Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1983, Blaðsíða 40

Æskan - 01.05.1983, Blaðsíða 40
Bókaklúbbur Æskunnar Sara passar Lilla Það er laugardagur og Sara er hjá pabba, Bertu og Lilla. Pabbi er í vinnunni þó að það sé laugardagur - strætis- vagnarnir verða að ganga þá líka - svo að einungis Sara, Berta og Lilli eru heima. Þegar Sara kemur hlær Lilli svo mikið að hann dettur næstum úr fangi Bertu og slefar á höndina á Söru þegar hún strýkur honum. Söru hlýnar um hjartaræturnar. Henni líður eins og hún sé að drekka heitt kakó en þannig getur manni liðið þegar manni þykir mjög vænt um einhvern. Sara hugsar oft um að taka Lilla með sér heim. En það er enginn heima á daginn sem gæti hugsað um hann. Svo að það er ekki hægt; því er nú verr. Fyrst fara þær út að ganga. Sara fær að aka vagninum. Það er eins og að keyra brúðuvagn. Nema auðvitað skemmtilegra. Og þyngra. Og erfiðara. Því að hvenær sem er getur Lilli kastað sér til hliðar til að sjá eitthvað og þá heldur maður að hann detti úr vagninum. En sem betur fer er hann í beisli sem heldur honum í vagninum. Eftir göngu- ferðina er Lilli svangur, vælir og vill ekki gera neitt. Honum finnst ekkert gaman að því sem Sara gerir og hann slær í turnana á öllu sem Sara byggir úr plastkubbunum. Þá er hann ekkert sérstaklega skemmtilegur. En þegar Berta lætur stóra plastsmekkinn á hann þagnar hann því þá veit hann að hann á að fá mat. Hann spriklar með fótunum þegar Berta fer með hann fram í eldhús. Alveg eins og það gengi fljótara þannig. Lilli opnar munninn eins og fuglsungi þegar hann sér skeiðina. Hann opnar munninn og gleypir matinn í sig. Það lítur ekki út fyrir að vera erfitt að mata Lilla. Þá hringir síminn. „Eins og venjulega," segir Berta. „E* síminn hringir þá hringir hann þegar ég er að skipta á Lilla eða gefa honum að borða. Sara, þú getur haldið áfram að gefa honum. Er það ekki?“ Sara verður himinlifandi. Lilli opnar munninn og kyngir. Söru finnst gaman að eiga lítinn bróður til þess að mata. Það ætti maður alltaf að eiga þá myndi manni aldrei leiðast. En allt í einu byrjar Lilli að láta illa. Hann vill sjálfur fá skeiðina og þá fer maturinn út á hlið og beint í andlitið á honum í staðinn. Nefið er allt í mat. „Nei, Lilli," segir Sara reið, „sjáðu hvað þú gerir. Þetta máttu ekki gera.“ Og Sara verður að ná í eldhúsrúllu; það hefur hún séð Bertu gera þegar hún þurrkar af Lilla. Lilli notar þá tækifærið og sullar með báðum höndum (matnum: Sullum, bull, allt út um allt- „Lilli!“ öskrar Sara. „Ertu vitlaus?" Þetta finnst Lilla sniðugt og hann skellihlær allan tímann meðan Sara reynir að þurrka af honum. „Jæja, Lilli,“ segir Sara ákveðin, „borðaðu nú!“ Hún lætur skeiðina að munn- inum á honum og hann opnar munninn; hún lætur meira upp í hann og hann opnar munninn þægur og góður; það gengur vel. Sara verður aftur ánægð. En svo vill hann ekki meira. Hann lokar munninum eins fast og hann getur svo að hann verður eldrauður í framan. Hann herpir saman varirnar. En Sara reynir samt að koma skeiðinni upp í hann. Þá opnar hann að vísu munninn. En veistu hvað hann gerir? Já, hann spýtir út úr sér í staðinn. Hann er allur útataður í mat sem hann hefur geymt uppi í sér. f langan 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.