Æskan - 01.01.1982, Blaðsíða 39
ÚRSLIT vinsældavals ÆSKUNNAR
BUBBIVANN STÚRKOSTIEGANSIGUR
arleikara og Björgvini Halldórssyni
söngvara. Við vísurnar kannast allir:
,,Ríðum heim til Hóla", ,,Út um græna
grundu" o. s. frv.
Nú er ég klæddur
og kominn á ról
Rödd og söngstíll Megasar höfða
ekki til allra. En fyrir þá sem hafa
gaman af Megasi er þessi plata
hreinasta perla. Á henni syngur Meg-
as allar vísurnar sem við syngjum
(sungum) í skólanum, í sandkassan-
um og á Jitlu jólunum". Vísur eins og
„Guttavísur", ,,Nú er ég klæddur og
kominn á ról" og margar fleiri. Út-
setningar og hljóðfæraleikur er í
höndum Scott Gleckers bassaleikara
Sinfóníunnar og Guðnýjar Guð-
mundsdóttur fiðluleikara.
Auk þeirra platna sem hér hafa
veriö nefndar eru á markaðnum ýms-
ar góðar unglingaplötur sem höfða
mjög til barna. Þar ber hæst plöt-
urnar „Geislavirkir" og ,,45 rpm"
með Utangarðsmönnum og ,,ísbjarn-
arblús" og „Plágan" með Bubba
Morthens. Á umræddum plötum er
fjörugur og góður hljóðfæraleikur, vel
samin lög og frábær söngur.
Jens