Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1975, Blaðsíða 46

Æskan - 01.09.1975, Blaðsíða 46
— Nú ‘áttu að fara að sofa, Sigga mín, sagði mamma við Siggu. — En fyrst þarftu að taka leikföngin þín upp af gólfinu og láta hvern hlut á sinn stað. Sigga var í óða önn að líma myndir inn í bók, og þegar hún var búin að því, flýtti hún sér að þvo sér og hátta. Hún steingleymdi að hátta dúkkuna sína og leggja hana í rúmið, og hún gleymdi Ifka að ganga frá hinum leikföngunum. Þau lágu í hirðuleysi á gólfinu, meðan Sigga svaf vært í rúminu sínu. Litla dúkkulísan, hún Bíbí, lá allsber á gólfinu og henni var ís- kalt. Þegar mamma leit inn til Siggu seinna um kvöldið, sá hún Bíbí liggja þarna kalda á gólfinu og hin leikföngin út um allt. Mömmu þótti ósköp leiðinlegt að sjá að Sigga hafði óhlýðnast henni. Þess vegna tók hún Bíbí upp af gólfinu, klæddi hana í föt og lét hana svo inn í skáp, því hún ætlaði ekki að leyfa Siggu að leika sér að henni fyrst um sinn. Siggu leið illa í svefninum næsta morgun; hún bylti sér á allar hliðar og henni var allt of heitt. Allt f einu heyrði hún þrusk við gluggann. Hún settist upp f rúminu og sá nú, að Bíbí sat þarna og hélt utan um hálsinn á litla tuskuhundinum, hon- um Snata, og var hágrátandi. Sigga var alveg hissa að sjá Snata, þvf hún hafði týnt honum úti f garði fyrir mörgum dögum. Sigga heyrði að Snati sagði við Bíbí: — Hættu að gráta og komdu með mér, nú á ég heima hjá lítilli telpu, sem heitir Dóra, og hún hugsar svo vel um leikföngin sín. — Æ, mér er svo kalt, hún Sigga gleymdi að láta mig í rúmið í gær- kvöldi, sagði Bíbí. — Sestu á bakið á mér, ég skal hlaupa með þig til hennar Dóru, hún verður áreiðanlega góð við þig, sagði Snati. Bíbí settist á bak Snata og hann hoppaði fyrst upp á stól, og þaðan út um gluggann. — Mamma, mamma, Snati oð Bíbí eru farin, hrópaði Sigga °9 glaðvaknaði um leið. Hún hljóp fram úr rúminu og leit út um glugð' ann, en sá hvergi Snata og Bíbí- Svo leitaði hún á gólfinu, en þau voru heldur ekki þar. Nú kom mamma inn, og S\QQa sagði henni að bæði Snati og Bíbí væru horfin. — Það er ekki von að þau viljj vera hjá þér, þegar þú hirðir ekki um þau, sagði mamma. — skaltu framvegis láta öll leikföngin þín á sinn stað, áður en þú ferS að hátta á kvöldin, kannski koma þau þá aftur, Snati og Bíbf. ' Þetta gerði Sigga. Á hverju kvöldi í heila viku tók hún alltaf saman leikföngin, áður en hún fór að sofa- Þegar hún vaknaði á sunnudags- morguninn lá Bíbí á koddanum hjá henni. Þið getið ímyndað ykkur að þá varð Sigga glöð. Og ennþá gla®' ari varð hún, þegar Dóra kom seinna um daginn og færði henm Snata heilan á húfi. Hún hafði fund' ið hann úti í garðinum. Nú var Sigga litla búin að f® báða vini sína aftur. Og upp fra þessu hugsaði hún alltaf vel urT1 leikföngin sín. Einu sinni fyrir langa löngu, löngu áður en Viktoría drottning kom til ríkis f þessu landi — það er Jamaica — var ANANSI. Stundum var Anansi könguló og stundum var hann maður. Einu sinni sat Anansi brosandi fyrir framan húsið sitt og strauk á sér magann. Þá kom herra Héri framhjá. Þegar þetta gerðist var herra Héri með fallegt, langt skott og tvö löng og faileg eyru, alveg eins og hann hefur nú á dögum. Herra Héri bauð Anansi góðan dag- inn, og Anansi tók undir kveðju hans. „Af hverju brosirðu svona breitt og strýkur á þér magann, Anansi bróðir?" spurði herra Héri. „Ég var að borða svo Ijúffengan fisk, bróðir Héri,“ sagði Anansi. „Ó, hvað fiskurinn bragðaðist vel.“ „Áttu nokkuð eftir, Anansl bróðir? Gefðu mér að smakka." En Anansi er þannig gerður, að hann gefur engum neitt. Ekki einu sinni svelt- andi konu sinni og börnum. Anansi þykist vera lelður og segist ekki einu sinni eiga eftir ugga eða sporð eða jafnvel bara eitt bein, svo hann geti því miður ekki leyft herra Héra að bragða á fiskinum. Svo seg,r hann: „En heyrðu snöggvast, Héri bróð|r- Með þessu fallega skotti þínu geturða auðveldlega veitt fisk sjálfur. Ef Ó9 sýni þér hvernig þú átt að fara að Þvl að veiða fiskinn, ætlarðu þá að 9efa mér helminginn af því, sem þú veiðir? Herra Héri samþykkir þetta. Svo segir Anansi honum, að hana þurfi bara að dýfa skottinu f rorarn’ setja það niður í vatnið og þá geti hana dregið fisk. Þetta gerir svo herra Héri, og fýr® fiskurinn sem kemur er stór og f11'*1 Sá fiskur fékk sér bara einn bita. Þess vegna hefur hérinn stutt sko enn þann dag í dag. 44

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.