Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1976, Blaðsíða 12

Æskan - 01.04.1976, Blaðsíða 12
Lítill drengur, sem ég þekki, ger- ir það stundum að leita vandlega i bréfakörfum, sem verða á vegi hans. — „Vegna þess,“ segir hann, „að maður veit aldrei, hvaða verðmæt- um hlutum fullorðna fólkinu getur dottið í hug að fleygja." Dag nokkurn fann hann eitthvað, sem líktist gleri framan af vasaljósi. „Þetta er ágætt stækkunargler,“ sagði hann og stakk þvf í vasann.“ Hann vaknaði um miðja nótt og gat ekki sofnað aftur, svo að hon- um datt i hug, að nú skyldi hann líta á eitthvað í gegnum stækkunar- glerið sitt. Það fyrsta, sem hann leit á var tréhéri, sem lá til fóta í rúm- inu, en það undarlega var, að þeg- ar hann leit í gegnum glerið, þá sá hann ekki héra úr kubbi, heldur sprelllifandi héra, sem bretti upp á trýnið móti honum. Svo tók hann glerið frá auganu og hvað var nú þetta? Hérinn var aftur orðinn eins og hvert annað leikfang, skorinn úr tré. „Þetta er undarlegt gler,“ hugs- aði drengurinn. Síðan leit hann í gegnum glerið á postulínsöndina, sem var á arin- hillunni og — það var ábyggilegt, hún varð að reglulegri önd, sem baðaði ,út vængjunum og hefði hoppað út á gólf, ef hann hefði ekki flýtt sér að taka glerið frá auganu og gera hana þannig aftur að postulínsönd. En nú var litli drengurinn orðinn svo spenntur út af glerinu sínu, að hann fór upp úr rúminu sínu og læddist niður í svefnherbergi, þar sem pabbi og mamma lágu sofandi. „Því að,“ hugsaði hann, „ef það breytir leikföngum í lifandi veru — skyldi það þá breyta lifandi fólki í leikföng?" Og hann lét glerið fyrir augað og horfði í gegnum það á pabba sinn og mömmu. — Og það varð! Þau urðu alveg eins og Nói og konan hans i leikfanga-Örkinni. Til þess að vera alveg viss, þá tók hann títuprjón og um leið og hann hélt glerinu fast upp við augað, þá reyndi hann að stinga prjóninum i mömmu sína. En prjónninn gekk ekki inn, því að hún var alveg hörð. Prjónninn gerði ekki meira en rispa svolitla málningu af henni. Síðan tók hann glerið frá auganu og þarna voru mamma og pabbi aftur og steinsváfu. En til þess að vera alveg viss, stakk hann aftur með prjóninum. ( þetta skipti fór hann inn og mamma hans rauk upp með andfælum og æpti: „Hrekkjalómurinn þinn!“ sagð' hún. „Hvað ertu að gera upp ^ rúminu? Og hvað á að þýða vera að stinga mig með íítuprjón? „Fyrirgefðu, mamma," sagð' hann, „en ég hélt að þú værir kon* an hans Nóa! Þú varst það rétt áðan!“ „Konan hans Nóa?“ sga®' mamma hans. „Hvaða vitleysa er þetta? Þig hlýtur að hafa verið sð dreyma. Farðu strax upp í rúmið Þ'{t og farðu að sofa.“ Svo fór hann aftur upp í rúmið sitt og var bráðlega sofnaður. Morg* uninn eftir lagði hann af stað skólann og stakk glerinu i vasann um leið og hann fór. f Nú vildi svo til, að á leiðinni skólann var hundur, sem !'tla drengnum var afskaplega illa Á hverjum degi sá hann hundinn koma, ýta trýninu gegnum grind- urnar á hliðinu, urra og gelta það var ómögulegt að segja, hvð' nær hann myndi stökkva yfir hliðið og bíta hann. Svo að þegar hann nálgaði^ hann í þetta skipti og hundurinn fór að gelta, þá leit drengurinn á hann í gegnum stækkunarglerið og óðara var hann orðinn að einum at þessum skrítnu postulínshundumi Saga fyrir yrigstu lesendurna 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.