Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1982, Blaðsíða 8

Æskan - 01.01.1982, Blaðsíða 8
„Legg í lófa karls, karls“. Teikning gerð árið 1947. Það var á bæ einum að börn voru úti hjá hól nokkrum að leika sér. Þau sáu holu í hólnum, og átti stúlka sem yngst var af börnunum að hafa rétt inn í holuna höndina, og sagt að gamni sínu: „Legg í lófa karls, karls, karl skal ekki sjá“. Þá átti að hafa verið lagður stór svuntu- hnappur gylltur í lófa barnsins. ÁSGRÍMSSAFN Ásgrímur Jónsson var ekki eingöngu landslagsmálari. í safni því sem hann ánafnaði þjóð sinni eru varðveitt hundruó teikninga úr hinum ýmsu þjóðsögum okkar, sem margar hverjar eru börnum mjög kærar. Einnig nokkrar sagnamyndir málaðar með olíu- og vatnslitum. í vinnustofu listamannsins eru meðal verkanna myndir úr ævintýrinu um Hlyn kóngsson. Líka Börn í leik, en sú mynd mun vera máluð frostaveturinn mikla. Á aðalvegg í vinnustofunni er 6 mynda samstæða, vatnslitastúdíur málaðar árið 1946, allar úr þjóðsögum. En ekki er vitað í sambandi við sumar þessara mynda úr hvaða þjóðsögum Ásgrímur Jónsson hefur valið sér við- fangsefnið. Á heimili listamannsins er sýning á teikningum og nokkrum vatnslitamyndum, allar úr þekktum sögum, eins og t. d. Djákninn á Myrká, Tröllin á Hellisheiði, Búkolla, Álfakirkjan og Mjaðveig Mánadóttir, en margar myndir gerði Ásgrímur af henni og tröllinu. Þjóðsagnaheimurinn í íslenskum bókmenntum var Ásgrími Jónssyni mikil uppsprettulind í list hans alla ævi. Og má í því sambandi geta þess, að síðasta verkið sem hann vann að fjórum dögum fyrir andlát sitt, þá rúm- liggjandi á sjúkrahúsi, var teikning úr ævintýrinu um Sigurö kóngsson, en við hana gat hann ekki lokið. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74, er opið sunnudaga, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 13.30—16.00. Að- gangur er ókeypis. Við ýtum til skiptis og hinn situr í og stýrir. Bíllinn er lipur og lætur vel að stjórn. Stórfínt farartæki, hrópar Oddur glaður og veifar til krakkahóps sem stendur við opið á söluturninum. Hann vill láta taka eftir nýja bílnum. Ég er aftur á móti ekki upplitsdjarfur. Ég blæs og styn og sveitinn bogar af mér. Það er ekkert skemmtilegt að vera bílvél. Æi, ýttu síðasta spölinn, segi ég lafmóður á hlaup- unum og nem skyndilegá staðar. Sjálfsagt, svarar Oddur og hoppar léttilega út úr bilnum. Ég strýk svitann af enninu með úlpuerminni og sest í bílstjórasætið. U-úff, hvað það er gott að kasta mæðinni. Áður en ég veit af er bíllinn þotinn af stað. Ég gríp í stýrið í ofboði. Eftir hraðanum að dæma sit ég nú í ný- tísku kappakstursbíl. Mér tekst með naumindum að sveigja fram hjá krakkahópnum og stefni beint á sjopp- una. Stopp, stopp! Vélamaðurinn setur á fullt aftur á bak, en samt strýkst bíllinn viö vegginn áður en hann nemur staðar. Eruð þið vitlausir, strákar, ætlið þið að brjóta sölu- turninn, kallar stúlkan í gatinu. Ekkert sér á bílnum, segir Oddur hróðugur. Þið eruð heppnir að hún Halla er ekki komin, hún hefði látið lögregluna hirða ykkur. Við þekkjum Höllu, það er stóra, feita konan sem á sjoppuna. Hún verður ægilega reið ef krakkar rispa fal- lega söluturninn hennar eða krota á hann. Brátt fáum við um annaó að hugsa. Krakkaskarinn hópast í kringum I okkur. Sem beturfer kem ég hvergi auga á Bensa. Er þetta öskubíll? Við önsum ekki svona bjánalegri spurningu. Má ég stýra? spyr stór strákur. Þaö er ekki búið að prufukeyra bílinn. Ha, ha! Sá er góður, prufukeyra svona druslu. Strák- 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.