Æskan - 01.01.1982, Blaðsíða 22
'ÆSKAN
i83ÁRA
Nviársdraumur
T!
að var kominn sjötti janúar. Jóla-
leyfið var búið. Jólatréð hafði verið
látið út í snjóinn, og rúið öllu sínu
skrauti.
Skrautið lá á stofuborðinu, milli
stjaka með hálfbrunnum kertum.
Per hafði baeði tekið þátt í undir-
búningi undir jólin og því að ,,bera
jólin út." Hvorttveggja hafði honum
þótt jafn skemmtilegt.
Per tók því með karlmennsku, að
kökukassar móður hans voru nær því
tæmdir. Þetta kvöld fékk hann venju-
legt brauð og sætti sig vel við það.
En það var eitt, sem Per hlakkaði
ekki til: að taka saman skólabæk-
urnar. Móðir hans hafði minnt hann á,
að þetta þyrfti að gerast.
Per lét svo bækurnar í tösku sína.
Voru þær í góðu ásigkomulagi og
hlífóarpappír utan um hverja bók.
Skólataskan með bókunum var lát-
in við rúm Pers. Drengurinn háttaði,
þegar þessu var lokið og steinsofnaði
strax. Það var nauðsynlegt að safna
kröftum undir skólagönguna.
Jólaleyfið var liðið.
Þegar komin var hánótt, opnaðist
skólataskan og landfræðin kom upp
úr henni. Hún mælti: ,,Þekkirðu mig
Per?"
,,Ja—á," sagði Per.
,,/Etlarðu að ferðast með mér á nýja
árinu?" spurði landafræðin.
Per góndi út í loftið. Hann mundi í
svipinn ekki eftir neinni landafræði-
ferð. Landafræðin mælti: ,,í fyrra
ferðuðumst við um Evrópu. Á þessu
ári eigum við að ferðast til Ameríku.
Við komum ekki úr þeirri för fyrr en við
getum teiknað kort af borgum,
vötnum, elfum, fjöllum o. fl.
Per sagði: ,,Hittum við Indíána?"
,,Svo getur farið," svaraði landa-
fræðin.
,,Ja—á," sagði Per. Hann var
spenntur fyrir Indíánum. Honum haföi
ekki til hugar komið, að svo skemmti-
legt væri að tala við landafræðina og
raun bar vitni.
Landafræðin hneigði sig fyrir Per,
og fór að því búnu niöur í töskuna.
Svo kom náttúrufræðin. Hún mælti:
,,Ferðu með mér í ferðalag á þessu
ári, Per?"
Hann svaraði: ,,Pu—. Það er ekkert
annað í þér en um blóm, dýr og þess
háttar."
,,Ég ferðast um náttúrunnar stóra,
dásamlega ríki, og skýri dásemdir
þess sem guð skapaði. Það er líka
feróalag."
Náttúrufræðin fletti blöðum sínum,
og var montin af myndum þeim og
teikningum, er hún var prýdd með.
Hún hélt áfram máli sínu: „Sjáðu! Á
þessu ári förum við um lönd efna-
fræðinnar og eólisfræðinnar. Það eru
lönd full leyndardóma og dulrænna
lögmála. Við höldum svo inn í heima
rafmagnsins. Þú munt verða hrifinn
en verða var við smæð þína.
Er þú kemur úr þessari ferð munt
þú dást að almætti skaparans."
,,Ja—á," svaraði Per. Náttúru-
fræðin gat komið vel oróum að því,
sem hún hafði að segja. Per þótti hún
skemmtileg.
Náttúrufræðin bar sig tígulega. Hún
sagði ekki meira og fór í töskuna.
Þá komu biblíusögurnar. Þessi bók
bar litlu systur sína — sálmabókina —
á handleggnum.
Þessi bók mælti: ..Ætlarðu að
ferðast með mér á nýja árinu, Per?"
Per svaraði: Ætlar þú einnig að
ferðast?"
,,Já, ég ætla til landsins helga. Þú
skalt koma með mér til Jerúsalem,
Getsemane og Golgata. Við skulum
koma á staðina, þar sem Jesús dvaldi.
Við skulum t. d. ganga fram með
Genesaretvatninu."
Per sagði: ,,Ég hef oft farið þetta."
Hann var ekki hrifinn af þessari
væntanlegu ferð.
,,Já, það er rétt," sagði bókin. ,,En
þessi ferð er um andans ríki, og þar
eru allir hlutir ávallt nýir og töfrandi."
Þú verður hrifinn af því, sem þú
heyrir og sérð. Þú verður svo glaður
og þig langar til að syngja. Þessvegna
skulum við hafa systur mína —
sálmabókina — með okkur. Allt, sem
ég fræði þig um, endurtekur hún í
bundnu máli og er stuttorð. En hún
hefur tónana (lögin) til hjálpar.
,,Ja— á,“ sagði Per.
Sálmabókin mælti: ,,Ég hef hlut-
verki að gegna um fram aðrar bækur.
Á helgum dögum hvílast allar skóla-
bækur, að mér undanskilinni. Ég fer
með fólki í kirkju.
Meðhjálparinn festir upp töflu með
númerum. Og í mér eiga kirkjugest-
irnir að finna tilsvarandi númer.
Við munum fara margar ferðir til
kirkju í fylgd hvort með öðru, án
annarra bóka.
Þegar vel liggur á fólki, og það vill
syngja, er margt í mér, sem það getur
sungið. Einnig geta hinir harm-
þrungnu fengið margt hjá mér til þess
að syngja. Ég er mjög þýðingarmikil
bók."
22