Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1976, Blaðsíða 25

Æskan - 01.09.1976, Blaðsíða 25
,inu sinni var ugla, og hún var kátur fugl. Hún flaug og flögraö'i um, settist á trén og sperrti stélið, ránghvolfdi augunum, þandi vængina og flaug upp. Svona flögraði hún öll kvöld. Þetta er nú aðeins skrautlegt aukaupphaf og að- eins til gamans, en aðalsagan er ekki byrjuð enn, en hún er svona: Einhvern tíma I gamla daga bjuggu trana og hrafn ' stóru skógarrjóöri langt inni í skógi. Þau áttu lítil hús sitt við hvorn enda á skógarrjóðrinu. Allt í einu varð tranan leið á því að búa ein og ákvað að gifta sig. Hún sagði við sjálfa sig: „Ég ætla að biðja hrafninn um að eiga mig." Tranan lagði nú af stað og tók stór vængjatök og flaug yfir rjóðrið, sem var einar sjö mílur. Hún kom nú að húsi hrafnsins og sagði: „Er herra hrafn heima?" „0, jú, hann er heima," sagði hrafninn. „Viltu eiga mig fyrir konu?" spurði tranan. „Nei, það vil ég ekki," sagði hrafninn, „mér líst ekki á þig, þú ert of lappalöng og fötin þín eru ekki með réttu sniði, og svo er flug þitt ekki nógu 9læsilegt. Þú getur ekkert hjálpað mér, og snáfaðu nú burt." Tranan flaug heim mjög niðurdregin í skapi. Seinna skipti hrafninn um skoðun og hugsaði með sjálfum sér: „Það er tóm vitleysa hjá mér að vera áfram einbúi. Auðvitað á ég að giftast trönunni." Hrafninn fór nú til trönunnar og sagði: „Nú skulum við gifta okkur." „Nei, nú vil ég þig ekki," sagði tranan. „Farðu burt, hrafn." Hrafninn varð sneyptur og dragnaðist heim til sín. Litlu síðar skipti tranan um skoðun og sagði við sjálfa sig: „Það var rangt af mér að taka ekki hrafn- inum. Ég fer strax og bið hann að eiga mig." Tranan flaug nú heim til hrafnsins og sagði: „Nú vil ég eiga þig. Viltu ekki Ifka eiga mig?" „Nei, nei," sagði hrafninn, „ég vil ekki sjá þig." Svo fór tranan heim. En strax á eftir skipti hrafn- inn um skoðun og sagði við sjálfan sig: „Af hverju neitaði ég trönunni, auðvitað á ég að giftast henni." Hrafninn fór nú enn að biðja trönunnar. Tranan sagði þvert nei og rak hann burt. Enn þann dag í dag halda þau þessu áfram, að biðja hvors annars, en aldrei verður neitt úr giftingunni. Þorvarður Magnússon þýddl. Nafn: ........ Heimili:.. Póststöð: Ég undirrit.. að Æskunni. óska að gerast áskrifandi Utanáskrift er: Æskan, Pósthólf 14, Reykjavík. væru ekki komnir svo langt, að þeir sæu hann. Vippi þaut að skúrnum og ætlaði að hendast inn um dyrnar — en nam skyndilega staðar og vissi ekki, hvað gera skyldi, því að rétt 'nnan við dyragættina stóð all- ófrýnilegur köttur og setti upp kryppuna. Vippi hörfaði ofurlítið aft- ur á bak, því að honum hraus í fyrstu hugur við að fara inn til katt- arins, fyrst hann var svona illileg- ur. En hvort var betra, strákaskamm- irnar eða kötturinn? Vippi mátti ekki vera lengi að velta því fyrir sér, því að árásarmennirnir gátu á hverju augnabliki komið auga á hann. Hann varð að velja á milli. Kötturinn getur varla verið verri, hugsaði Vippi og snaraði sér inn fyrir skúrdyrnar. Og þetta reyndist rétt, því að eftir nokkur augnablik var Vippi sestur út í eitt hornið með köttinn og farinn að strjúka honum, svo að hann tók að mala af ánægju. En vondu strákarnir misstu alveg af Vippa ( þetta skipti. ÆSKAN - Blaðið er elsta og ódýrasta unglingablað landsins. 23

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.