Æskan - 01.01.1982, Blaðsíða 21
ÆSKAN
83ÁRA
Síðustu nemendur
skólameistarans
Frásögn eftir Bill Rose
ÆSKAN
83ÁRA
I heimalandi Ferenc Hrdlyka skólameistara í Aust-
ur-Evrópu var litið upp til hans, sem mikilhæfs uppeldis-
fræðings og skólamanns.
En þegar hersveitir Hitlers brutust inn í land hans árið
1941, var hann sendur í fangabúðir og brennimerktur á
annan handlegg. Vinir hans í Englandi og Ameríku ótt-
uðust að þeir myndu aldrei framar sjá hann í þessu lífi.
En Hrdlyka var bjargað. Þegar Dachau-fangabúðirnar
voru opnaðar í stríðslok 1945 fannst hann þar. Þegar
vinir Hrdlyka fréttu að hann væri heill á húfi, tókst þeim
að koma því í kring, að hann flyttist til Ameríku. Og
nokkrum mánuðum eftir fengið frelsi stóð hinn aldni
skólameistari á þilfari eins Ameríkufarsins og sá skýja-
kljúfa New York rísa úr sæ.
Allir vinir hans og kunningjar frá því fyrir stríðið stóðu
á bryggjunni og buðu hann velkominn. Meðal þeirra var
systir hans, en á hinu friðsæla heimili hennar átti hann að
búa í framtíðinni. Hrdlyka þakkaði hrærður móttökurnar,
og svo ók hann til heimilis systur sinnar í útjaðri New
York.
Daginn eftir fékk Hrdlyka sér göngu út í skemmtigarð
þar í nágrenninu, þar sem hópur drengja safnaðist utan
um hann og gerði hróp að honum, vegna hins undarlega
klæðnaðar þessa ókunnuga manns og hvíta skeggsins
sem hann bar.
,,Sjáið karlinn", hrópaði einn af drengjunum. ,,Hvað
ert þú að gera hingað í garðinn okkar gamli karl?"
Gamli maðurinn brosti vingjarnlega til drengjanna og
tók sér sæti á einum bekknum. Því næst tók hann út-
skorna pípu upp úr vasa sínum og byrjaði að reykja.
Þegar hann hafði setiö þarna stundarkorn og virt börnin
fyrir sér, er voru að leik í garðinum, reis hann á fætur og
gekk burtu. Krakkarnir hlupu á hæla honum, og hlógu að
hinni snjáðu húfu hans og því hversu reikull og skjögr-
andi hann var í göngulagi.
Þegar gamli skólameistarinn kom aftur í garðinn
daginn eftir, brosti hann til barnanna, eins og ekkert
hefði í skorist. Þau hrópuðu að honum ókvæðisorðum,
eins og daginn áður, en gátu ekkert skilið í því, að gamli
maðurinn skyldi ekki stökkva upp á nef sér, en einungis
brosa til þeirra af umburðarlyndi.
Og þannig gekk þetta hvern dag um hríð, en smátt og
smátt hættu börnin að gera hróp að þessum undarlega
útlendingi, sem aðeins brosti góðlátlega, er þau reyndu
að stríða honum. Og þar kom, að börnin fóru að brosa
vingjarnlega til hans.
En einn góðan veðurdag hættu börnin að sjá gamla
manninn í garóinum. Það liðu margir dagar, án þess að
hann kæmi, og börnin tóku að spyrjast fyrir um hann
þarna í hverfinu. Loksins komust þau að því, hvar hann
bjó og hringdu á dyrnar. Systir hans kom til dyranna og
lauk upp. Hún var klædd sorgarbúningi.
„Bróðir minn andaðist fyrir tveimur dögum", mælti
hún við börnin.
,,Við sáum hann alltaf hérna í garðinum", sagði einn af
drengjunum, ,,og stríddum honum í fyrstu."
,,En hvers vegna hættuð þið því?" spurði systir hans.
,,Ég veit það ekki", svaraði drengurinn. „Okkur fór
bara ósjálfrátt að þykja vænt um hann".
Gamla konan brosti með sjálfri sér, þegar hún lokaði
dyrunum. Henni skildist að bróðir sinn hefði kennt
börnunum það, sem þau myndu aldrei gleyma. En ef til
vill var það gott, að þau vissu ekki að þennan lærdóm
hafði hann kennt þeim án eigin vitundar, því frá því er
nasistarnir höfðu misþyrmt honum í fangabúðunum, var
hann gersamlega heyrnarlaus.
1. Saman göngum við götuna fram
2. Ding-Dang — klukkurnar klingja
1. Saman göngum við götuna fram
2. I kirkjuna til að syngja
1. Hér er kirkjan — við erum saman
2. Ding-Dang — klukkurnar klingja
1. Hér er kirkjan — við syngjum saman
2. kirkju er gaman að syngja
1. Guð er hér í kirkjunni sinni
2. Hann er hér — krjúptu niður
1. Guð er hér í kirkjunni sinni
2. Hljóður er sá, sem biður.
1 og 2. Hann er hér — Drottinn er hér
Hallelú — Hallelú — Hallelúja.
21