Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1982, Blaðsíða 9

Æskan - 01.01.1982, Blaðsíða 9
Ui 11111 lilctír uypHöcTyicimpí T áuQum'hculST^ Ég hnippi í Odd til merkis um að við skulum flýta okkur af stað. Strákarnir eru til alls vísir. Auðvitað erum við bara smápollar sem þeir eiga alls kostar við. Hvar eru bremsurnar? spyr langi strákurinn glottandi. Ha, bremsurnar, svara ég í fáti, þær hafa víst gleymst. Ha, ha, ha! Hafið þið nokkurn tíma heyrt annað eins, þrufukeyra bremsulausan bíl. Strákurinn hlær trölla- hlátri. Þetta er líklega rétt, bremsurnar hafa gleymst. En nú er enginn tími til að hugsa um það. Mér sýnist stóri strák- urinn vera þess albúinn að taka bílinn af okkur Oddi. Oddur skynjar líka hættuna, hann dembir sér í fram- sætið. Ertu tilbúinn, hvíslar hann. Já. Oddur spyrnir fætinum fast í gangstéttina, og bíllinn rennur af stað. Drepið ykkur ekki, hrópar langi strákurinn, og það er ekki laust við aðdáun í röddinni. Hafið engar áhyggjur, hrópa ég. Þaó eru ógurlega kaldir kallar. Nýi bíllinn rennur mjúklega undan hallanum. Það er ósköp þægilegt að renna svona áfram alveg fyrirhafnar- laust. Sem betur fer sést engin lifandi sál á gangstéttinni, svo að við erum alveg öruggir. Reyndar er beygja á göt- unni neðar í brekkunni og hornhúsið byrgir útsýn. En það á ekki að vera neinn vandi að víkja til hliðar, ef á þarf að halda. Bíllinn eykur smám saman hraðann. Ætlarðu ekki aö lofa mér að keyra líka, kallar Oddur. Jú, jú, auðvitað, en það er ekki hægt að stoppa í miðri brekku. Þú stýrir í næstu ferð. Allt í lagi. Eftir þvísem hraðinn eykst byrjar bíllinn að titra og ég á fullt í fangi með að hafa stjórn á honum. Hvað sýnir hraðamælirinn? hrópar Oddur hlæjandi. Hann skemmtir sér konunglega. Hundrað kílómetra, hrópa ég á móti í sama tón. En það er ekki lengi sem við Oddur hlæjum og gerum að gamni okkar. Skyndilega sortnar mér fyrir augum. Fyrir hornið kemur Halla sjoppueigandi kjagandi, hún er næstum því eins þreið og gangstéttin. Tryllitækið stefnir beint á hana og vegalengdin er svo stutt að árekstur virðist ekki umflúinn. Það kemur fát á Höllu, hún fórnar höndum, en gerir enga tilraun til að forða sér. Ég legg á stýrið og snarbeygi. Oddur er of seinn að ná handfestu, hann skutlast út úr bílnum eins og fljúgandi furöuhlutur og grefst inn í maga sjoppukonunnar. Ég finn hvernig bíllinn lyftist og rennur áfram stjórnlaus á tveimur hjólum. Loks hafnar hann utan vegar á hvolfi. Mér hafði þó tekist að forða bílnum frá árekstri. Ég skríð undan flakinu og flýti mér uþp á gangstéttina. Ertu ómeiddur? hrópar Oddur sem rétt í þessu er líka aö brölta á fætur. Já, en þú? Oh, fann ekkert til, hún er mjúk eins og svampur. SUMARBÚSTAÐUR PÉTURS MIKLA RÚSSAKEISARA Eftir að Pétur hafði sigrað Karl XII Svíakonung byggði hann sér sumarhús 30 km frá Pétursborg (Leningrad). Sumarhúsið heitir Petro-dvorets. Á myndinni sést hluti af skemmtigarðinum. Þar eru fagrir gosbrunnar. Sjoppukonan er öskugrá í framan af reiði. Það er ekki ykkur að þakka að ekki varð stórslys. Réttast væri að hringja í lögregluna. Svona peyja á að setja á bak við lás og slá. Síðan strunsar hún burt. Við látum raus sjoppukonunnar sem vind um eyrun þjóta og förum að athuga bílinn. Fyrsta verk okkar er aö velta bílnum við, það er skemmtilegra að hann standi á hjólunum. Bíllinn virðist óbrotinn að því frátöldu að hann hefur eitthvað gefið sig um miðjuna. Okkur kemur saman um að það þurfi að styrkja betur grindina. Það er alveg rétt sem stóri strákurinn sagði, það vantar bremsur á bílinn, segir Oddur vandræðalegur. Það er merkilegt að sjoppukonan skyldi ekki haggast við áreksturinn. Já, hugsaðu þér ef þú hefðir lent á einhverri hor- beyglu, þá hefði orðið stórslys. Oddur hlær. Ég verð að biðja pabba að hjálpa okkur að smíða ein- hvers konar bremsur á bílinn, segi ég íhugandi. Oddur kinkar kolli og dregur upp snæri úr vasa sínum og bindur um bitann milli framhjólanna. Við drögum bíl- inn til skiptis. Lengri verður reynsluferðin ekki að þessu sinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.