Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1975, Blaðsíða 25

Æskan - 01.09.1975, Blaðsíða 25
Hann lá að ánni og upp að garði nágrannans, Falbe etatsráðs. Löngun Hans Christians til þess að láta taka eftir sér og dást að sér, varð sterkari með aldrinum. Hafði hann heyrt fólk segja, að hann hefði fallega söngrödd, og strax á eftir reyndi hann að græða á því. Hann söng [ garðinum svo að heyrðist víða vegu. Kyrrlát sumarkveldin stóð hann á stórum steini úti í ánni og söng hástöfum, þangað til margir voru komnir til að hlusta á hann. —Ef etatsráðið hafði gesti hjá sér í garði sínum, fór Hans Christian að syngja hinum megin við limgirðinguna. Er hann var búinn, hlustaði hann vandlega, hvernig söng hans var tekið. Eitt sinn heyrði hann einhvern segja, að þetta væri falleg rödd og hann yrði áreiðanlega hamingjusamur vegna hennar. Slíkt mundi hávaxni drengurinn og beið þess, að eitthvað merkilegt skyldi Qerast. Eitthvað ævintýralegt kæmi fyrir hann. Hann hafði heyrt, að keisaradæmið Kína væri hinum megin á jörðinni, beint undir Odense. Hann hugsaði sér að það væri alls ekki óhugsandi, að kínverskur prins kæmi á stjörnubjörtu kvöldi upp úr jörðinni, eins og moldvarpa, kæmi upp í garð- inn hans, heyrði hann syngja og tæki hann með í n'ki sitt, þar sem hann yrði rfkur og voldugur. — En einhverntíma ætlaði hann að koma aftur heim til Odense og búa í höll og vera frægur. Hann bjó til teikningu af höllinni. Hann dáðist að tignu fólki, og smátt og smátt varð hann svo þekktur í bænum, að margir vildu heyra hann syngja og lesa upp. Sjálfur biskupinn sendi meira að segja boð eftir hinum unga söngvara, og hjá honum sá Höegh- Guldberg ofursti drenginn í fyrsta skipti. Ofurstinn fékk áhuga fyrir drengnum og vildi gjarna hjálpa honum; hann sá hve gáfaður hann var, en líka, að hann vantaði menntun. Hans Christian kom eftir þetta oft til Guldbergs. þar reyndi fólkið að gera drengnum skiljanlegt, að aiaður verður að menntast og læra, til þess að geta komist áfram f lífinu. Drengnum féll ekki slíkt tal; en er ofurstinn eitt sinn sagði honum, að hann gæti heimsótt Christian Prins, síðar Kristján áttunda konung, sem bjó í Odensehöll, var hann fullur áhuga og tilhlökkunar. í heimsókn hjá prinsinum í höllinni! Nú fannst honum ævintýrið vera að byrja. »Ef prinsinn spyr þig, hvað þig langi til að verða,“ sagði ofurstinn, „þá skaltu segja að þið langi óskap- ^ga til þess að verða stúdent." Anna María lætur drenginn fara í sparifötin, með silkiklút á brjóstinu, og nú gengur hann hreykinn gegnum bæinn. En þegar hann kemur til hallarinnar ólmast hjart- Hvernig stendur á því, að lauf- skrúð trjánna tekur á sig hina fögru haustliti, þegar sumri hallar? í blöðum jurtanna og laufi trjánna býr fjöldi örsmárra efnisagna, sem hafa í sér fólgin viss litarefni, svo sem blaðgrænu, karotin (rautt) og xanthopyll (gult). Að sumrinu þekur græna litarefnið algerlega rauðu og gulu litarefnin. En að haustinu, þeg- ar þokur verða tíðari og nætur sval- ari, fara litaragnirnar brátt að týna tölunni. Blaðgrænan verður fyrst til að lúta í lægra haldi, og þá koma hin litarefnin í Ijós. Þá skarta lauf- blöðin í hinum margvíslegustu lit- um og taka síðan á sig gula og rauða liti, þar til einnig þau litar- efni dofna og hverfa svo með öllu. að í brjósti hans. Hann sér fína þjóninn með silfur- húna á stafnum, nemur staðar og dirfist ekki að fara lengra. — En prinsinn hefur sent honum boð; það hefur mikla þýðingu fyrir framtíð hans. Hann skaust framhjá þjóninum inn í móttökusal- inn, og þar stendur prinsinn, hár og föngulegur, með dökkt, hrokkið hár. Nú er hann ekkert feiminn lengur, nú er hann fullur sjálfstrausts, þar sem hanp stendur frammi fyrir hans konunglegu tign. Hann syngur og flytur leikatriði eftir Holberg og gengur með lífi og sál upp í listinni. Prinsinn spyr hann, hvort hann ætli að stunda leiklist. Hans Christian verður svo undrandi yfir þessari spurningg, að hann svarar í einlægni, að það sé heitasta ósk sín, en honum hefði verið sagt að segja, að hann vildi ganga á skóla og verða stúdent. Hans Christian Heldur að hann hafi höndl- að hamingjuna, en svo koma vonbrigðin. Prinsinn ræður honum til að læra einhverja iðn. Drengurinn hneigir sig og fer; en prinsinn hefur án efa tekið eftir vonbrigðunum í svip hans. 23

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.