Æskan - 01.01.1982, Blaðsíða 50
„ÉG ER DÍSA, EN HANN ER DENGI
1 vö systkini, litla bróður og litlu
systu, langaði til að leika sér á engi,
sem angaði af marglitum blómum, en
þau gátu ekki komist þangað, því að á
milli þeirra og engisins var djúpur
lækur.
Þá gengu þau fram á lækjar-
bakkann og kölluðu: „Kvakmunni
froskur, Kvikmunni froskur!" ,,Já, hér
er ég“, sagði froskurinn, ,,hvað viljið
þið?“ Bróðir litli svaraði:
Hún er Dísa, en ég er Dengi,
dátt er og gaman úti á engi,
spyrjum því Kvikmunna, froskinn
frækinn,
flyturðu okkur yfir lækinn?
„Getið þið haldið niðri í ykkur
andanum, ef nefið er niðri í vatninu?"
spurði froskurinn. ,,Nei, það getum
við ekki“, sagði litli bróðir. ,,Þá verð
ég að segja ykkur þaó, þó mér þyki
það leitt, að ég get ekki borið ykkur
yfir lækinn. En ég skal gefa ykkur gott
ráð: Ef þið viljiö komast yfir lækinn, þá
farið til smiðsins og látið hann gera
brú yfir hann.“
Litli bróðir og litla systa fóru nú til
smiðsins og kölluðu: „Meistari Viðar-
kljúfur! Meistari Viðarkljúfur!" ,,Já“,
sagói smióurinn, ,,hér er ég. Hvað er
ykkur á höndum," Þá mælti litla systa:
Ég er Dísa, en hann er Dengi
dátt er og gaman útí á engi,
froskurinn vill ei lið sitt lána,
læturðu, smiður, brú á ána?
,,Allt í lagi“ sagði smiðurinn. ,,Á
brúin að vera úr timbri eða stein-
steypu."
,,Þú skalt reisa þrjá stöpla úr steypu
og leggja svo borð ofan á þá. Til hlið-
anna á aó vera handrið. Það má vera
úr timbri".
,,Gott og vel“, sagði smiðurinn,
hvort ætlið þið að borga með gulli eða
silfri.“
— Við eigum nú ekkert af því tagi,
svaraði litli bróðir, en ég á sprellikarl,
sem reyndar vantar á annan fótinn,
og Dísa á brúðu, sem höfuðið er
dottið af. Þetta viljum við láta þig fá.
— Því miður get ég ekki gert mér
þessi smíðalaun að góðu. En farið þið
til kóngulóarinnar, hún gerir þetta ef
til vill fyrir ekkert.
Systkinin fóru nú til kóngulóarinnar
og kölluðu: — Frú Frágeng! Frú Frá-
geng! — Já, svaraði kóngulóin.
Hvaða erindi eigið þið.
Þá mælti litli bróðir:
Hún er Dísa, en ég er Dengi
dátt er og gaman úti á engi,
froskurinn vill ei lið sitt lána
lætur ei smiður brú á ána.
— Jæja, þá skal ég gera það, sagði
kóngulóin. — En við höfum enga
peninga, sagði systa.
— Þess þarf ég heldur ekki, litlum
börnum liðsinni ég fyrir ekki neitt.
Svo fékk hún sér bát sem gerður
var úr víðilaufi og fór á honum fram og
aftur og þá var brúin tilbúin. Og nú átti
systa litla að fara fyrst yfir um.
Systa sagði nú: — Bara aö brúin
haldi mér. Ég er ekki viss um það.
— Hvað er þetta, sagði kóngulóin.
Ég hef átta fætur, en þið bara tvo.
Áfram nú og yfir um.
Þá setti bróðir litli kjark í sig, sté út á
brúna og hóf göngu sína. En brúin
svignaði, og allt í einu brast hún í
sundur. Litli bróðir hefði vafalaust
dottið í lækinn, ef systa hefði ekki náð
í hann.
— Þetta hefði ég ekki haldið, sagði
kóngulóin, en svo er sem mér sýnist,
brúin er brotin. Ég get nú ekki orðið
ykkur meir að liði, en ég vil ráða ykkur
aö fara til Vetrarins, hann byggir
traustar en smiðurinn.
Litli bróðir og litla systir létu ekki
segja sér þetta tvisvar. Þau fóru til
Vetrarins og hrópuðu: — Desember-
maóur! Desembermaður! — Já,
svaraði Veturinn, hér er ég. Hvað viljið
þið mér krakkar?
Systa mælti þá fremur dauf í bragði:
Ég er Dísa, en hann er Dengi,
dátt er og gaman úti á engi,
froskurinn vill ei lið sitt lána,
lætur ei smiður brú á ána.
Kónguló byggði að vísu brúna,
er brotin og slitin liggur núna.
46