Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1975, Blaðsíða 28

Æskan - 01.09.1975, Blaðsíða 28
Frá árshátíð barnastúkunnar IMýjársstjörnunnar nr. 34 í Keflavík Barnastúkan Nýjársstjarnan í Keflavík var stofnuð á nýjársdag árið 1904. Hún hefur lengi verið ein fjölmenn- asta barnastúka á landinu. í iok vetrar er haldin árshátíð þar sem leikþættir, söngur og dans er á dagskrá. Bæjar- stjórn Keflavíkur styrkir þessa starfsemi með árlegu fram- lagi svo og aflar stúkan sér tekna með hlutaveltu, er nýt- ur mikilla vinsælda. Meðfylgjandi myndir eru frá síðustu árshátið. Hún var haldin í Stapa 11. maí. Meðal gesta var stórtemplar Ólafur Þ. Kristjánsson og umdæmisgæslumaður Kristinn Vilhjálms- son. Um 300 börn sóttu þessa skemmtun. Á myndinni úr salnum má sjá fyrrverandi gæslumenn stúkunnar, þær systur Guðlaugu og Jónínu Guðjónsdætur. Þá er hópmynd af leikurunum í lok fjöldasöngs. Og að lokum er mynd af þeim Ólafi Þ. Kristjánssyni stórtemplar og Jóni Tómassyni æðsta templar stúkunnar Víkur. H. J. * Vormót er nýr liður í starfi barnastúkna. Hinn 24. —25. maf hélt umdæmisstúka Norðurlands vormót fyrir barnastúkur á svæðinu að Laugalandi á Þela- mörk. Nutu bindindismenn þar velvilja og gestrisni Sæmundar skólastjóra. Mótið sóttu meðlimir fjög- urra barnastúkna, Sakleysisins, Samúðar og Vonar- 26

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.