Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1982, Blaðsíða 45

Æskan - 01.01.1982, Blaðsíða 45
Gæludýi~ Hamstur Meöal vina barnanna er hamsturinn ef til vill einna útbreidd- astur. Hann er óþreytandi lítil skepna, alltaf önnum kafinn viö aö narta í eitthvað. Þess vegna er skyn- samlegt að hafa hann í málmbúri, þannig aö hann nagi sig ekki út. í búrið á helst aö setja hjól, þannig aö hamsturinn geti fengið útrás fyrir löngun sína til aö hlaupa. Fara þarf varlega meö þetta smávaxna dýr, þar sem þaö hefur sérlega viðkvæmt taugakerfi. Þess vegna er mikilvægt aö börn haldi aldrei fast um höfuö hamsturs, þegar þau handfjatla hann, og láti rófustúfinn ekki klemmast milli fingra. Þrátt fyrir vesældarlegt útlit sitt, ræöst hamsturinn gjarnan á aðra hamstra. Ekki er vert að hafa fleiri en tvo í sama búri og þá helst af gagn- stæðu kyni. Til er líka aö hamstrar bíti, ef þeim er strítt. Hamsturþör eru ákaflega frjósöm, einnig þótt í búri sé, og ungar fæöast annan hvern mánuö. Meöalaldur hamsturs er tvö til þrjú ár, eftir með- höndlun og umönnun. Besta fóðriö er þurrkað grænmeti og ýmiss konarfræ. Ööru hverju þarf aö taka hamstur- inn úr búrinu og slepþa honum lausum, nema þegar hann er á ein- hverju slappleika- eöa þreytutímabili. Áöur en hamstri er sleþpt, er vissara aöfullvissasig um, aö hvergisé köttur eða hundur nálægt. Ef vel er hugsað um hamstur, er hann prýöis félagi fyrir börn, og hann kennir þeim líka: Þótt hamstrar eigi allt undir góöri umhyggju, eru þeir sjálf- stæöir og greindir og þeir vilja venja eigendur sína á reglusemi og viröingu fyrir þeim sem minna mega sín. Víða í fjarlægum löndum eru vöruflutningar enn með harla frumstæðu móti, og allt útlit er fyrir að margir áratugir líði þar til vélvæðingin heldur innreið sína í þessi lönd. í fjallalöndum, eins og t. d. Guatemala ann- ast múldýr allan flutning, og ef gerir slæmt veður getur þetta orðið dálítið hjákátlegt, því þá skýla reiðmennirnir sér með risastórum regnhlífum gerðum af grænum blöðum. í Kína eru ferðamenn stundum fluttir í stórum hjól- börum, þar sem venjulegir vagnar eru ekki enn komnir til sögunnar. I Japan bera innfæddir byrðar sínar á langri stöng, sem hægt er að leggja yfir axlirnar, en í Kóreu eru not- aðar stengur, sem hafa stuðning af mjöðmunum. FRUMSTÆÐIR VÖRUFLUTNINGAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.