Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1978, Blaðsíða 98

Æskan - 01.11.1978, Blaðsíða 98
freyja hafði kveikt undir katlinum, og þegar kamínur voru komnar á bað- stofuloft, var kaffið venjulega hitaó þar. Þá hófst ein hátíðlegasta stund jólanna. Húsbóndinn brá sér fram á rúmstokkinn og tók Vídalínspostillu niður af hillunni. Hver maður tók sálmabók sína og söng jólasálminn með, ýmist uppi sitjandi eða liggjandi í rúmi sínu. Lesturinn var lesinn við Ijósadýrð og kraumandi kaffiketill á hlóðum. (Hornstrendingabók). Ofát Á jólunum var margs konar sæl- gæti, sem ærið var sjaldgæft endra- nær, og bar ósjaldan við, að á fátækum heimilum, þar sem menn lifðu við léttmeti, væri borðað meira en menn höfðu gott af, og henti þetta einkum börnin, enda þótti fá- tæklingum þetta jafnvel eiga við, og enginn eða lítill hátíðarbragur að öðrum kosti. Eftir gamalli barlóms- konu var það haft, þegar hún var að lýsa vesöldinni heima hjá sér: ,,Það er eins og annað hérna í Skarði núna, að ekki gátu krakkaangarnir fengið kveisu um jólin, sem oft hefur þó heppnast endranær." (Þorkell Bjarnason prestur). Hraun og maltur fiskur Á Þorláksmessu voru svonefnd „hraun" soðin í hangikjötssoðinu og höfð til miðdegismatar ásamt reyktum bjúgum og kökum. Hraunin voru hryggur og haus og fætur af naut- gripum, sem slátrað hafði verið að haustinu. Fyrst var kjötið tekið af beinum eða hryggnum og tungan úr hausnum. Síðan voru hraunin hengd upp í fjós, svo að þau úldnuðu og meiri fita næðist úr þeim síðar. Ekki man ég hve lengi þau voru látin hanga svona, en síðan voru þau reykt í eld- húsi til Þorláksmessu Sumir suðu harðfisk i hangikjötssoðinu. Var það helst maltur fiskur, en svo kallaðist fiskur, sem illa hafði gengið að herða og hafði komið ýlda í áður en hann harðnaði. Með hraunum og fiskinum voru gefnar soðnar rúgkökur, soð- kökur. (Finnur á Kjörseyri). Áður en leikurinn byrjar, verður þú að klippa 10— 15 mismunandi fiska út úr pappa. Þeir mega bæði vera litlir og stórir. Síðan skaltu lita þá með ýmsum litum, og að síðustu skaltu skrifa á þá, hvaó þeir eru þungir. Síðan skaltu fela þá í herberginu. Að þessu loknu er óhætt að kalla á krakkana og leyfa þeim að fara að veiða. Eftir 10 mínútur er veiðitíminn liðinn. Þá hætta krakkarnir veiðum og koma til stjórnanda leiksins með veiði sína — það er að segja þá fiska, sem þeir hafa fundið — til þess að láta hann reikna út, hve mörg kíló þau hafi veitt. Sá, sem hefur fengið mest aö þyngd, fær að fela fiskana í næsta skipti. Ef til vill hefir sá, sem fæsta fiskana fékk, fengið flest kíló, því að þyngdin er aðeins komin undir því, sem stendur á fiskunum. Það er skemmtilegast að hafa minnstu fiskana þyngsta, af því að verst er að finna þá, og stærstu fiskana léttasta, svo að sá, sem sér á sporðinn á stór- fiski og ætlar sér að krækja í feitt, verði súr á svipinn, þegar hann sér 100 grömm standa á honum. Góður pantleikur Allir þeir, sem ætla að vera með, safnast saman í eitt herbergi og eru látnir segja sögur hver á eftir öðrum. En sögur þessar eru þannig, að viss orð eða orðhluta má ekki segja. Hugsum okkur t. d., að ekki mætti segja ,,-ja". Sagan gæti svo t. d. verið á þessa leið: Seinasta daginn fyrir jól fáum við alltaf aö gera hvað sem við viljum í skólanum. Kennarinn les upp jólasögu, og á töfluna er teiknuö jóla- mynd. Það er mikil ánægja . . . Hér grípa hlustendurnir fram í fyrir þeim, sem segir söguna, því að ' orðinu ánægja kemur fyrir endingin ,,ja“, sem ekki mátti segja. Söga- maðurinn verður þá að leggja pant. Síðan tekur næsti við og segif sögu, og svo koll af kolli, uns allir eru búnir. Þá hafa allir lagt fram pant, og síðan má dæma eftir þeim. En það verður að athuga við þennan leik, að ef sögurnar eiga ekki aó vera leiðinlega langar, þá verður að segja þær fljótt, og sögumaður ma ekki hugsa lengi um hverja setningu. áður en hann segir hana. Einmg verður að velja þau orð eða þá orða- hluta, sem oft koma fyrir í daglegu tali. svo að mönnum verói gjarnara að brjóta reglurnar. Mús Mús er ágætt jólaspil. Það er spila0 með hnetum, karamellum eða ein- hverju slíku. Hneturnar eru lagðar a borðið á víð og dreif. Einn þátttak- andinn er sendur út, og á meðan ákveða hinir, hvaða hneta eigi að vera mús. Svo má kalla hann inn aftur Hann byrjar að taka af hnetunum, °9 meðan hann ekki snertir við „mus- inni", má hann halda áfram að fá ser hnetur. En um leið og hann tekur „músina", hrópa hinir: „Mús!" — þá má hann ekki taka fleiri. Svo fara hinir út einn eftir öðrum- Ný „mús" er ákveðin, og allt hið sama endurtekur sig. Þetta er skemmtileg aðferð til þess að miðla jólasael- gætinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.