Æskan - 01.01.1982, Blaðsíða 20
ÆSKAN
83ÁRA
FJÖLSKYLDUÞkTTUR
í umsjá Kirkjumálanefndar Bandalags kvenna í Reykjavík.
'1!
í
n iiii
/ / *
Einu sinni var Jesús boöinn heim til manns, sem var
bæði þekktur og hátt settur. Jesús tók eftir því, að þarna
voru margir svokallaðir betri borgarar meðal gestanna,
og margir þeirra voru mjög ríkir. Húsbóndinn hafði auð-
sjáanlega boðið mörgum, sem hann vissi, að myndu
bjóða honum aftur.
Þá varð Jesú hugsað til þess, hvernig Guð er. Hann
gerði engan mun á fólki, en er jafngóður við alla —
fallega og Ijóta — ríka og fátæka — góða og vonda. Og
svo sagði Jesús þeim þessa sögu:
Það var einu sinni maður, sem ætlaði að halda veislu,
og hann bauð mörgum gestum. Þegar allt var tilbúið, og
veislan gat farið að byrja, sendi hann þjóna sína af stað,
og þeir áttu að segja við gestina: ,,Komdu, því nú er allt
tilbúið", en engir af gestunum vildu koma. Einn sagði:
,,Ég er nú búinn að kaupa jörð, og ég verð að fara að
skoða hana, ég get bara ekki komið". Annar sagði: ,,Ég
er nýbúinn að kaupa 5 naut, og ég verð að fara og líta á
þau. Þess vegna get ég ekki þegið boðið". Sá þriðji
sagði: ,,Ég var nú að enda við að gifta mig, svo ég hef því
miður engan tíma til að koma“.
Svo kom þjónninn heim og sagði húsbónda sínum, að
gestirnir kærðu sig ekki um að koma í veisluna. Þá varð
húsbóndinn reiður og sagði: ,,Við bjóðum bara öðrum
gestum. Flýttu þér nú, og reyndu að finna eins marga og
þú getur".
Margir af þeim, sem komu, voru haltir, aðra varð að
leiða, því að þeir voru blindir og gátu ekki fundið veginn.
Allt þetta fólk var mjög ánægt, og vildi gjarnan koma.
Þjónninn bauð öllum, sem hann sá.
Að stundu liðinni kom þjónninn til baka og sagði:
Húsbóndi, nú hefi ég gert eins og þú sagðir mér, og þó er
enn þá pláss fyrir fleiri gesti. Þá sagði húsbóndi hans:
,,Farðu út og leitaðu uppi alla, sem vilja koma svo hús
mitt verði fullt“.
Frá þessu sagði Jesús. Og svona er Guð. Guð vill að
allir komi til hans, en mörgum finnst annað miklu þýð-
ingarmeira, og neita boðinu. Eigum við ekki að hugleiða
þessa sögu núna í ársbyrjun, og taka þá ákvörðun aö
þiggja boð Guðs og reyna að ganga á hans vegum.
Guð gefi ykkur öllum gott og heillaríkt ár 1982.
H.T.
20