Æskan - 01.01.1982, Blaðsíða 4
AMAZON BAMBUSINN
þess að glóa í 2—3 mínútur og jafnvel allt upp í 15 mín-
útur, en er þráðurinn var orðinn hvítglóandi, þá brann
hann upp til agna og Ijósið slokknaði.
Þó að Edison færi frekar leynt með þessar tilraunir
sínar fór þó ekki hjá að orðrómur kæmist á kreik um það
hvað væri að gerast í vinnustofu hans. Þessi orðrómur
varð m. a. til þess að breska stjórnin kallaði á sinn fund
alla fremstu vísindamenn landsins til þess að fá úr því
skorið hverjir möguleikarnir væru á því að Edison tækist
þetta ætlunarverk sitt. Ekki voru sérfræðingarnir bjart-
sýnir á að þessi tilraun tækist og eftir nokkur fundarhöld
í þeirra hóp, var ríkisstjórninni tjáð að engar líkur væru á
því að Edison gæti framleitt rafmagnsljós, sem treysta
mætti á. Þó að þetta hafi verið niðurstaða sameiginlegs
fundar sérfræðinganna, er ekki þar með sagt að allir
fundarmanna hafi verið á sama máli og það var t. d.
skoðun Johns Tyndall (1820—1893), sem var frægur
vísindamaður á þeim tíma, að það væri ekki ómögulegt
að Edison gæti framleitt slíkt Ijós.
OG ÞAÐ VARÐ LJÓS!
Edison lét þó hrakspár sem þessar sem vind um eyru
þjóta, og vann af kappi. Hver tilraunin rak aðra og ótaldir
metrar af platínuþræði voru brenndir upp til agna á
vinnustofunni, en án alls árangurs, þar til einn dag aó
nokkuð nýtt kom upp á. Edison dettur í hug, hvort
hægt sé að láta kolbrunninn þráð lýsa í lofttæmdu íláti.
Honum segist þannig frá: — Ég lét þegar senda eftir rúllu
af baðmullarþræði og hóf þegar að gera tilraunir í Ijósi
þessarar nýju hugmyndar. Þrem sólarhringum síðar
höfðu Edison og aðstoðarmaður hans Bachelor notað
alla rúlluna og hver þráðurinn eftir annan hafði brugðist.
Loksins tókst þó að flytja þráðinn í þar til gerða peru og
varlega dældu Edison og Bachelor loftinu úr perunni.
Kolþráðurinn sat nú á sínum stað inni í perunni, en hvað
myndi gerast þegar straumi væri hleypt á? — Ég þorði
varla að draga andann þegar ég sneri rofanum, segir
Edison. — En undrið gerðist og peran lýsti. Við settumst
allir niður umhverfis peruna og bara sátum og horfðum á
Ijósið.
Loksins gátu Edison og Bachelor gengið til náða og
þegar þeir vöknuóu aftur, þá lýsti peran enn, en alls
dugði hún í um 40 klukkustundir. — Fyrst hún gat lifað
svo lengi, þá get ég búið til aðra, sem lýsir í a. m. k. 100
klukkutíma, sagói Edison.
Þegar hér var komið sögu vissi Edison að kenning
hans var rétt, en spurningin var aðeins sú hvort bómull-
arþráöurinn væri sá eini rétti. Til þess að fá úr þessu
skorið hóf Edison tilraunir með alls kyns ólíka þræði og
meðal þess sem notað var var pappír, hálmur, pálma-
blöð, hampur og meira að segja apahár. Af þeim rúmlega
6000 efnum sem Edison reyndi var það bambus sem gaf
bestan árangur og þar með hófst leitin að heppilegasta
bambusnum.
En þá kom babb í bátinn, því aó samkvæmt þeim upp-
lýsingum sem Edison aflaði sér voru til hvorki fleiri né
færri en 1200 tegundir af bambus, þar af um 300 sem
voru nýttar af mönnum. Hvaða tegund myndi reynast
best?
Á næstu mánuðum lagði hver leiðangurinn af stað á
fætur öðrum og má segja að allir hugsanlegir staðir á
hnattkúlunni hafi verið rækilega rannsakaðir. Talið er að
kostnaðurinn við þessa leiðangra hafi ekki verið undir
kvartmilljón bandaríkjadala, sem var engin smáupphæð
árið 1879.
Að sjálfsögðu urðu til margar sögur um þessa leið-
angraog frægustertrúlegasagan um manninn sem fann
heppilegustu bambustegundina. Edison hafði lesið um
bambustegund sem óx villt á Amazon svæðinu í Brasilíu
og að sjálfsögðu þurfti að prófa hana líka. Sagt er að
maðurinn sem sendur var í þennan leiðangur hafi verið
15 mánuði á leiðinni og aleinn þurfti hann að berjast
gegn hinu erfiða landslagi, sótthita, eiturslöngum og
fjandsamlegum Indíánum. En hann náði á leióarenda,
með heimsins besta bambus í þá daga og er hann korn til
baka úr leiðangrinum, þá var honum fagnað sem hetju.
Þessi maður hvarf síðan í New York um hábjartan dag og
þrátt fyrir mikla leit fannst hann aldrei — en bambusinn
var kominn á sinn stað, í hendurnar á Thomas Alva Edi-
son.
LÝSTI UPP SKAMMDEGIÐ
Áttundi áratugurinn var að ganga í garð og Edison vildi
kveðja þann sjöunda á veglegan hátt. í því skyni bauð
hann um 3000 vísindamönnum, framámönnum iðnaðar-
fyrirtækja og forráðamönnum New York borgar til veislu í
Menlon Park í útjaóri New York borgar á gamlársdag.
Þegar myrkrið var dottið á þrýsti Edison á hnapp og
skyndilega var garðurinn baðaður í Ijósum — raf-
magnsljósum og hin fína samkunda stóð þarna orðlaus.
Ljósin voru látin loga þarna í viku samfleytt og fólk
flykktist hvaðanæva að af landinu til þess að sjá þessi
undur.
Glóðarlampinn, afi Ijósaperunnar, ef svo má að orði
komast, lýsti þannig upp skammdegið og ein merkasta
uppfinning Edisons fyrr og síðar var á hvers manns vör-
um.