Æskan - 01.01.1982, Síða 8
„Legg í lófa karls, karls“.
Teikning gerð árið 1947.
Það var á bæ einum að
börn voru úti hjá hól
nokkrum að leika sér.
Þau sáu holu í hólnum,
og átti stúlka sem yngst
var af börnunum að hafa
rétt inn í holuna höndina,
og sagt að gamni sínu:
„Legg í lófa karls, karls,
karl skal ekki sjá“.
Þá átti að hafa verið
lagður stór svuntu-
hnappur gylltur í lófa
barnsins.
ÁSGRÍMSSAFN
Ásgrímur Jónsson var ekki eingöngu landslagsmálari.
í safni því sem hann ánafnaði þjóð sinni eru varðveitt
hundruó teikninga úr hinum ýmsu þjóðsögum okkar,
sem margar hverjar eru börnum mjög kærar. Einnig
nokkrar sagnamyndir málaðar með olíu- og vatnslitum.
í vinnustofu listamannsins eru meðal verkanna myndir
úr ævintýrinu um Hlyn kóngsson. Líka Börn í leik, en sú
mynd mun vera máluð frostaveturinn mikla.
Á aðalvegg í vinnustofunni er 6 mynda samstæða,
vatnslitastúdíur málaðar árið 1946, allar úr þjóðsögum.
En ekki er vitað í sambandi við sumar þessara mynda úr
hvaða þjóðsögum Ásgrímur Jónsson hefur valið sér við-
fangsefnið.
Á heimili listamannsins er sýning á teikningum og
nokkrum vatnslitamyndum, allar úr þekktum sögum, eins
og t. d. Djákninn á Myrká, Tröllin á Hellisheiði, Búkolla,
Álfakirkjan og Mjaðveig Mánadóttir, en margar myndir
gerði Ásgrímur af henni og tröllinu.
Þjóðsagnaheimurinn í íslenskum bókmenntum var
Ásgrími Jónssyni mikil uppsprettulind í list hans alla ævi.
Og má í því sambandi geta þess, að síðasta verkið sem
hann vann að fjórum dögum fyrir andlát sitt, þá rúm-
liggjandi á sjúkrahúsi, var teikning úr ævintýrinu um
Sigurö kóngsson, en við hana gat hann ekki lokið.
Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74, er opið sunnudaga,
þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 13.30—16.00. Að-
gangur er ókeypis.
Við ýtum til skiptis og hinn situr í og stýrir. Bíllinn er lipur
og lætur vel að stjórn.
Stórfínt farartæki, hrópar Oddur glaður og veifar til
krakkahóps sem stendur við opið á söluturninum. Hann
vill láta taka eftir nýja bílnum.
Ég er aftur á móti ekki upplitsdjarfur. Ég blæs og styn
og sveitinn bogar af mér. Það er ekkert skemmtilegt að
vera bílvél.
Æi, ýttu síðasta spölinn, segi ég lafmóður á hlaup-
unum og nem skyndilegá staðar. Sjálfsagt, svarar Oddur
og hoppar léttilega út úr bilnum.
Ég strýk svitann af enninu með úlpuerminni og sest í
bílstjórasætið. U-úff, hvað það er gott að kasta mæðinni.
Áður en ég veit af er bíllinn þotinn af stað. Ég gríp í
stýrið í ofboði. Eftir hraðanum að dæma sit ég nú í ný-
tísku kappakstursbíl. Mér tekst með naumindum að
sveigja fram hjá krakkahópnum og stefni beint á sjopp-
una.
Stopp, stopp!
Vélamaðurinn setur á fullt aftur á bak, en samt strýkst
bíllinn viö vegginn áður en hann nemur staðar.
Eruð þið vitlausir, strákar, ætlið þið að brjóta sölu-
turninn, kallar stúlkan í gatinu.
Ekkert sér á bílnum, segir Oddur hróðugur.
Þið eruð heppnir að hún Halla er ekki komin, hún hefði
látið lögregluna hirða ykkur.
Við þekkjum Höllu, það er stóra, feita konan sem á
sjoppuna. Hún verður ægilega reið ef krakkar rispa fal-
lega söluturninn hennar eða krota á hann. Brátt fáum við
um annaó að hugsa. Krakkaskarinn hópast í kringum I
okkur. Sem beturfer kem ég hvergi auga á Bensa.
Er þetta öskubíll?
Við önsum ekki svona bjánalegri spurningu.
Má ég stýra? spyr stór strákur.
Þaö er ekki búið að prufukeyra bílinn.
Ha, ha! Sá er góður, prufukeyra svona druslu. Strák-
8