Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1975, Blaðsíða 45

Æskan - 01.09.1975, Blaðsíða 45
í fjallahlíð, rétt við „Dauðadalinn ' Kaliforníu, vex hnútótt og kræklótt broddfura, kölluð Metúsalem, enda te,ja vísindamenn hana 4600 ára 9amla. Hún hefur verið 1600 ára á dögum Davíðs og Golíats. Önnur öroddfura, sem felld var árið 1964, reyndist ennþá eldri, þ. e. 4900 ára. I^un hún vera elsta lifandi vera á lörðinni. [ Hallormsstaðaskógi vaxa nokkrar 6—8 m háar broddfurur. ^Ve gamlar skyldu þær verða hér á íslandi? Kannski geta risafur- Ur náð álíka háum aldri og brodd- furan, og í eyðimerkurjaðri Sahara 9anga sögur um ótrúlega gömul ^prisviðartré. í Evrópu verður eik- 'n elst trjáa. Hinn hái aldur trjáa á sör sínar orsakir. Aðeins lítill hluti ðamals trés er lifandi, það er ystu rótarangar með hin örsmáu rótar- ^ár, sem sjúga vatn með uppleyst- Ufn næringarefnum úr jörðinni; enn- fremur brum> blöð og nokkrir frumu- ^ópar í berkinum og yst í viðnum •— INGÓLFUR DAVÍÐSSON: og svo auðvitað vaxtarlagið, en það er þunnt og liggur undir berkinum utan um viðinn. Frumurnar í vaxtar- laginu endurnýjast stöðugt og mynda börk á ytri hlið sinni og við- arlag innan við sig utan á gamla viðinn. Gamli viðurinn innan við nýja lagið hættir smám saman að starfa og deyr, en er trénu áfram til styrktar. — Blöð lauftrjáa falla á haustin, barrnálar smá falla, fáar í einu, ræturnar vaxa lengra og lengra, en rótarhárin falla af gömlu rótunum. Þannig endurnýjast allt tréð smám saman. Börkurinn er vörn og einangrun. Fáar lífverur vinna verulega á trjánum, nema helst maðurinn og búfé hans. Skor- dýr gera og tímabundinn usla. Ýmis efni í mörgum trjám, t. d. olívur, gúmmí og viðarkvoða, veita nokkra vörn gegn sveppum, gerlum og skordýrum. Mölur sækir varla í eini- ber, vegna ilmolíunnar f þeim. Talið er að fyrstu „trjáverur" hafi lifað fyrir um 400 milljónum ára; þær voru blaðlausar með grænum berki. Þá svifu engir fuglar um loftið, né skordýr, og fá eða engin blóm uxu á grýttri jörðinni. Næstu 50 milljón árin þróuðust hin nöktu frumtré og urðu 10—12 m há og mynduðu að lokum skóga. Stein- runnar leifar slíkra skóga hafa kom- ið í Ijós við uppgröft í New York ríki. Trén virðast hafa vaxið í fenj- um, og lágu ræturnar lárétt út, lík- lega meðfram til stuðnings. Þetta voru gráplöntur eins og burknar og elftingar vorra daga. •— Síðar uxu hinir miklu skógar kolatímabilsins í heitu og röku loftslagi. Hugsið ykk- ur burkna, jafna og elftingar, orðn- ar að stórtrjám; það gefur hugmynd um „kolaskógana". Seinna komu fram tré, sem báru fræ, fyrirrennar- ar risafuru o. fl. furutegunda, fenja- kýpristré o. II., og tóku smám sam- an að lifa á þurru landi. Lauftrén komu fram á sjónarsviðið milljónum ára síðar. — í barri eru sýrur, sem tefja rotnun, en lauf rotnar fljótt og myndar mold. Skordýrin komu til sögunnar og tóku að fræva blóm. 50—60 milljónum ára fyrir sögu mannkynsins uxu miklir laufskógar á jörðinni. Þá þróuðust skordýr, fuglar, ormar o. fl. og loks spendýr- in. „Þú ert háfættur maður minn, manstu að apinn er frændi þinn?“ Erfa skordýrin landið? Jón og Ólafur eiga að keyra vöruhlass út í sveit. Ferðin hefur hingað til gengið vel. Þeir njóta góða veðursins og færðin er ágæt. En allt í einu skeður eitthvað. Ólafur, sem situr við stýrið, stöðvar bílinn og þeir félagar stara á skilti, sem stendur beint fyrir framan þá. 7,5 t. stendur á skiltinu. Það þýðir, að litla brúin fyrir framan þá getur ekki borið meira en 7,5 tonna þyngd. Jón og Ólafur vita, að fullhlaðni vöru- bíllinn þeirra vegur tíu tonn. Þeir geta ekið yfir, og reiknið nú út, hvernig þeir fara að því. LAUSN A HEILABROTUM Heilabrot ■nuja j uuot oaj sujege ge ‘Jjgjei jacJ jv •JBuujJB uiujjj sujege jacJ jngjeA uipSuAcJ Bo -njq p6ue| ue uiatu je e|9[qjn}je Bo ‘nuje j juunjq 9 gjjeA bjb6 BuuBjpfq -lubjj jjjjui 9 ujgBæjJBfj rusneq 43

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.