Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1975, Blaðsíða 23

Æskan - 01.09.1975, Blaðsíða 23
Amma og Anna María setjast á lítinn bekk við eldhúsdyrnar. Nágrannakonan hefur komist að því að amma er í heimsókn, og hana langar í ofurlítið rabb. Hún á dreng á aldur við Hans Christian; en allt öðru- vísi en sláninn hennar Önnu Maríu, og hún á erfitt með að stilla sig um að finna að þessum einkenni- lega dreng. Hún teygir höfuðið yfir girðinguna. „Nú, þarna sitjið þið.og njótið sólarinnar," kallar hún til þeirra. „En langi sláninn þinn hefur ekkert fyrir stafni. — Hvað á það að þýða, að sitja lengi með lokuð augu um hábjartan daginn?" „Kannski er eitthvað að augunum í honurn," seg- ir móðirin. „Mér finnst, að þú ættir að láta hann gera eitthvað gagnlegt," segir konán, „svo að þú þurfir ekki að þræla svona.“ „Hann er ekki nógu stálpaður til þess,“ segir .Anna María. „Já, við erum ekki ætíð sammála," segir amm- an og stingur stafnum hart niður í jörðina. Hún kann illa við að það sé fundið að drengnum. „Ég held nú samt, að það verði eitthvað úr þessum dreng.“ Hans Christian heyrir ekki hvað konurnar segja, því að hann er svo niðursokkinn [ leikinn. „Jæja, þá það,“ segir konan, „en ef eitthvað á að verða úr honum, þarf hann víst að læra eins og aðrir.“ „Hann er nú svo einkennilegt barn,“ segir móð- irin aftur, „en honum gengur vel í skólanum." „Já, víst er hann duglegur og góður drengur," heldur konan áfram, „en það er eitthvað bogið við að svona stór strákur sé alltaf að leika sér að brúð- um og þessu leikhúsi sínu.“ „Það er af því að hann fer oft f leikhúsið,“ segir móðirin, „hann hefur meira að segja samið leikrit sjálfur." „Já, já. Hann hefur lesið það fyrir mig. Hvað kall- aðirðu leikritið, Hans Christian?" „Abor og Elvíra," svarar drengurinn. ..Ha, ha! Þú hefðir heldur átt að kalla það aborra °9 þorsk," segir konan illkvittnislega í því að hún hverfur. ..Hún er að hæðast að mér,“ segir Hans Christian. ..Kærðu þig ekkert um það,“ segir móðirin hug- hreystandi. „Það er bara af því að drengurinn henn- ar hefur ekkert leikrit búið til.“ Anna María stendur upp. „Ég verð að sækja eitt- ^vaðf matinn [ búðina," segir hún. >.Já, ég bíð,“ svarar amma. Nágrannakonan heyrir vel; þegar hún verður þess vör að Anna Marfa fer, gægist hún aftur yfir girð- Á þessu ári hafa þurrkar ógnað afkomu fólks víða í Afríku og mikið af dýrum hefur farist þar úr þorsta. Fjöldi sérfræðinga víða að úr heiminum hefur unnið að bættri ræktun í þróunarlöndunum. Einnig hafa margar þjóðir sent menn til að kenna betri vinnubrögð. Nokkrir menn hafa farið, einnig frá íslandi, til að kenna fiskveiðar og fiskverkun í þró- unarlöndum Asíu og Afrfku. Þjóðirnar í þróunarlöndunum eru að læra að búa betur að s'nu. Á myndinni eru tveir litlir strákar frá Tanzaníu með heimasmíðað hlaupahjól. inguna: „Er Anna María farin?“ hvíslar hún. „Ég ætla að rabba dálítið við ykkur. Drengurinn þarf ekki að heyra það.“ „Hafið þið heyrt það, sem talað er?“ spyr konan. „Það er sagt svo mikið — já það er vfst um það.“ „Ég hef sama sem heyrt það sjálf,“ segir konan lágt. „Það er hræðilegt, en það er alveg áreiðan- legt.“ „Látum okkur heyra hvað það er,“ segir amma. „En hafðu það ekki eftir mér,“ segir konan, „og ég segi ekki, hver sagði mér það, ég nefni engan — en það segir, að hún drekki af stútnum." „Lítil fjöður getur orðið að fimm hænum, já, svo sannarlega. Ef þú ættir að standa í kaldri ánni og þvo fyrir aðra, gæti það hent sig, að þú bragðaðir á brennivíni til þess að ylja þér innvortis." „Mér fannst, að þú ættir að vita það,“ segir kon- an. „Þú heyrðir, að hún ætlaði til kaupmannsins. — Það er líka vegna drengsins. En nú kemur Anna María og svo fer ég.“ Anna María setur frá sér körfuna í eidhúsinu og 21

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.