Æskan - 01.01.1982, Blaðsíða 24
- segir poppsöngvarinn BOB DYLAN
Það vekur jafnan mikla athygli
þegar frægt fólk snýst til kristinnar
trúar. Á síðustu árum og áratugum
hefur það gerst nokkrum sinnum að
þekktir popp-söngvarar hafa tek-
ið afturhvarfi og játað trú á Jesúm
Krist. Sem dæmi má nefna „dreifbýl-
issöngvarann“ Johnny Cash, Cliff
Richard, sem lengi söng með hljóm-
sveitinni The Shadows, rokk- og
ádeilusöngvarann Barry McGuire,
Dan Peek, sem var einn þriggja
meðlima hljómsveitarinnar America,
og Joe English, sem var trymbill í
Wings, hljómsveit Paul McCartneys, í
nokkur ár. Þannig mætti áfram telja.
Allir hafa þessir söngvarar gefið út
eina eða fleiri hljómplötur, sem hafa
að geyma texta með kristilegum
boðskap, og vilja þeir á þann hátt
nota tónlist sína til að koma boð-
skapnum um Jesúm Krist á framfæri.
Mesta athygii hefur þó afturhvarf
Bob Dylans 1978 líklega vakið. Hann
hefur nú gefið út þrjár hljómplötur
sem hafa að geyma kristinn boðskap,
þ. e. a. s. „Slow Train Coming'1, sem
kom út árið 1979, „Saved“, sem kom
út 1980, og nú í haust kom platan
„Shot of Love“. Dylan byrjar alla
hljómleika sem hann heldur með
orðunum: „Ég syng fyrir ykkur í krafti
Guðs og í Jesú nafni.“ Hljómleika-
sviðið er ræðustóllinn hans. Þannig
hefur það að vísu alltaf verið, en nú er
boðskapurinn annar. Nú vill hann
benda á Jesúm Krist sem frelsara.
Fyrir nokkru birtist fyrsta viðtalið
við Bob Dylan síðan hann varð krist-
inn. í þessu viðtali staðfestir hann
það sem komið hefur fram á þremur
síðustu hljómplötum hans: — Ég er
endurfæddur kristinn maður.
Hann segir frá því að árið 1978 hafi
Jesú Kristur birst honum á sérstakan
hátt í sýn. Heilagur andi var nálægur
og hann tók afturhvarfi.
Hann segir síðan:
— Ýmsir halda að menn verði að
vera jafnvægislausir og uppfullir af
alls konar vandamálum til að geta
frelsast. Fólk heldur jafnvel að það
gerist vegna þunglyndis. Þannig var
því alls ekki farið með mig — þvert á
móti. Mér hafði liðið sérstaklega vel,
einkum árið 1978. Allt gekk vel og ég
var í góðu jafnvægi. En á langri
hljómleikaferð þetta ár var með mér
góður vinur minn, sem sagði mér
ýmislegt gott um sjálfan sig og líf sitt,
m. a. sagði hann mér frá Jesú.
Bob Dylan heldur áfram:
— Ég þóttist vita með sjálfum mér
að ég hefði ekkert að sækja til þeirrar
persónu eða þeirrar trúar, svo að ég
vísaði þessu frá mér og sagði: „Ef til
vill einhvern tíma seinna."
Nokkrum dögum eftir að hljóm-
leikaferðinni lauk var ég heima hjá
mér og hafði ekkert fyrir stafni. Þá
hafði ég samband við þennan vin
minn aftur og sagðist nú hafa tíma til
að hlusta og jafnvel læra meira um
þessi mál.
Ég var tortrygginn og spurði ótal
spurninga, sem mér fannst ég verða
að fá svar við.
Dylan hitti einnig nokkra unga
presta, en hann var einnig tortrygg-
inn gagnvart þeim og fullur efa-
semda. En hann var þó tilbúinn til að
hlusta.
— Ég hafði sjálfur beðið um meiri
upplýsingar, segir hann.
Bob Dylan skilur enn ekki sjálfur
hvað gerðist í raun og veru þegar
hann byrjaði allt í einu að sækjast
eftir fræðslu um Biblíuna og boðskap
hennar.
— Einn morguninn vaknaði ég kl.
7 og stuttu síðar var ég byrjaður að
rannsaka ritninguna. Það er ekki rétt
eins og sumir hafa haldið fram að ég
hafi tekið mér þriggja mánaða leyfi til
þess að fræðast um boðskap Biblí-
unnar. Ég hef ekki tækifæri til að taka
mér svo langt frí, en ég hef nægan
tíma til að halda áfram að lesa Biblí-
una og fræðast um boðskap hennar á
sama hátt og allir aðrir kristnir menn.
Dylan er spurður að því hvort hann
sé ekki hræddur um, að það sem
hann hafi nú sagt verði notað gegn
honum, t. d. eftir 5 ár, ef hann hafi þá
breytt um skoðun.
— Nei, eiginlega ekki. Þetta erein
af ástæðunum fyrir því að ég hef ekki
fyrr tjáð mig opinberlega um þessa
hluti í viðtali. Ég vildi vita hvað gerð-
ist og ég held að héðan af mundi þeir
er endur^œddur
hriátinn muÉur