Æskan - 01.04.1976, Síða 28
JOHANNA
8 BRYNJÓLFSDÓTTIR:
Yndislegasta árstlðin finnst mér alltaf vera vorið
— vorið með sólina og vorblæinn. Þegar lífið vaknar
af blundi sínum og teygir fagnandi frjóanga sína móti
sól og sumri.
Börnin fagna vorinu sem kemur með sól og hita
og hægt er að leika sér úti allan sumardaginn.
Og litlu lömbin fæðast og hlaupa um grösuga bala
— allt tekur að lifna við til sjós og lands, og blómin
fara að springa út í öllum litum inn um dali og fjöll.
Jörðin tekur að ilma af lyngi og blómum og klæðist
loks sumarskrúða. Fossarnir falla fram af flúðum sem
áður voru bundnir í viðjar klaka og snjóa •— litlu
lækirnir skoppa hjalandi um grösuga dali — þar til
allt kveður við af vorsöng náttúrunnar.
FUGLAR
Fuglar eru eitt af táknum sumars og sólar, og Þar
sem þeir fljúga um bláa loftsali himinsins er sem
sál okkar fái líka vængi og svífi um frjáls og frelsuð
úr viðjum efnisins sem bindur okkur við jörðina
lengstum.
Þegar söngur fuglanna berst okkur er sem mál
heims sem er æðri og betri berist oss og unaður sá
er söngfuglarnir bera okkur getur ekkert hljóðfseri
okkar jarðarbarna borið.
Engin hljómsveit né hljómlist getur hrært strengi
sálarinnar sem fuglanna hljómþýða sveit, er hún berst
eyrum vorum á sínu hreina einfalda máli.
Hversu einfaldur og undurfagur er ekki söngdr
heiðlóunnar, svo tregablandinn og blíðsár, og hversu
taka ekki hjartastrengir okkar undir þessa tóna, þ6ir
eru eins og svör við okkar eigin kenndum. Enginn
hefur kennt þessum söngvurum ioftsins að stilla
strengi sína. Guð htrnms og heima gaf þeim þessa
dýrlegu tóna, og enginn mannlegur máttur getur bsett
verk hans.
Fuglarnir gefa sálum okkar fögnuð frelsisrns, von
og trú á mátt lífsins yfir þunga efnisins, og styrkja
trú okkar á mátt andans yfir efninu, þeir eru himna-
verur sem komnar eru niður til okkar til að glæða
með okkur vonina, trúna og kærleikann.
26