Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1982, Blaðsíða 52

Æskan - 01.01.1982, Blaðsíða 52
SAGAN UM KRISTÓFER KÓLUMBUS 1. Um miðja fimmtándu öld var borgin Genúa á Norður-Ítalíu ein mesta verslunarborgin í Evrópu. Þangað komu skip úr öllum áttum, hlaðin dýrmætum varningi frá framandi löndum. Við höfnina í Genúa var líf og fjör og mikið af allra þjóða fólki, og strákarnir í borginni höfðu gaman af að halda sig þar og skoða skipin og góna á útlendingana. I þessum strákahóp var rauðhærður hnokki, sem hét Kristófer, og tveir bræður hans. Þeir voru synir fátæks silkivefara, sem hét Dominico Kólumbus. Ekki veit maöur um fæðingarár Kristófers og því síður um fæðingardaginn, en talið er að hann sé fæddur árið 1446. 2. Þegar Kristófer Kólumbus var fjórtán ára var ekki hægt að hemja hann heima lengur og hann réð sig á skip, sem átti að sigla til eyjarinnar Chios í vínflutningum. En eftir nokkur ár settist hann aftur um kyrrt í Genúa til að hjálpa föðursínum við vefnaðinn. Þó sigraði útþráin hann aftur árið 1473 og nú fór svo að hann kom aldrei framar til Genúa. Hann var í siglingum næstu þrjú árin, og 1476 höfðust spurnir af honum í Lissabon. Þá hafði hann eignast kaupskip sjálfur. 3. Portúgalar voru mikil siglingaþjóð í þá daga og þar voru margir land- könnuðir, og þarna mun Kólumbus vafalaust hafa fengið hugmyndina að sinni ferð. Þegar hann fór til Englands og l'slands nokkru síðar hefir hann vafalaust frétt um ferð Leifs heppna til Vínlands. Þegar hann kom aftur til Portúgal komst hann í samband við lækninn Paolo Toscanelli frá Flórens, sem var einn af lærðustu mönnum sinnartíðar. 4. Toscanelli hafði gert uppdrátt sem sýndi að besta leiðin til að komast til Indlands væri sú að sigla í vestur, og þessi uppdráttur varð besta stoð Kólum- busar. Hann náði nú tali af kónginum í Portúgal og lagði áætlanir sínar fyrir hann. Kónginum leist vel á þær, en Kólumbus gerði svo miklar kröfur, að kóngurinn vísaði honum frá sér og Kólumbus féll í ónáð hjá honum og varð að flýja frá Portúgal. — Hvert ætlarðu með þennan stóra stein? — Það er nú bara sýnishorn af húsinu mínu, sem ég er að reyna að selja honum bróður þínum. — Mér er alveg óskiljanlegt hvað ég hefi gert við sjálfblekunginn minn. — Máske þér hafið notað hann í hugs- unarleysi til að mæla í mér hitann. ÓTRYGG FÓTFESTA Norðmaðurinn: Og ég sem gaf syni mín- um ameríkönsk hickory-skíði, indverska skíðastafi, þýska vettlinga og enskar legghlífar! Og svo tapaði hann í fimmtíu kílómetra-göngunni! 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.