Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.05.1983, Qupperneq 17

Æskan - 01.05.1983, Qupperneq 17
feðgarnir Prjádagur stökk út í bátinn og kallaði: „Hér liggur þá enn e|nn bandinginn." Ég fór út í bátinn og sá ég þá villimann e|nn liggja neðst í honum, fjötraðan á höndum og fótum, og hálfdauðan af hræðslu. Ég skar í sundur sefreipi það, er hann var fjötraður með, og reisti hann á fætur. En hann var SVo aumur og magnþrota, að hann hné niður með andvörp- Urr|. Hann hefur víst hugsað, að nú ætti að lífláta sig. þá rétti ég Frjádegi rommpelann og mælti: „Gefðu hon- Urr> að súpa á og huggaðu hann. Segðu honum, að honum skuN ekkert verða gert til meins". Villimaðurinn saup sér teyg af romminu, reis því næst upp og lauk sundur augum. 0|< ég þá eftir því, að Frjádegi varð allt í einu furðulega s,arsýnt á hann. Ég ætlaði að fara að spyrja hann, hvað Það væri, er vekti svo mjög athygli hans, en í sama bili hljóp hann með fegins ópi um hálsinn á villimanninum og kyssti hann hágrátandi. Síðan hoppaði hann í háa loft, hló og Son9 og dansaði, neri saman höndunum og stökk ýmist UPP á land eða út í bátinn aftur. Það var ekki fyrr en eftir margítrekaðar spurningar, að hann lét mig verða þess vísan, að þessi villimaður væri ,aðir sinn. Ég gat ekki sjálfur tára bundist, þegar ég sá hina b^rnslegu ást og fögnuð brjótast svo ákaft fram hjá þess- UrTl góða syni, er hann hitti föður sinn svona óvænt og sá hann frelsaðan úr hættunni. Hann lét ekki af að votta elsku sína og fögnuð. Ýmist ^yssti hann föður sinn eða lagði höfuð hans upp að brjósti s,nu, eða hann neri hendur hans og fætur, sem höfðu bélgnað undan fjötrunum. Petta atvik gerði það að verkum, að við hugsuðum ekki ,rekar um að elta hina þrjá villimenn. Þetta var annars ^esta happ fyrir okkur, því stundu seinna skall á það 0,boðs veður, sem okkar bátar mundi ekki hafa af borið, en Sem hinsvegar hefur vafalaust búið flóttamönnunum vota 9r°f í sjávaröldunum. Nú tók ég brauð upp úr tösku minni, skipti því í tvennt og fékk Frjádegi annan helminginn handa ,0ður hans, en hinn helminginn gaf ég Spánverjanum. Þar aé auki hafði ég dálítið af rúsínum í töskunni, og skipti ég Þeim eins á milli þeirra. ^á stökk Frjádagur allt í einu af stað og sentist inn í sk°ginn sem kólfi væri skotið. Eftir örstuttan tíma kom hann aftur með könnu fulla af ágætu uppsprettuvatni, og hressti vatn þetta föður hans og Spánveijann engu síður en rommið hafði gert. ^eð því að dagurinn, er þetta gerðist, var Fimmtudagur, er fyrrum hét Þórsdagur, þá nefndi ég föður Frjádags eftir Því og lét hann heita Þórsdag. Þeir báðir, hann og sPánverski maðurinn, er Gúzmann nefndist, voru svo 0,9niráfótunum, að þeirgátu ekki gengið. Flutti Frjádagur þá með landi fram, þótt hvasst væri, og lenti með þá í nánd við bústað okkar. Þar bjuggum við til börur úr viðargreinum og bárum þá svo upp í hellinn. Þar voru þeir lagðir í mjúka hvílu og sofnuðu þegar í stað. Ég hló að því í huganum, að ég væri í raun réttri konungur eyjarinnar og þessir þrír menn þegnar mínir eða þjóðin, en ekki lét ég huga minn dvelja lengi við þann hégóma, heldur tók ég mig undir eins til og fór að matreiða súpu og steik handa þjóð minni. Spánverjinn og Þórsdagur vöknuðu rétt í hæfilegum tíma og nú var gengið til máltíðar. Frjádagur hafði það embætti að vera túlkur, og lét ég hann spyrja föður sinn, hvort flóttamennirnir mundu koma aftur með vinum sínum, ef svo færi, að þeim yrði heimkomu auðið í átthaga sína. Þórsdagur kvaðst helst vera á því, að þeir hefðu farist í ofveðrinu. En þó þeir aldrei nema hefðu komist til heimkynna sinna, þá mundu þeir samt ekki þora að fara hingað með vini sína, því eftir því, sem hann hefði heyrt þeim farast orð, þá hefðu þeir haldið, að eyjan væri full af göldrum og gjörningum. Þeir hefðu verið fulltrúa um það, að við Fjádagur hefðum verið illir andar. Hjá Spánverjanum fékk ég vitneskju um það, að sextán félagar hans hefðu dvöl hjá samlöndum Frjádags. Nokkru síðar sagði ég við hann: „Ég hef öll þau tól og áhöld, sem með þarf til að smíða nokkurn veginn stórt skip. Ef landar yðar væru hér, þá gætum við smíðað skip og ferðast svo til heimkynna okkar. Hvernig líst yður á það, ef ég leyfði yður að sækja landa yðar?“ Spánverjinn svaraði: „Það væri þvílík velgjörð, að ég og landar mínir ættum yður eilífar þakkir að gjalda. Þér munuð flestum betur geta gert yður hugmynd um það, hvað sárt okkur langar til að sjá aftur föðurland okkar." Ég ásetti mér nú að sjá fyrst fyrir nægum vistum, svo að þegnar mínir liðu ekki skort. Við sáðum í stóran akurteig, og þegar til uppskerunnar kom, þá fengum við af honum tvö hundruð og tuttugu skeppur korns. Með því nú að hrísgrjónauppskeran varð einnig ágæt, þá leyfði ég Spánverjanum að fara og sækja landa sína. Samt lagði ég ríkt á við hann að taka enga aðra með sér en þá, sem handsöluðu honum með svardaga, að þeir skyldu reyn- ast drottni eyjarinnar dyggir og auðsveipir í öllum greinum. Faðir Frjádags kvaðst fús að vera með í þessari för, og einn morgun snemma lögðu þeir af stað frá eyjunni á öðrum barkbátnum, sem við höfðum náð frá villimönnunum, en við, sem eftir urðum, árnuðum þeim af hjarta allrar hamingju. Næst: Óvæntur atburður. Umskipti.

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.