Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1975, Blaðsíða 15

Æskan - 01.09.1975, Blaðsíða 15
 Ef éinhver ætti að svara því hver væri hæsti helgi- dómur landsmanna yrði hann ekki lengi í vafa um svarið. — Það er auðvitað Hallgrímskirkja f Reykjá- vík. Turninn á henni er 75 m hár. En það mætti líka spyrja: Hvaða kirkja stendur hæst á íslandi? Og þá þyrftir þú e. t. v. nokkurn tíma til að hugsa þig um. Það er vitanlega kirkjan á þeim bæ, sem liggur hæst yfir sjó af öllum bæjum á landinu eða tæplega 470 m. Það er Möðrudalur á Efra-Fjalli í Norður-Múlasýslu. Fyrr á öldum var þar prestssetur og kirkjustaður. Svo lagðist hvort tveggja niður, og var svo um mörg mörg ár, að engin kirkja var í Möðrudal. Þá tók bóndinn sig til — hann hét Jón Stefánsson •— og byggði kirkju á bænum sínum. Hann kostaði hana að öllu leyti og smíðaði hana að mestu einn með hjálp vina og vandamanna. Hann málaði altaristöfl- una og hann lék á orgelið og söng bæði fyrir gesti sína og þegar messað var. Á 20 ára afmæli kirkjunnar var haldin þar mikil kirkjuhátið á björtum hásumar- degi. Þá var fagurt á Fjöllunum. Kirkjugefetir voru margir og öllum veitt af mikilli rausn. í gamla daga var Möðrudalur mjög einangraður baer og lítið um mannaferðir, bæði frá bæ og að. ^yrir 150 árum bjuggu þar hjón, sem áttu 6 börn, sum af þeim uppkomin. Þau höfðu aldrei komið á annan bæ á ævi sinni. Það mundi börnum nú á dög- um þykja skrftilegt. hönd hans og leiddi hann inn í annað herbergi. Voru Þar framreiddar dýrar krásir, er þau settust að. Skemmtu þau sér svo allvel. Var hann sem í öðrum heimi af unaði. Þá mælti stúlkan: >,Hvort fellur þér nú betur eða verr en heima?“ .■Ekki er slíku saman að jafna,“ svaraði hann, ”því að svona líf myndi ég helst kjósa að lifa alla ^ína daga.“ ..Hvers myndir þú síst missa mega af þvf, sem hér er?“ mælti hún. ..Það er mér dirfð að segja," segir hann, „en þín vildi ég síst missa." ^ Hún svaraði: ..Ekki værir þú hér nú, ef það væri fjarri mínu skaPi, og skaltu fara til mín í vor.“ ..Svo skal vera,“ sagði hann, „þvf að ég get eigi 'ifað, ef ég missi þfn. En leyfa muntu nú mér að fara heim og tilkynna það, sem komið hefur fyrir mi9 og búa mig undir hingað komu mína.“ ..Gerðu sem þér líkar best með það,“ segir hún. „En segðu aðeins þeim trúnaðarmönnum þínum þennan atburð, sem þú mátt treysta, og munu það fáir vera.“ Hann lofaði því. Síðan skildu þau með kærleik og blíðu. Eftir þetta fann hann féð og rak það heim. Að því búnu sagði hann 2—3 mönnum sögu sína, er hann trúði best, og b*að þá að fara dult með, meðan þeir vissu að hann væri á lífi. Síðan hvarf hann til huldufólksins, giftist stúlkunni og varð þar höfðingi meðal álfa. Undi hann þar vel Iffi sfnu í nokkur ár, virtur og vinsæll. En þá varð hann fyrir þungum missi, því að kona hans fagra og góða and- aðist af barnsförum. Varð hann þá afsinna og aldrei samur síðan. Eirði hann þar þá ekki lengur. Fór því aftur í mannheim og fyrst til ókunnugra og síðan í sína sveit og settist þar að. Leit hann varla glaðan dag eftir missi konu sinnar, en bar það karlmann- lega. Ærið þótti hann þó undarlegur og eirðarlítill og ólíkur mörgum. Og lýkur svo sögunni. Sigfús Sigfússon: ÞjóSsögur og sagnir. h 13

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.