Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1975, Blaðsíða 24

Æskan - 01.09.1975, Blaðsíða 24
kemur út í garðinn, ásamt gömlu konunni sem kann að spá, hefur hitt hana á strætinu. Hún hefur áhyggj- ur út af framtíð drengsins. Nú er maðurinn dáinn og þá getur hún farið frjáls ferða sinna til spákonu og stundað hjátrú, eins oft og henni sýnist. Hún not- ar tækifærið og tekur spákonuna með heim. Amma og spákonan fagna samfundunum. Gömlu konurnar setjast á bekkinn. Anna María segir frá drengnum og er hróðug af honum, af því, að hann er svo merkilegt barn. „Ég vil nú, að hann verði klæðskeri," segir hún,. „En hann er svo sérvitur, og guð minn góður, ég vil ekki annað en allt hið besta fyrir hann.“ Gamla konan kallar á drenginn tií s'n og biður um að sjá höndina á honum. „Merkilegt! Merkilegt!" segir hún og konurnar horfa á hana í ofvæni. „Þú ferð ekki beinustu leiðina, drengur minn!“ segir hún. „Hvað sérðu? Hvað sérðu?“ spyr móðirin. „Það er bæði gott og illt,“ heldur spákonan áfram. „Það lítur út eins og hann eigi eftir að komast langt út í veröldina, yfir stóra hafið.“ „Hans Christianí" segir Anna María og klappar saman lófunum. „Sonur þinn verður mikill maður,“ segir spákon- an. Þetta er spennandi í eyrum nágrannakonunnar og nú stingur hún höfðinu milli trjánna. Spákonan heldur áfram: „Einhverntíma verður Odense uppljómuð þín vegna, Hans Christian." Þetta var of mikið fyrir móður hans, hún grætur af hrifningu, amma þurrkar augun l;ka. „Ég vissi það, ég vissi það,“ segir amma. En Hans Christian lokar augunum og hvíslar: „Ég verð frægur." Kunningsskapur * „Það er sagt, að Anna skósmiðsins ætli að gifta sig aftur,“ er vana viðkvæðið hjá nágrönnunum. „Ja, hví ekki,“ segja sumir. „Hún er dugnaðar- kona og drengurinn er föðurlaus.“ En aðrir verða hneykslaðir. Tveim árum eftir dauða Hans Andersens kemur nýr skósmiður á heimilið. Það er Níels Jörgensen Gundersen. Hann er orðinn stjúpi Hans Christians. Hans Christian sættir sig við breytinguna, það getur ekki verið öðruvísi. Honum finnst raunar ein- kennilegt, að sjá annan mann í sæti föður síns, en hann skilur líka, að mamma hans hefur of erfitt með að fæða þau bæði. — Þessi nýi pabbi er honum góður og lætur hann ráða hvað hann gerir og meira krefst Hans Christian ekki. Hann heldur áfram með leiklistina, les upp úr leikritunum, þegar tækifæri gefst og fær bækur að láni alls staðar. Fólk tekur eftir þessum bókhneigða dreng. Hann talar við marga og eignast marga kunningja. Þegar nágrannakonan stríðir honum, hverfur hann á brott úr garðinum. Hann hleypur þá til maddömu Bunkenflod. Hún býr nokkrum húsum lengra burtu. Hún er prestsekkja, og systir manns hennar býr hjá henni. Presturinn var skáld og orti nokkrar vísur og kvæði. Konurnar tala með stolti um hann. Maddama Bunkenflod kennir Hans Christian að sauma brúðuföt og lán- ar honum bækur. Þessi gáfaði drengur lýsir upp hina einmanalegu tilveru þeirra. En hversu undrandi varð hann ekki, þegar hann situr í fyrsta skipti í vist- legu stofunni þeirra, með gömlu, fínu húsgögnunum, speglum, teppum og púðum. Sllku er hann ekki vanur og hann nýtur þess. Hann úthellir hugsunum sínum og ríku ímyndunar- afli yfir þá, sem honum þykir vænt um. Hann leik- ur, les upp og syngur vísur. — Honum er hrósað, og það er einmitt það, sem hann þráir mest. Hér heyrir hann í fyrsta skipti orðið skáld; hann fær lánaðar kvæðabækur og hann les nú leikrit Shakespeares. Hann er ekki hræddur við fullorðna fólkið eins og hinir drengirnir. Þeir eru miskunnarlausir. Þeir hæða hann og hlæja að honum. Dag nokkurn hleyp' ur heill hópur á eftir honum og hrópar: Skopleika- skrifari. Hinir löngu fætur hans bjarga honum frá þessum æpandi-skara. Foreldrarnir fluttu lengra inn í götuna, fram und- an hliðinu upp að Munkamyllu. Þar fengu þau garð.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.