Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1982, Blaðsíða 43

Æskan - 01.01.1982, Blaðsíða 43
BIFVELAVIRKI Bifvélavirkjun er fjölbreytt og lifandi starf. Venjuleg fólksbifreið er samsett úr fjölda hluta úr ýmsum efnum. Allir þessir hlutir verða að falla rétt saman og starfa eðlilega. Hreyfillinn verður að skila sem mestri orku til að knýja bílinn áfram, jafnframt verður hann að vera sparneytinn á eldsneyti. Hér kemur bifvélavirkinn til sögunnar við stillingu og viöhald og svo auðvitað að finna og gera við bilun ef hreyfill- inn hættir að ganga. Jafnframt því að knýja bílinn áfram snýr hreyfillinn rafalnum sem fram- leiðir rafmagn til ýmissa nota í bílnum svo sem að hlaða rafgeyminn svo hægt sé að gangsetja hreyfilinn, til Ijósa svo ökumaðurinn sjái til aksturs í myrkri og aðrir sjái til ferða hans og til að knýja útvarp og segulband öku- manni og farþegum til ánægju. Ef eitthvað bilar í rafkerfinu þarf bifvéla- virkinn að gerast rafvirki. Þetta litla dæmi sýnir að starf bifvélavirkja er fjölbreytt og ef nefna ætti dæmi um allt það sem krafist er af þeim þá þyrfti heila bók. Hvernig verður komist f bifvéla- virkjanám við Iðnskólann í Reykja- vík? Sá eða sú sem hyggur á nám í bif- vélavirkjun verður að vera að minnsta kosti 15 ára og hafa lokið grunn- skólaprófi með tilskildum lágmarks- einkunnum. Gott er að viðkomandi hafi meiri menntun, til dæmis í erlendum tungu- málum, því allar viðkomandi viðgerð- arbækur og sumar skólabækur eru á erlendum málum. Viðkomandi skal Ijúka grunnnámi í málmiðnadeild verknámsskóla (við iðnskóla eða fjölbrautaskóla) en síð- an tekur við verklegt nám í bifvéla- virkjadeild við lönskólann í Reykjavík. Nemendur sem lokið hafa grunn- deild rafiðna eða 1. stigi vélskóla hafa hér sömu möguleika og nemendur úr málmiðnadeildum. Aðbúnaður og vinnustaðir bifvéla- virkja eru víðast hvar góðir og sums- staðar sérlega aðlaðandi. Laun eru sambærileg við aðra málmiðnaðar- menn og oft jafnvel betri. Bifvélavirkjun er alþjóðleg atvinnu- grein enda eru bílar hluti af umhverf- inu í nútíma samfélagi svo þeir sem vilja reyna sig í útlöndum, eins og lengi hefur verið siður íslendinga, eiga vísa atvinnu. Bifvélavirkjar eru gjarnan eftirsóttir til annarra starfa til dæmis við akstur flutningabíla, meðferð vinnuvéla og starfa í varahlutaverslunum. Bílum hefur fjölgað það hratt að iðnfræðslan hefur vart undan, því er skortur á góðum bifvélavirkjum. Ekki sakar að geta þess að það eru þó nokkur hlunnindi að geta gert sjálfur við bílinn sinn ef hann bilar. — Allar upplýsingar um nám bif- vélavirkja er hægt að fá á skrifstofu Iðnskólans og síminn þar er 26240. — Sá, sem upplýsingar veitir um 'málm- iðnadeildina heitir Sigurður Krist- jánsson og er yfirkennari þar. Hann hefur viðtalstíma í stofu 312 klukkan 11.20—12.00. G. H. PRENTLISTIN Gutenberg hefur verið kallaður faðir prentlistarinnar en árið 1436 var hann farinn að raóa saman tréstöfum til að þrykkja af. Ágæti aðferðar hans fólst í því að hægt var að nota sömu stafina aftur og aftur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.