gunn- ar reið til Bergþórshvols og sagði Njáli verk þessi. Njáll mælti: „Mikið hefur þú að gert og hefur þú verið mjög að þreyttur.“ „Hversu mun nú ganga siðan?“ segir Gunnar. „Vilt þú, að ég segi þér það,“ segir Njáll, „er eigi er fram komið? Þú munt ríða til þings og munt þú njóta við ráða minna og fá af þessu máli hina mestu sæmd. Mun þetta upphaf vfgaferla þinna.“ „Ráð þú mér heilræði nokkur," segir Gunnar. „Ég skal það gera,“ segir Njáli: „Veg þú aldrei meir i hinn sama knérunn1) en um sinn og rjúf aldrei sætt þá, er góðir menn gera meðal þln og ann- arra, og þó síst á þvi máli.“ Gunnar mælti: „Öðrum ætlaði ég að það skyldi hættara en mér.“ „Svo mun vera,“ segir Njáll, „en þó skalt þú svo um þitt mál hugsa, ef þetta ber saman, að þá munt þú skammt eiga ólifað, en ella munt þú verða gam- all maður.“ Gunnar mælti: „Veist þú, hvað þér mun verða að bana?“ „Veit ég,“ segir Njáll. „Hvað?“ segir Gunnar. „Það sem allir munu síst ætla,“ segir Njáll. Síðan hvarf Gunnar heim. Maður var sendur Gissuri hvíta og Geiri goða, því að þeir áttu eftir Otkel að mæla. Málalyktir Þær urðu málalyktir eftir um sumarið á alþingi með ráði hinna vitrustu manna, að máiin voru öll lagin í gerð. Skyldu gera um sex menn. Var þá þeð' ar gert um málið. Var það gert, að Skammkell skyldi ógildur. En manngjöld skyldu vera jöfn og spora- höggin. En bætt voru önnur vígin, sem vert þótti, og gáfu frændur Gunnars fé til, að þegar voru baett upp öll vígin þar á þinginu. Gengu þeir þá til og veittu Gunnari tryggðir, Geir goði og Gissur hvíti. Reið Gunnar heim af þingi og þakkaði rnönnum x) knérunnur = beinn ættleggur.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.