Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1982, Blaðsíða 31

Æskan - 01.01.1982, Blaðsíða 31
1-Sindbaó missti ekki kjarkinn, en lét aftur leiöast af hinni áköfu ferðafýsn, sem alltaf stríddi á hann. Ráðstaf- aði hann öllum eigum sínum og lagði af stað með miklar vörur og sigldi víða. En einn dag barsvo við, aó ofsabylur skall á. Rakst þá skipið á grunn og brotnaði í spón. 2. Margir af farmönnum og kaupmönnum drukknuðu og allur farmurinn týndist. En til allrar hamingju náði Sind- bað í skipsflak, eins og ýmsir aðrir sjómenn og kaup- menn. Bar straumurinn þá að eyju. Voru þeir dasaðir og hnuggnir af óláni sínu og rænulitlir. 3. Morguninn eftir, þegar sól var komin upp, gengu þeir frá ströndinni og ætluðu að kanna eyna. En ekki höfðu þeir gengiö lengi, er þeir sáu fjölda vopnaðra blökku- mannaflykkjast íkringum sig. Fóru blökkumennirnir meó þá til húsa sinna, og lenti Sindbað á sama staö og fimm aðrir förunautar hans. 4. Þeim félögum var nú vísað til sætis og jurtir nokkrar á borð bornar. Bentu svertingjarnir þeim að eta. Félagar Sindbaós tóku ekki eftir því, að svertingjarnir átu ekkert sjálfir. Hugsuðu þeir ekki um annað en að seðja sáran sult sinn. En Sindbað grunaði, að svik mundu búa undir og bragðaði ekki jurtirnar. 5. Var það mikil heppni fyrir Sindbaö, því að brátt sá hann, að förunautar hans urðu vitskertir og vissu ekki, hvað þeir gerðu eða sögðu. Var nú á borð borinn hrís- grjónagrautur með kókósviðsmjöri. Átu hinir vitskertu menn hann með græðgi. Sindbað bragðaði einnig á grautnum, en þó með mestu hófsemi. 6. Svertingjarnir voru mannætur. Höfðu þeir gefið þeim félögum jurtirnar til að firra þá vitinu, svo að þeir skyldu gleyma óláni sínu. En með grjónagrautnum ætluðu þeir að fita þá. Sindbað, sem einn var heilvita, horaðist niður, enda kvaldist hann sí og æ af dauðaangist og hafði enga matarlyst. MYNDIR ÚR „ÞÚSUND OG EINNI NÓTT“ VII. Fjórða ferð Sindbaðs farmanns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.