Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1982, Blaðsíða 42

Æskan - 01.01.1982, Blaðsíða 42
Það virðist svo, sem íslenska póststjórnin hafi góða trú á tölunni 13, því aó á árinu 1980 voru það 13 frí- merki sem sáu dagsins Ijós og aftur voru gefin út 13 frímerki árið 1981. Þau fyrstu sem komu út á árinu 1981 voru tvö frímerki með myndum af merkum ís- lendingum og voru það þeir ---------------------------1 og ritstörf, gerðist auka- prófessor við háskólann þar í fornþókmenntum Norður- landa, jafnframt því sem hann varð aðstoðarmaður við leyndarskjalasafnið og skip- aður síðan forstöðumaður þess 1829. — Hann var mjög starfsamur og hafði á hendi ýmis trúnaðarstörf auk emb- ættis síns og starfaði mikið Magnús Stephensen 170 aurar blátt og Finnur Magnússon 190 aurar brúnt. Teiknari merkjanna var Þröstur Magnússon og voru frímerkin prentuð í prent- smiðju frönsku póstþjónust- unnar. — Stærð frímerkjanna er 26X40 mm og prentunar- aðferð svokölluð djúpprent- un. Útgáfudagurinn var 24. febrúar. Útgáfunúmer er 199. í auglýsingu frá póststjórn- inni segir svo um þessi merki: Magnús Stephensen, dóm- stjóri, fæddist aö Leirá í Leir- ársveit 27. desember 1762. Foreldrar hans voru Ólafur stiftamtmaður Stefánsson og kona hans Sigríður Magnús- dóttir. Hann tók stúdentspróf utanskóla í Skálholti 1779 og hóf nám í lögfræði 1781 við háskólann í Kaupmannahöfn. Lögfræðiprófi lauk hann í maí 1788. Frá 1793 til 1795 var hann settur landfógeti. Landsyfirdómurinn á Islandi var stofnaður 11. júlí 1800, og varð Magnús þá dómstjóri þar og gegndi því embætti til æviloka, 17. mars 1833. — Hann bjó fyrst að Leirá, síðan að Innra-Hólmi og síðast í Viðey, sem hann keypti. Þar rak hann þá einu prentsmióju, sem til var í landinu, og hafði umsjá með öllu, sem prentað var þar. Eftir hann liggur mik- ið á prenti af ýmiss konar ritum, sem varða íslenskt þjóófélag og þjóðfélagshætti. Enn- fremur eru varðveittar í hand- riti eftir hann ritgerðir í lögum og tillögur um sveitarstjórn svo og margvísleg málefni önnur. — Hann var sæmdur doktorsnafnbót í lögum við Hafnarháskóla þann 6. apríl 1819. Kona hans var Guðrún Vigfúsdóttir. Finnur Magnússon, leyndarskjalavörður, fæddist í Skálholti 27. ágúst 1781. — Foreldrar hans voru Magnús Ólafsson lögmaður og kona hans Ragnheiður Finnsdóttir. — Hann varð stúdent 1797 og innritaðist sama ár í háskól- ann í Kaupmannahöfn og las lögfræði, en hvarf frá því námi og hélt til íslands þar sem hann stundaði ýmis störf til 1812. Hélt hann þá aftur út til Kaupmannahafnar og stund- aði þar fornfræðirannsóknir fyrir Hið íslenska bókmennta- félag, var forseti Hafnardeild- ar þess frá 1839 til dauðadags 24. desember 1847. — Hann var merkur rithöfundur og samdi fjölda ritgerða um goðafræði Norðurlanda og ýmsar greinar íslenskra fræða. Þá annaðist hann þýðingar á ýmsum fræðiritum og lögfræðilegum tilskip- unum á íslensku. Hann var gerður heiðursdoktor við há- skólann í Greifswald árið 1836. Kona hans var Nikolína Barbara Frydensberg. Upplag þessarar frímerkja- útgáfu var 114 milljón merkja. Framhald. 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.