Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1975, Blaðsíða 43

Æskan - 01.09.1975, Blaðsíða 43
Vi5 tökum tekkbút, stærð: 20 sentimetrar, breidd 6,5 cm og þykkt 3 cm. — Á sléttan (heflaðan) hlið- arflötinn teiknum við myndina af trönunni, ofurlítið stærri en mynd- ir>a, sem hér sést. Ljósa nefið teikn- uni við þó ekki á tekkbútinn, því að Það er smíðað sér úr Ijósara efni, ramín eða birki. Síðan þurfum við helst að fá trönuna sagaða út í ðandsög, þó einnig megi nota sPorjárn, raspa og bakkasagir og ^aufsög. En fljótlegast er að fá út- Knurnar sagaðar út í bandsög, t. d. á einhverju trésmíðaverkstæði eða Þá í smíðastofu skólanna. Þegar útlínur hafa verið sagaðar át, þarf að „forma“ fuglana með Því að raspa og síðan sverfa þá til, Þannig að form fuglsins verði sem náttúrulegast. Eins og áður er sagt, Þarf að smíða nefið, hið langa og sívala, og á þeim enda þess, sem veit að höfðinu, er hafður lítill tappi, (3 mm). Hann mætti vera svo sem 1 cm á lengd, og svo þarf að bora aieð 3 mm járnbor inn í hausinn, t>ar sem nefið á að límast á. Tapp- anum, vel límbornum, er stungið 'nn í gatið, þrýst vel inn, og síðan 'átinn þorna yfir eina nótt a. m. k. Þegar fuglinn er fullfrágenginn, er hann nuddaður með tusku, vættri í tekkolíu. 41

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.