Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1975, Blaðsíða 21

Æskan - 01.09.1975, Blaðsíða 21
abral fæddist í Belmonte í Portúgal árið 1467 eða 1468 og lést sennilega 1520. Þegar Vasco da Gama hafði fundið sjóleiðina til Indlands þurftu Portúgalir að tryggja þessa ómetan- legu verslunarleið. Portúgalsstjórn ákvað að senda flota með þrettán skipum og 1200 mönnum til að stofna verslunarstaði. Einnig hugsuðu Portúgalir sér að kristna múhameðstrúarmenn og Indverja. Það var því ákveðið, að á flotanum væru nokkrir prestar og munkar, svo hægt væri að fræða og skíra væntan- lega trúskiptinga. Vasco da Gama var boðin stjórn leiðangursins, en hann gat ekki né vildi taka stjórnina að sér. Pedro Alvares Cabral var því útnefndur flotafor- Ingi þann. 9. mars í Lissabon árið 1500 og stjórnaði hann ferðinni. Með Cabral fór heimsfrægur landkönnuður og sjó- maður, Bartholomeo Diaz, og var hann skipherra á einu skipinu. Leiðangurinn var vel útbúinn að öllu leyti og tók Cabral með sér miklar og dýrar gjafir til að gefa furstanum yfir Kalkútta á Indlandi. Flotinn lagði nú af stað en villtist og komst til Brasilíu, og var landið nefnt Terra de Brazil. Brazil er tré, sem sterkt litarefni er unnið úr og er það mjög dýrmætt. Þannig fékk landið nafn af þessu litunar- tré. Cabral dvaldi tíu daga þarna í Vesturheimi. Hann var á stað, sem hann hélt að væri eyja og kallaði Hsa da Vera Cruz. Cabral helgaði allt landið kon- ungi Portúgala. Þessir landkönnuðir á miðöldum tóku öll lönd til eignar fyrir konunga sína og alveg eins, þótt þeir vissu að löndin væru albyggð. Þetta þótti flestum rétt á miðöldum og páfinn lagði blessun sína yfir þetta fyrirfram. Cabral lagði svo í haf með flota sinn áleiðis til Indlands. Hann hreppti mikla storma og nokkur skip hans fórust með allri áhöfn og þar á meðal skip Bartholomeos Diazar. Cabral lauk ferð sinni og hlóð skip sín kryddi í Indlandi. Kryddið var svo dýrt, þegar heim kom til Evrópu, að einn skipsfarmur borgaði alla ferðina. Cabral komst heim með sex skip og voru það ærin auðæfi. Menn þessir lögðu mikið á sig, og oft kom ekki aftur nema helmingur þeirra, sem af stað fóru, og stundum örfáir menn. Flestir þessara manna fóru til að eignast auðæfi og margir gátu lifað eins og kóngar eftir vel heppnaða ferð. Það þótti ekki eftir- sóknarvert að temja sér iðni, nýtni og sparsemi, held- ur var lofsvert að afla mikils og eyða miklu. Cabral varð ekki heimsfrægur fyrir að fara versl- unarferð til Indlands, heldur varð hann heimsfrægur fyrir að villast og finna Brasilíu. Fyrir það fékk hann aðalstign og hét upp frá því Don Pedro Alvares Ca- bral. Eftir þessa ferð eignuðust Portúgalir Brasilíu og portúgalska er töluð þar enn I dag. ÞorvarSur Magnússon. Nútlminn meS tækni sina og hraSa hvetur alla hugsandi menn hl bindindis á áfenga drykki. Dr. G. Brandes. * Áfengið Heili manns, sem neytir áfengis, getur aldrei veriS vökull og örugg- ur. Henry Ford. * 19

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.