Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1982, Blaðsíða 40

Æskan - 01.01.1982, Blaðsíða 40
INNLENDI John Lennon. ' Líklega hafa ýmsir búist við sigri Bubba Morthens í þessari vinsælda- könnun. En að Bubbi yrði langvin- sælasti söngvarinn og vinsælasta poppstjarnan með vinsælustu plöt- urnar og vinsælustu lögin; það hafa áreiðanlega ekki einu sinni áköfustu aðdáendur rokkkonungsins séð fyrir. Vinsælasta hljómsveitin, Utangarðs- menn, er jafnframt sú hljómsveit sem Bubbi starfaði lengst af með. í september s.l. leysti Bubbi hinsvegar Utangarðsmenn upp og stofnaði nokkru síðar nýja hljómsveit, Egó. Nýja hljómsveitin var aftur á móti ekki komin fram í dagsljósið þegar þessi vinsældakönnun var gerð. Þannig að Egó komst eðlilega ekki á blað (að ■■ sinni?). En margfaldur sigur Bubba hlýtur að vera Egói góður upphafsbyr. Æskan óskar hljómsveitinni allra heilla um leið og hún óskar Bubba til hamingju með stórsigurinn. í upphafi þessarar vinsældakönn- unar lofuóum við að draga nöfn þriggja þátttakenda út og verðlauna þá. Verðlaunin koma í hlut þeirra: Borgþórs B. Borgarssonar (11 ára), Goðdölum, Lýtingsstaðahreppi, Skagafirði; Björgvins Gunnarssonar (14 ára), Gilsbakka 2, Seyðisfirði og Árna Gíslasonar (16 ára), Vanabyggð 2-F, Akureyri. Þeim og öðrum þátttakendum þökkum við kærlega fyrir góða þátt- töku. MARKAÐURINN (stigafjöldinn er innan sviga) Vinsælasti söngvarinn: 1. BUBBI MORTHENS .........(609) 2. Pálmi Gunnarsson .......(300) 3. Björgvin Halldórsson ...(201) 4. Jóhann Helgason ........(113) 5. Mike Pollock ............(29) Það má svo sannarlega segja að Bubbi sé langvinsælasti söngvarinn. Hann fékk næstum því jafn mörg stig og allir hinir söngvararnir til samans! Vinsælasta hljómsveitin: 1. UTANGARÐSMENN ..........(457) 2. Upplyfting .............(189) 3. Fræbblarnir ............ (86) 4. Bara-flokkurinn .........(83) 5. Þeyr ................... (44) Lengi lifir í gömlum glæðum. Þótt Utangarðsmenn séu ekki lengur til sem hljómsveit þá eiga þeir ennþá sína aðdáendur. Og það ekki svo fáa: Rúmlega helmingi fleiri en allar hinar hljómsveitirnar til samans! Vinsælasta iagið: 1. SEGULSTÖÐVARBLÚS með Bubba .............(176) 2. Plágan með Bubba .....(114) 3. Endurfundir m. Upplyftingu (112) 4. Þór með Utangarðsmönnum (98) 5. Stebbi stuðari með Ladda .. (83) Bubbi hefur sungið svo mörg skemmtileg lög að þátttakendur lentu greinilega í vandræðum með að velja á milli þeirra. Þannig röðuðu heil 10 lög með Bubba (ýmist einum eða ásamt Utangarðsmönnum) sér í 6.—15. sætið í þessari röð: Sigurður var sjómaður — Utang.m. (70); Þú hefur valið (63); Hiroshima —- Utang.m. (56); Bólivar (48); Rækju- reggae ha, ha, ha — Utang.m. (29); Isbjarnarblús (28); Mb. Rosinn (25); Hrognin eru að koma (21); Stál & Hnífur (19); Miðnesheiði —Utang.m. (15). Vinsælasta hljómplatan: 1. PLÁGAN með Bubba ........(272) 2. Geislavirkir m. Utangarðsm. (233) 36 wmmmmm^^^^^^mmmmmmm^^mm^m
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.