Æskan - 01.04.1976, Qupperneq 26
Grísirnir litlu prír
AMERÍSK ÞJÓÐSAGA
inu sinni voru þrír litlir grísir, sem héldu út
í heim til að freista gæfunnar. Fyrsti grísinn
var óttalegt letiblóð. Á leiðinni mætti hann karlhrói
með hálmbúnt og nennti þá ekki að fara lengra, en
sagði við hann:
— Gamli minn góði, gefðu mér þennan hálm I hús.
Karlinn gaf honum hálminn, og litli grísinn gerði
sér hús úr honum.
Skömmu síðar átti úlfurinn þar leið hjá, barði að
dyrum hjá litla grísnum og sagði:
— Litli grís, litli grís, hleyptu mér inn, inn, inn.
En litli grísinn svaraði:
„Nei, þú stígur ekki fæti í kofann minn, minn, minn.
Þá svaraði úlfurinn:
— Þá harka ég, þá skarka ég og sparka ég I
sundur bústað þinn, þinn, þinn.
Og svo harkaði hann og skarkaði hann og spark-
aði hann, og af því að húsið var gert úr tómum hálmi,
hrundi það brátt saman, og síðan át úlfurinn þennan
litla grís.
Annar litli grísinn var ekki alveg eins latur og sá
fyrsti, en vinnugefinn gat hann ekki talist allt um
það. Hann mætti karlinum með hálmbúntin, en gekk
fram hjá honum. Litlu síðar mætti hann öðrum karli
með bambusþúnt. Þá fannst honum hann vera bú-
inn að ganga nógu lengi og sagði við hann:
— Gamli minn góði, gefðu mér þessar stengur
til að gera mér úr þeim hús.
Karlinn gaf honum bambusreyrinn og litli grlsinn
reisti sér hús úr honum.
Skömmu síðar átti úlfurinn leið fram hjá, barði a<5
dyrum hjá litla grísnum og sagði:
— Litli grís, litli grís, hleyptu mér inn, inn, inn-
En litli grísinn svaraði:
— Nei, þú stígur ekki fæti ( kofa minn, minn, minn-
Þá sagði úlfurinn:
— Þá harka ég, þá skarka ég, og sparka ég i
sundur bústað þinn, þinn, þinn.
Og svo harkaði hann og skarkaði hann og sparkaði
hann, og af því að húsið var gert úr veikum reyr.
hrundi það brátt saman, og síðan át úlfurinn einnig
þennan litla grís.
Þriðji litli grísinn var miklu iðjusamari og du9'
legri en hinir tveir. Fyrst mætti hann karlinum með
hálminn, en skildi strax, að ómögulegt væri að gera
sér traustan bústað úr hálmi og gekk því fram hjá
honum. Því næst mætti hann karlinum með bambus-
reyrinn, en honum fannst það ekki heldur nógu gotí
efni í almennilegt hús. Þess vegna labbaði hann enn
um stund, uns hann mætti karli með tígulsteina °9
sagði við hann:
— Gamli minn góði, gefðu mér þessa steina I
hús.
Karlinn gaf honum steinana, og litli grísinn gerði
sér hús úr þeim.
Skömmu síðar átti úlfurinn leið þar hjá, drap ^
dyr hjá litla grísnum og sagði:
— Litli grís, litli grís, hleyptu mér inn, inn, inn-
En litli grísinn svaraði:
Jacques Piccard komst
niður á meira en 10.000
metra hafdýpi ( kafarakúlu
sinni, sem er 2,18 m í þver-
mál, í Marianagröf Kyrra-
hafsins. Kúlan var gerð úr
þrem smlðastálstykkjum,
sem síðan voru logsoðin
saman, og á henni voru
tveir gluggar úr um það bil
20 cm þykku gleri. Kúlan
var ekki látin síga niður í
djúpið á streng frá skipi,
heldur ,,sveif“ ( sjónum
eins og loftbelgur ( loftinu.
„Flotholt" hennar var geym-
ir, fullur af sérstaklega léttri
Á TÍU ÞÚSUND
METRA HAFDÝPI
bensíntegund, sem tengdur
var við hana ofanverða og
knúði hana upp á við, en
„sakkan“ var forði af blý-
kúlum. Bensínið samsvarar
því gasinu í loftbelgnum, en
blýkúlurnar sandpokunum.
Var því hægt að komast á
meira dýpi með þv( að
hleypa út bensíni, en stfga
ofar með því að sleppa blý-
kúlum. Neðan ( kúluna var
svo fest stálstykki, til þess
að koma ( veg fyrlr, að hún
rækist harkalega á hafs-
botninn.
24