Æskan - 01.01.1982, Blaðsíða 36
ÆVINTÝRI RÓBÍNSONS KRÚSÓ
eyra Ijónsins og hleypti skotinu gegnum hausinn, svo
dýrið steindrapst. Síðan fló Róbínson húðina af Ijóninu
og breiddi hana til þerris yfir káetuna. Enn voru liðnir tíu
dagar og ekki hafði ræst sú ósk Róbínsons, að hann fengi
að mæta ensku eða portúgölsku kaupskipi. Nesti hans
var að þrotum komið, og hafði hann þó haldið svo spart
á, sem frekast var unnt. En nú sá hann, að strendurnar
fóru að verða byggðar og bar öðru hverju fyrir hann
svarta menn og nakta.
Einu sinni lagði hann þar að, er hann sá villimenn
allmarga á ströndinni, og gerði hann þeim skiljanlegt
með bendingum, aö hann vildi fá vistir. Hlupu þá nokkrir
af svertingjunum af stað og komu aftur með vindþurrkað
kjöt og korn í poka. En með því hvorugir trúðu öðrum,
þá var ekki að vita, hvernig vistirnar ættu að afhendast.
En það fundust fljótt ráö til þess. Villimennirnir báru
vistirnar ofan að flæðarmálinu og hörfuðu síðan kipp-
korn frá sjónum, en Róbínson og Xúrý tóku þær og fluttu
út í bátinn, og þá færðu villimennirnir sig aftur nær.
Róbínson tjáði þeim þakklæti sitt með bendingum og
látbragði, en í sama bili komu tvö villidýr hlaupandi ofan
úr fjalli og eltust þau í ákafa. Flýðu þá svertingjar aliir,
nema einn stóð eftir og hélt á lensu.
Dýrin stukku út í sjóinn og byltu sér þar; sá Róbínson
þá, að þetta voru tígrisdýr. Annað þeirra kom allnærri
honum og skaut hann það gegnum hausinn. Þá stakk
það sér, en kom brátt upp aftur og gekk á því þangað til
það drapst og flaut hreyfingarlaust á sjónum. Hitt tígris-
dýrið hafði fælst við skotið og stokkið burt í skyndi.
Eins var um svertingjana, að þeir höfóu skelfst við
skotið, og lágu sumir þeirra eins og dauðir á jöróinni.
Róbínson benti þeim vinalega, en það var samt ekki fyrr
en eftir dálitla stund, að nokkrir þeirra áræddu að koma
nær. En smám saman skildu þeir hvorir aðra og komu sér
vel saman; fengu svertingjar kjötið af tígrisdýrinu, en
Róbínson skinnið. Auk þess færðu svertingjarnir honum
hreint og gott vatn til ferðarinnar og talsverðan vista-
forða.
Eftir það siglir Róbínson í ellefu daga og lendir hvergi;
hélt hann jafnan í suður og kom loks í námunda við
Grænhöfða. Þá sá hann skip eitt úti á rúmsjó, og komst
hann til þess eftir fjögurra stunda siglingu. Þetta var
portúgalskt kaupskip, og var skipstjóri þegar fús á að
taka við þeim Róbínson og Xúrý.
Varð Róbínson þá svo fegin fjörlausninni, að hann
bauð skipstjóranum aleigu sína í launa skyni. En hann
var drengur hinn besti og þáði ekki boðið. Seinna mælt-
ist hann þó til við Róbínson, að hann fengi að halda Xúrý
hjá sér og hét að uppala hann í kristilegri trú og gefa
hann frjálsan, þegar hann væri fullorðinn. Reyndar sá
Róbínson eftir sveininum, en samt varð hann við tilmæl-
um skipstjórans. Skipstjórinn keypti af honum bátinn,
byssurnar og dýraskinnin fyrir góða upphæð, svo það
var öðru nær en Róbínson færi tómhentur í land, þegar
skipið hafði hafnað sig þar við land sem til var siglt, en
það var í Brasilíu.
Næst: Róbínson í Brasilíu. Skipbrot.
HVAÐA LEIÐ Á AÐ FARA?
Nú er betra fyrir froskmanninn að rata rétta leið
að fjársjóðnum, því annars á hann á hættu að
lenda í hákarlskjafti eða kolkrabbaörmum og er
hvort tveggja miður gott.
32