Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1982, Blaðsíða 33

Æskan - 01.01.1982, Blaðsíða 33
Motsi hjálplegi 1 gamla daga bjó einu sinni skóla- meistari einn í litlum bæ, langt frá höfuðstaðnum. Honum þótti afar gaman að kenna börnum. Þegar þau gátu ekki komist til hans í skólann, vegna þess hve langt þau áttu, var hann vanur aö segja: — Þið skuluð ekki setja það fyrir ykkur börn. Ég skal láta hann Motsi hjálpa ykkur! — Eigum við að fá að ríða honum 1 ■ „Uss, hvað þú ert óhreinn á löppunum. í baðið með Þig.“ 3. „Svona nú, þetta hlýtur að vera gott.“ Motsi — en hvað það var gaman! sögðu börnin og þá héldu þeim engin bönd! Og það var ekki eingöngu vegna þess að þau fengu að koma á bak, heldur líka af því, að kennslu- stundirnar hjá Chan gamla skóla- meistara voru svo skemmtilegar að börnin undu sér þar vel. En hver var þá Motsi? munuð þið spyrja. Var það hestur? Eða asni? Eða máske stór hundur? Nei, ekkert af þessu! Motsi var dreki, ekta kínverskur taminn dreki af allra bestu tegund. Þægur og hjálp- legurog mikill barnavinur. Og Motsi var óhemju langur, ég held, að hann hafi verið nálægt kíló- metra framan frá trýni og aftur á hala! Hann fór um sveitina á hverjum morgni og sótti börnin, sem áttu að fara í skólann og fór með þau til Chans skólastjóra. Og á kyöldin fór hann með þau heim aftur. Fólk brosti, þegar það mætti Motsi með alla krakkana klofvega á bakinu. Og drekinn var jafn vinsæll og víð- kunnur og skólastjórinn sjálfur. Svona gekk þetta í mörg ár, en þá bar nokkuð sorglegt við. Það komu skilaboð frá keisaranum sjálfum. Hann hafði heyrt, að þarna í sveitinni væri til úrvals dreki. En nú var gamli hirðdrekinn dauður og allir drekarnir, sem keisarinn vissi um, voru fremur litlir eða þá að þeir voru ekki nógu vel tamdir. Og nú óskaði keisarinn að fá Motsi til sín í höllina og lét þau boð fylgja, að hann mundi innan skamms senda heilt herfylki til að sækja hann Hvað verður þá um börnin? hugsaði Chan gamli sorgmæddur. — Ekki geta þau gengið alla þessa löngu leið, veslingarnir. Á sumrin eru vegirnir rykugir og veðrið heitt, og á vetrum er snjór yfir öllu eða svo mikill aur á vegunum, að börnin komast ekki leiðarsinnar. — Eigum við ekki að segja, að við getum ekki án hans Motsi verið? sagði eitt af börnunum. En Chan gamli hristi höfuðið. — Það stoðar ekkert! Keisarinn hefur krafist að fá hann og þá hirðir hann ekkert um, hvað við segjum. Nei, þetta er mikið vandamál. — Getum við ekki falið hann Motsi þangað til hermennirnir eru farnir aftur og sagt aó hann hafi strokið? — Hvar getur maóur falið dreka, sem er jafn langur og Motsi er? En vitanlega — ef við hefðum nokkurn felustað, þá væri þetta víst besta úr- 4. „Jæja, nú er best að ég baði þig í staðinn.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.